BREYTA

Alþjóðlega samfélagsvettvangnum lokið Belém í Brasilíu

fsm2009 jpg Í dag, 1. febrúar, lauk í bænum Belém do Pará í norðanverðri Brasilíu níunda alþjóðlega samfélagsvettvangnum, World Social Forum, sem hófst 27. janúar. Hátt í hundrað þúsund manns söfnuðust þarna saman til að ræða hvernig hægt er að skapa öðruvísi veröld. fsm160 jpg Þessar samkomur spruttu upp úr andófshreyfingunni gegn nýfrjálshyggjunni og hnattvæðingunni sem fór að vaxa upp fyrir rúmum tíu árum. Fyrsti alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn var í bænum Porto Alegre í Brasilíu í janúar 2001, en sá tími var valin vegna þess að á sama tíma halda kapítalistarnir og pólitískir þjónar þeirra sína árlegu alþjóðaráðstefnu, World Economic Forum, í bænum Davos í Sviss. Einnig hafa samsvarandi samkomur verið haldnar víðsvegar um heim, fyrir einstök svæði, lönd eða borgir. Þannig var evrópskur samfélagsvettvangur í Malmö í Svíþjóð í september og er frásögn af honum að finna vef MFÍK. anotherworld Það má segja að varnaðarorð þessara hreyfingar séu nú virkileg að koma fram í þeirri heimskreppu sem er að ríða yfir. Það þótti dapurleg stemning í Davos núna og efnahagskreppan setti að sjálfsögðu einnig svip á samkomuna í Belém. En þar var þó allt með öðrum brag, talsvert litríkari, og þar var haldið áfram umræðum undanfarinna ára um öðruvísi veröld en þá sem einkennst hefur af gróðahyggju, arðráni, rányrkju og hernaðarstefnu. Þar ríkti ekki söknuður eftir horfinni veröld heldur von um nýja og betri veröld. Fórum Social Mundial 2009 World Social Forum Terraviva - IPS-Inter Press Service www.wsftv.net Wsflibrary.org BBC: Brazil holds 'alternative Davos' Reuters: Leftist forum ends in Amazon; capitalism seen dying Pacific Free Press: S-O-S AMAZONIA: World Social Forum and Forest Defenders Unite Walden Bello: It is time to aim beyond capitalism

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun frá Samtökun hernaðarandstæðinga: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni yfir fréttum af laxveiðiferðum íslenskra banka- …

SHA_forsida_top

Hugað að viðhaldinu

Hugað að viðhaldinu

Sumarið er tími framkvæmda. Um þessar mundir er unnið að ýmis konar viðhaldsverkefnum í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Ferðasaga í Friðarhúsi

Ferðasaga í Friðarhúsi

Gríðarmiklar mótmælaaðgerðir voru skipulagðar í frönsku borginni Strasbourg í tengslum við sextíu ára afmæli Nató …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

Rússland hefur komið mikið við sögu alþjóðamála upp á síðkastið. Miðvikudagskvöldið 20. maí kl. 20 …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Til stuðnings flóttamanni

Til stuðnings flóttamanni

Stríðsátök og afleiðingar þeirra eru helstu ástæður þess að fólk neyðist til að flýja heimalönd …

SHA_forsida_top

1. maí í Friðarhúsi

1. maí í Friðarhúsi

Hið árvissa og sívinsæla 1. maí kaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf - einstakt tilboð til 30. apríl

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf - einstakt tilboð til 30. apríl

Eftir 30. apríl hækkar hlutur í Friðarhúsi SHA ehf úr 10 þúsund krónum í …

SHA_forsida_top

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi fimmtudaginn 16. apríl kl. 20. Evrópusambandið hefur tekið örum breytingum …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Fundur í söguhópi í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

Í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 hefur verið sett hefur verið upp myndlistarsýningin 1949 til 2009: Frá …