BREYTA

Alþjóðlega samfélagsvettvangnum lokið Belém í Brasilíu

fsm2009 jpg Í dag, 1. febrúar, lauk í bænum Belém do Pará í norðanverðri Brasilíu níunda alþjóðlega samfélagsvettvangnum, World Social Forum, sem hófst 27. janúar. Hátt í hundrað þúsund manns söfnuðust þarna saman til að ræða hvernig hægt er að skapa öðruvísi veröld. fsm160 jpg Þessar samkomur spruttu upp úr andófshreyfingunni gegn nýfrjálshyggjunni og hnattvæðingunni sem fór að vaxa upp fyrir rúmum tíu árum. Fyrsti alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn var í bænum Porto Alegre í Brasilíu í janúar 2001, en sá tími var valin vegna þess að á sama tíma halda kapítalistarnir og pólitískir þjónar þeirra sína árlegu alþjóðaráðstefnu, World Economic Forum, í bænum Davos í Sviss. Einnig hafa samsvarandi samkomur verið haldnar víðsvegar um heim, fyrir einstök svæði, lönd eða borgir. Þannig var evrópskur samfélagsvettvangur í Malmö í Svíþjóð í september og er frásögn af honum að finna vef MFÍK. anotherworld Það má segja að varnaðarorð þessara hreyfingar séu nú virkileg að koma fram í þeirri heimskreppu sem er að ríða yfir. Það þótti dapurleg stemning í Davos núna og efnahagskreppan setti að sjálfsögðu einnig svip á samkomuna í Belém. En þar var þó allt með öðrum brag, talsvert litríkari, og þar var haldið áfram umræðum undanfarinna ára um öðruvísi veröld en þá sem einkennst hefur af gróðahyggju, arðráni, rányrkju og hernaðarstefnu. Þar ríkti ekki söknuður eftir horfinni veröld heldur von um nýja og betri veröld. Fórum Social Mundial 2009 World Social Forum Terraviva - IPS-Inter Press Service www.wsftv.net Wsflibrary.org BBC: Brazil holds 'alternative Davos' Reuters: Leftist forum ends in Amazon; capitalism seen dying Pacific Free Press: S-O-S AMAZONIA: World Social Forum and Forest Defenders Unite Walden Bello: It is time to aim beyond capitalism

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarbaráttan og SHA

Friðarbaráttan og SHA

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa hugvekju um stöðu friðarhreyfinga. Aðsendar …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Sem kunnugt er, þurfti að fresta landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga um liðna helgi. Hann verður því …

SHA_forsida_top

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

Í ljósi þess að strætisvagnar ganga ekki í fárviðrinu og fólk er varað við að …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Fresta þurfti landsfundi SHA vegna óveðursins á laugardag. Nýr fundartími hefur nú verið ákveðinn: miðvikudagskvöldið …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 14. mars í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Dagskrá: 11:00 Hefðbundin …

SHA_forsida_top

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti verður efnt til baráttufundar í Iðnó …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga árið 2015 verður haldinn laugardaginn 14. mars n.k. í Friðarhúsi og hefst …

SHA_forsida_top

Freistandi febrúarmálsverður

Freistandi febrúarmálsverður

Næsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 27. febúar nk. Það verða félagar í Alþýðufylkingunni sem …

SHA_forsida_top

Hin óþarfa sviðsetning

Hin óþarfa sviðsetning

Stefán Pálsson bregst við grein Þórarins Hjartarsonar hér á Friðarvefnum. Aðsendar greinar á Friðarvefnum eru …

SHA_forsida_top

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa samantekt á því hvernig óttinn …

SHA_forsida_top

Öberg um Úkraínu

Öberg um Úkraínu

Íslandsvinurinn Jan Öberg er merkur sérfræðingur á sviði friðarmála og lausnar deilumála. Hann heldur úti …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Það verður miðausturlenskt þema í matseðli fjáröflunarmálsverðarins í Friðarhúsi föstudagskvöldið 30. janúar. Daníel Haukar …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok friðargöngu

Ávarp í lok friðargöngu

Eyrún Ósk Jónsdóttir flutti ávarp í lok friðargöngu á Þorláksmessu í Reykjavík. Í sumar …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Að venju stendur Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir friðargöngu í Reykjavík þann 23.desember. Safnast verður saman …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Fullveldisfögnuður SHA, hið rómaða jólahlaðborð Friðarhúss, verður haldið föstudagskvöldið 28. nóvember nk. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …