BREYTA

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

wsf2005 Sjötta Alþjóðlega samfélagsþingið (World Social Forum) verður að þessu sinni haldið í þrennu lagi í þrem heimsálfum. Það verður í Bamako í Malí 19. til 23. janúar, í Caracas í Venesúela 24. til 29. janúar og loks í mars í Karachi í Pakistan. Fyrsta Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Porto Alegre í Brasilíu í janúar 2001. Sú stefna var strax tekin að halda þessi þing utan hinna ríkari Vesturlanda til að stuðla að því að íbúar þróunarlandanna ættu auðveldara með að sækja þau og sjónarmið þeirra yrðu sýnilegri. Borgin Porto Alegre, sem er stærsta borg í sunnanverðri Brasilíu, höfuðborg fylkisins Rio Grande do Sul, var valin vegna þess að ýmis brasilísk samtök, svo sem samtök landlausra bænda, MST, og verkalýðssambandið CUT, voru meðal frumkvöðla að fyrsta þinginu og þessari borg var stjórnað af Verkamannaflokknum, PT, en borgarstjórnin lagði sitt af mörkum til að gera þetta að veruleika. Hugmyndin var að þinginu yrði síðan valinn nýr staður hvert ár, en skipulagningin er mjög flókin og viðamikil og óvíða nægilega sterk og skipulögð samtök eða hreyfingar til að takast það verkefni á hendur, enda hafa þetta verið allt upp í og yfir 100 þúsund manna samkomur þar sem skipulagðir fundir og önnur atriði eru jafnvel yfir tvöþúsund. Þó var ákveðið að halda fjórða þingið árið 2004 á Indlandi, í borginni Mumbai (Bombay), og tókst það vel enda öflugar hreyfingar og samtök þar. Og nú höfðu fjölmargir Asíubúar tækifæri til að sækja þingið, sem ekki höfðu haft ráð á að fara til Suður-Ameríku. En í fyrra var aftur brugðið á það ráð að halda þingið í Porto Alegre. En nú er sem sagt reynt að fara þá leið að halda þingið á þremur stöðum sem þýðir að skipulagningin dreifist á fleiri og verður ekki jafn viðamikil á hverjum stað. Með þessu fyrirkomulagi þótti líka mögulegt að halda alþjóðlegt þing í Afríku en síðan er áætlað að þingið 2007 verði haldið í Kenýa. Afríkumenn er raunar ekki alveg reynslulausir af slíku þinghaldi því að Afrísk samfélagsþing hafa verið haldið þrisvar sinnum, hið fyrsta reyndar í Bamako í janúar 2002, og einnig hafa verið svæðis- og staðbundin þing í Afríku. www.forumsocialmundial.org.br www.wsf2006.org www.forosocialmundial.org.ve www.fsmmali.org www.wsf2006karachi.org Sjá einnig ýmsar upplýsingar hér

Færslur

SHA_forsida_top

35 þúsund manns mótmæla Futenma-herstöðinni á Okinawa

35 þúsund manns mótmæla Futenma-herstöðinni á Okinawa

Nú munu vera um 50 þúsund hermenn í bandarískum herstöðvum í Japan. Flestir þeirra eru …

SHA_forsida_top

Menningardagskrá

Menningardagskrá

Á sunnudaginn kl. 14 er hluthöfum í Friðarhúsi og öðrum velunnurum þess boðið í heimsókn …

SHA_forsida_top

Menningardagskrá sunnudag

Menningardagskrá sunnudag

Á sunnudaginn kl. 14 er hluthöfum í Friðarhúsi og öðrum velunnurum þess boðið í heimsókn …

SHA_forsida_top

8. mars: Þróunaraðstoð – í þágu hverra?

8. mars: Þróunaraðstoð – í þágu hverra?

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur miðvikudaginn 8.mars 2006 kl.17 í …

SHA_forsida_top

30. mars-samkoma SHA

30. mars-samkoma SHA

Samkoma í Friðarhúsi í skugga minningarinnar um NATO-inngönguna 1949.

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu á Ingólfstorgi í Reykjavík 18. mars

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu á Ingólfstorgi í Reykjavík 18. mars

18. mars: Stöðvum stríðið í Írak! Alþjóðlegar mótmælaaðgerðir verða helgina 18.-19. mars í tilefni …

SHA_forsida_top

Friðarmiðstöðin Ísland

Friðarmiðstöðin Ísland

Þessi grein var send Fréttablaðinu til birtingar í byrjun febrúar þegar viðræður um framtíð …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 18. mars

Undirbúningsfundur v. 18. mars

Aðgerðir gegn Íraksstríði 18. mars n.k. undirbúnar í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Undirbúningur fyrir 18. mars, alþjóðlegan mótmæladag gegn stríðinu í Írak

Undirbúningur fyrir 18. mars, alþjóðlegan mótmæladag gegn stríðinu í Írak

Opinn fundur í Friðarhúsinu miðvikudag 1. mars kl. 20 Á miðvikudagskvöldið kl. 20 verður …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnavandinn snýst ekki um Íran

Kjarnorkuvopnavandinn snýst ekki um Íran

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 25. febrúar 2006 Viðleitni Íransstjórnar til að auðga …

SHA_forsida_top

Troðfullt Friðarhús

Troðfullt Friðarhús

Óhætt er að segja að fjáröflunarmatarboðið í Friðarhúsi á Safnanótt hafi tekist framar vonum. Meira …

SHA_forsida_top

Samfylkingin: Ekki verði hægt að lýsa yfir stuðningi við stríð án samþykkis Alþingis

Samfylkingin: Ekki verði hægt að lýsa yfir stuðningi við stríð án samþykkis Alþingis

Á haustþingi, þann 11. október, lagði þingflokkur Samfylkingarinnar fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á …

SHA_forsida_top

Evrópska samfélagsþingið – European Social Forum – í Aþenu 4.-7. maí

Evrópska samfélagsþingið – European Social Forum – í Aþenu 4.-7. maí

Það eru víst flestir Íslendingar með það á hreinu hvað gerist í Aþenu 20. maí …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur MFÍK vegna 8. mars í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórn Friðarhúss fundar.