BREYTA

Alþjóðlega friðarhreyfingin 2007 - helstu aðgerðir og kjörorð

24Feb07Leafletedit 000 Á Alþjóðlegu samfélagsþingunum (WSF) eru jafnan ýmsir fundir og fyrirlestrar um friðarmál sem friðarsamtök skipuleggja. Þá nýta friðarhreyfingarnar þessar samkomur líka til skrafs og ráðagerða og undanfarin ár hafa þeir fulltrúar ýmissa friðarsamtaka sem þarna hittast tekið saman og sent frá sér yfirlit um helstu verkefni og aðgerðir friðarhreyfingarinnar á árinu. Á Alþjóðlega samfélagsþinginu í Nairobi 20.-25. janúar sl. sendu fulltrúar friðarsamtakanna frá sér eftirfarandi áætlun (Sjá No Bases): 24. febrúar: Aðgerðir í London gegn Trident-flaugum, hersveitirnar verði kallaðar heim frá Írak. (CDN, Stop the War Coalition) 5.-9. mars: Alþjóðleg ráðstefna gegn erlendum herstöðvum verður haldin í Quito og Manta í Ekvador. (No Bases) 17.-20. mars: Alþjóðlegar aðgerðir gegn hernámi Íraks. 29. mars - 1. apríl: Fimmta Kaíró-ráðstefnan í Kaíró í Egyptalandi. (sjá auglýsingu frá StWC) 2. júní: Mótmæli gegn fundi G8-ríkjanna í Rostock í Þýskalandi. Friðarhreyfingar leggi áherslu á mótmæli gegn stríði. (sjá upplýsingar og vefsíður hér) 15. maí: Alþjóðlegar mótmælaaðgerðir til að minna á flótta (Nakba) Palestínumanna. 7.-9. júní. Alþjóðleg mótmæli til að minna á 40 ára hernám Ísrael í Palestínu. 29. nóvember: Alþjóðlegar aðgerðir til að sýna Palestínumönnum samstöðu. Maí 2008: Friðarráðstefna í Tókíó í Japan ("global article 9 conference to abolish war"). (Nánari upplýsingar: article-9@peaceboat.gr.jp) Helstu kjörorðin eru þessi: Stöðvið stríðið – allt herlið heim! Látið íraska olíu í friði. Öllum bandarískum herstöðvum í Írak verði lokað. Skaðabætur og réttlæti handa íröskum fórnarlömbum og föngum! Stöðvið stríðin! Hernám Ísraels í Palestínu verði stöðvað. Kaupum ekki ísraelskar vörur – refsiaðgerðir gegn ísraelska hernáminu. Látið verði af hótunum gegn Íran. Allt herlið út úr Afganistan. Loftárásum á Sómalíu verði hætt. Stuðningur Bandaríkjanna við stríðsherra í Afríku verði stöðvaður. Leitað verði friðsamlegra lausna í Darfur í stað hernaðaríhlutunar. Hætt verði að skerða mannréttindi og borgarlegt frelsi í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkum.

Færslur

SHA_forsida_top

1949 - Austurvöllur - 2019

1949 - Austurvöllur - 2019

Sjötíu ár eru liðin frá því að Alþingi samþykkti inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið í skjóli …

SHA_forsida_top

Ályktun um Gólanhæðir

Ályktun um Gólanhæðir

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga 2019 fordæmir þau áform Bandaríkjastjórnar að viðurkenna innlimun Gólanhæða í Ísrael. Allt …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður í Friðarhúsi

Marsmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður SHA í friðarhúsi verður föstudagskvöldið 29. mars. Mikið stendur til enda daginn eftir 70 …

SHA_forsida_top

Góður gestur á landsfundi SHA

Góður gestur á landsfundi SHA

Dr. Edward Horgan er gestur landsfundar SHA á laugardag. Hann er lykilmaður í PANA, írsku …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA

Laugardaginn 23. mars verður landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn í Friðarhúsi og hefst kl. 11. Á …

SHA_forsida_top

Hvatningarbréf til þingmanna

Hvatningarbréf til þingmanna

Kæri þingmaður Til hamingju með það verkefni sem þér hefur verið falið að sitja á …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúar er stuttur mánuður og málsverðurinn lendir að þessu sinni á föstudagkvöldinu 22. feb. Kokkarnir …

SHA_forsida_top

Venesúela - átök, bakgrunnur og fjölmiðlar

Venesúela - átök, bakgrunnur og fjölmiðlar

Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins umræðufundar um Venesúela þriðjudagskvöldið 19. febrúar kl. 20 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Hernaðaríhlutun í Venesúela

Hernaðaríhlutun í Venesúela

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga varar eindregið við öllum áformum hernaðaríhlutun í Venesúela og fordæmir ákvörðun ríkja …

SHA_forsida_top

Bandaríkjastjórn og INF-samkomulagið

Bandaríkjastjórn og INF-samkomulagið

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir einhliða uppsögn Bandaríkjastjórnar á INF-samkomulaginu um takmörkun kjarnorkuvopna sem hefur stuðlað …

SHA_forsida_top

Miðnefnd

Miðnefnd

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn rankar úr rotinu

Friðarvefurinn rankar úr rotinu

Loksins, eftir alltof langa bið, er Friðarvefur Samtaka hernaðarandstæðinga kominn í loftið á ný. Síðan …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA 2018-19

Miðnefnd SHA 2018-19

Á landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga þann 26. mars síðastliðinn var ný miðnefnd kjörin, líkt og lög …

SHA_forsida_top

Hvalamorðingjar háloftanna?

Hvalamorðingjar háloftanna?

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum þeim sem fylgdust með fréttum að …

SHA_forsida_top

Fréttayfirlit

Fréttayfirlit