BREYTA

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

wsf2005 Sjötta Alþjóðlega samfélagsþingið (World Social Forum) verður að þessu sinni haldið í þrennu lagi í þrem heimsálfum. Það verður í Bamako í Malí 19. til 23. janúar, í Caracas í Venesúela 24. til 29. janúar og loks í mars í Karachi í Pakistan. Fyrsta Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Porto Alegre í Brasilíu í janúar 2001. Sú stefna var strax tekin að halda þessi þing utan hinna ríkari Vesturlanda til að stuðla að því að íbúar þróunarlandanna ættu auðveldara með að sækja þau og sjónarmið þeirra yrðu sýnilegri. Borgin Porto Alegre, sem er stærsta borg í sunnanverðri Brasilíu, höfuðborg fylkisins Rio Grande do Sul, var valin vegna þess að ýmis brasilísk samtök, svo sem samtök landlausra bænda, MST, og verkalýðssambandið CUT, voru meðal frumkvöðla að fyrsta þinginu og þessari borg var stjórnað af Verkamannaflokknum, PT, en borgarstjórnin lagði sitt af mörkum til að gera þetta að veruleika. Hugmyndin var að þinginu yrði síðan valinn nýr staður hvert ár, en skipulagningin er mjög flókin og viðamikil og óvíða nægilega sterk og skipulögð samtök eða hreyfingar til að takast það verkefni á hendur, enda hafa þetta verið allt upp í og yfir 100 þúsund manna samkomur þar sem skipulagðir fundir og önnur atriði eru jafnvel yfir tvöþúsund. Þó var ákveðið að halda fjórða þingið árið 2004 á Indlandi, í borginni Mumbai (Bombay), og tókst það vel enda öflugar hreyfingar og samtök þar. Og nú höfðu fjölmargir Asíubúar tækifæri til að sækja þingið, sem ekki höfðu haft ráð á að fara til Suður-Ameríku. En í fyrra var aftur brugðið á það ráð að halda þingið í Porto Alegre. En nú er sem sagt reynt að fara þá leið að halda þingið á þremur stöðum sem þýðir að skipulagningin dreifist á fleiri og verður ekki jafn viðamikil á hverjum stað. Með þessu fyrirkomulagi þótti líka mögulegt að halda alþjóðlegt þing í Afríku en síðan er áætlað að þingið 2007 verði haldið í Kenýa. Afríkumenn er raunar ekki alveg reynslulausir af slíku þinghaldi því að Afrísk samfélagsþing hafa verið haldið þrisvar sinnum, hið fyrsta reyndar í Bamako í janúar 2002, og einnig hafa verið svæðis- og staðbundin þing í Afríku. www.forumsocialmundial.org.br www.wsf2006.org www.forosocialmundial.org.ve www.fsmmali.org www.wsf2006karachi.org Sjá einnig ýmsar upplýsingar hér

Færslur

SHA_forsida_top

NATO-ráðstefnu mótmælt

NATO-ráðstefnu mótmælt

Nokkur hópur fólks mætti við Hilton Reykjavik Nordica Hotel við Suðurlandsbraut um klukkan hálfsjö í …

SHA_forsida_top

ÁRÍÐANDI - Nató-kokteillinn verður á Nordica

ÁRÍÐANDI - Nató-kokteillinn verður á Nordica

Eftir mikinn feluleik sem staðið hefur síðasta hálfa sólarhringinn er komið í ljós að móttakan …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Mótmælum Nató-stjóranum

Mótmælum Nató-stjóranum

Fyrir dyrum stendur ráðstefna á vegum Nató og íslenskra stjórnvalda, sem haldin verður á Hilton …

SHA_forsida_top

Nató mótmæli – ÁRÍÐANDI TILKYNNING

Nató mótmæli – ÁRÍÐANDI TILKYNNING

Fregnirnar af fyrirhuguðum mótmælum hernaðarandstæðinga í tengslum við móttöku þá sem halda á fyrir gesti …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss

Aðalfundur Friðarhúss

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf

SHA_forsida_top

Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

18. desember sl. var hér á Friðarvefnum farið yfir tillögur fjárlagafrumvarpsins fyrir 2009 um útgjöld …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA v. fjöldamorða á Gaza

Ályktun frá SHA v. fjöldamorða á Gaza

Samtök hernaðarandstæðinga fordæma grimmdarverk Ísraelshers á Gaza-svæðinu, sem heimurinn hefur orðið vitni að undanfarna daga. …

SHA_forsida_top

Friðarhreyfingin og borgaraleg óhlýðni

Friðarhreyfingin og borgaraleg óhlýðni

Borgaraleg óhlýðni hefur verið talsvert til umræðu upp á síðkastið, ekki hvað síst í tengslum …

SHA_forsida_top

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza á Lækjartorgi, þriðjudag 30. desember kl. 16 Kröfur …

SHA_forsida_top

Ráðherra efast um eldflaugar í A-Evrópu

Ráðherra efast um eldflaugar í A-Evrópu

Við sögðum frá því hér á Friðarvefnum 9. desember að utanríkisráðherrar NATO hefðu samþykkt á …

SHA_forsida_top

Ávarp Birnu Þórðardóttur á Ingólfstorgi í Reykjavík í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Ávarp Birnu Þórðardóttur á Ingólfstorgi í Reykjavík í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Friðarins fólk! Stórt orð friður Fyrir 40 árum – tæpum – hitti ég Mohamed …