BREYTA

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

wsf2005 Sjötta Alþjóðlega samfélagsþingið (World Social Forum) verður að þessu sinni haldið í þrennu lagi í þrem heimsálfum. Það verður í Bamako í Malí 19. til 23. janúar, í Caracas í Venesúela 24. til 29. janúar og loks í mars í Karachi í Pakistan. Fyrsta Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Porto Alegre í Brasilíu í janúar 2001. Sú stefna var strax tekin að halda þessi þing utan hinna ríkari Vesturlanda til að stuðla að því að íbúar þróunarlandanna ættu auðveldara með að sækja þau og sjónarmið þeirra yrðu sýnilegri. Borgin Porto Alegre, sem er stærsta borg í sunnanverðri Brasilíu, höfuðborg fylkisins Rio Grande do Sul, var valin vegna þess að ýmis brasilísk samtök, svo sem samtök landlausra bænda, MST, og verkalýðssambandið CUT, voru meðal frumkvöðla að fyrsta þinginu og þessari borg var stjórnað af Verkamannaflokknum, PT, en borgarstjórnin lagði sitt af mörkum til að gera þetta að veruleika. Hugmyndin var að þinginu yrði síðan valinn nýr staður hvert ár, en skipulagningin er mjög flókin og viðamikil og óvíða nægilega sterk og skipulögð samtök eða hreyfingar til að takast það verkefni á hendur, enda hafa þetta verið allt upp í og yfir 100 þúsund manna samkomur þar sem skipulagðir fundir og önnur atriði eru jafnvel yfir tvöþúsund. Þó var ákveðið að halda fjórða þingið árið 2004 á Indlandi, í borginni Mumbai (Bombay), og tókst það vel enda öflugar hreyfingar og samtök þar. Og nú höfðu fjölmargir Asíubúar tækifæri til að sækja þingið, sem ekki höfðu haft ráð á að fara til Suður-Ameríku. En í fyrra var aftur brugðið á það ráð að halda þingið í Porto Alegre. En nú er sem sagt reynt að fara þá leið að halda þingið á þremur stöðum sem þýðir að skipulagningin dreifist á fleiri og verður ekki jafn viðamikil á hverjum stað. Með þessu fyrirkomulagi þótti líka mögulegt að halda alþjóðlegt þing í Afríku en síðan er áætlað að þingið 2007 verði haldið í Kenýa. Afríkumenn er raunar ekki alveg reynslulausir af slíku þinghaldi því að Afrísk samfélagsþing hafa verið haldið þrisvar sinnum, hið fyrsta reyndar í Bamako í janúar 2002, og einnig hafa verið svæðis- og staðbundin þing í Afríku. www.forumsocialmundial.org.br www.wsf2006.org www.forosocialmundial.org.ve www.fsmmali.org www.wsf2006karachi.org Sjá einnig ýmsar upplýsingar hér

Færslur

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …

SHA_forsida_top

Opið hús á Menningarnótt

Opið hús á Menningarnótt

SHA bjóða í heimsókn á Menningarnótt í Reykjavík. Friðarhús, Njálsgötu 87, verður opið gestum …

SHA_forsida_top

Kveðja frá Nagasaki

Kveðja frá Nagasaki

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kveðja frá Hiroshima

Kveðja frá Hiroshima

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar: Reykjavík 9. ágúst & Akureyri 11. ágúst

Kertafleytingar: Reykjavík 9. ágúst & Akureyri 11. ágúst

Hin árlega kertafleyting í Reykjavík verður haldin þriðjudaginn 9.ágúst. Verður safnast saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar á fjórum stöðum

Kertafleytingar á fjórum stöðum

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og …

SHA_forsida_top

Vinstri stjórnin og NATO

Vinstri stjórnin og NATO

Hnattvætt vestrænt auðvald rekur grimma og sívaxandi hernaðarstefnu gegn öðrum heimshlutum, gegn öllum sem þvælast …

SHA_forsida_top

Fundur um byltinguna í Egyptalandi

Fundur um byltinguna í Egyptalandi

Þriðjudagskvöldið 5. júlí kl. 20 verður haldinn fundur í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, á vegum …

SHA_forsida_top

Mótmæli sem hitta í mark

Mótmæli sem hitta í mark

Föstudaginn 1. júlí kl. 12 mun Claudio Bisogniero, varaframkvæmdastjóra Nató halda erindi í Öskju, náttúrufræðihúsi …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína í Friðarhúsi, miðvikudag

Ísland-Palestína í Friðarhúsi, miðvikudag

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir spjallkvöldi í Friðarhúsinu (Njálsgötu 87, 101 Reykjavík) næstkomandi miðvikudagskvöld, klukkan 20.00. …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína í Friðarhúsi

Ísland-Palestína í Friðarhúsi

Félagsundur Félagsins Ísland-Palestína.

SHA_forsida_top

Herinn, skólarnir og siðleysið

Herinn, skólarnir og siðleysið

Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu Mennta- og menningarmálaráðherra þess efnis að bannað sé að halda kynningarfundi …

SHA_forsida_top

Vill Árvakur fá þig í herinn?

Vill Árvakur fá þig í herinn?

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um tilraunir norskra hernaðaryfirvalda til að skrá íslensk ungmenni í herinn, er …

SHA_forsida_top

Norski herinn og karlablöðin

Norski herinn og karlablöðin

Í framhaldi af síðustu færslu þar sem rifjuð var upp grein úr gömlum Dagfara, er …

SHA_forsida_top

Stríðsfréttir

Stríðsfréttir

Fréttaflutningur af stríðinu í Líbýu hefur mjög verið á einn veg síðustu daga og vikur. …