BREYTA

Alþjóðlegar aðgerðir undirbúnar

20_marsÞann tuttugasta mars nk. verða þrjú ár liðin frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja þeirra hófst í Írak. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar ráðamanna á Vesturlöndum um að hylli undir lok hernaðarins í landinu, er fátt sem bendir til að sú sé raunin. Þvert á móti berast daglega fregnir af mannskæðum árásum og áframhald þeirrar mannskæðu borgarastyrjaldar sem gagnrýnendur innrásarinnar spáðu fyrir um í upphafi. Á ársafmæli stríðsins efndu friðarhreyfingar víða um lönd til aðgerða þar sem þess var krafist að látið yrði af hernaðinum og að hernámsliðið færi brott. Ári síðar endurtóku þær leikinn, en í bæði skiptin var gríðarleg þátttaka í hinum alþjóðlegu mótmælum. Ákveðið hefur verið að dagana 18.-20. mars verði mótmæli af þessu tagi og rignir nú inn fréttum af borgum og bæjum víða um heim þar sem andstæðingar stríðsins láta ljós sitt skína. Hér á landi voru haldnar eftirminnilegar aðgerðir í tengslum við mótmæli þessi bæði í fyrra og hitteðfyrra. 2004 voru Óskapa-verðlaunin afhent á tröppum Stjórnarráðsins, þar sem veittar voru viðurkenningar í flokkum á borð við "aumasti lygarinn" og "ósvífnasti stríðsgróðapungurinn". Aðgerðirnar 2005 voru öllu alvörugefnari, en þar voru nöfn fjölda fórnarlamba stríðsins næld í stóran, svartan segldúk og hann borinn um miðbæinn. Báðar aðgerðirnar voru afar fjölmennar. Miðvikudagskvöldið 18. janúar verður fyrsti formlegi undirbúningsfundur aðgerðanna í mars haldinn í Friðarhúsi á horni Snorrabrautar og Njálsgötu. Þar munu verður velt upp hugmyndum varðandi það með hvaða hætti unnt sé að mótmæla stríðinu þannig að eftir verði tekið. Allir velkomnir.

Færslur

SHA_forsida_top

Af vörnum landsins

Af vörnum landsins

Eftirfarandi grein Rúnars Sveinbjörnssonar birtist í vefritinu Ögmundur.is 16. júní 2008 Nú er búið að …

SHA_forsida_top

RÚST - Skapandi Andspyrna - Nauðsynleg Skemmilegging

RÚST - Skapandi Andspyrna - Nauðsynleg Skemmilegging

Pólitísk listahátíð 19.-22. júní Í dag, 19. júní, hefst pólitísk listahátíð í Reykjavík, þar sem …

SHA_forsida_top

Samstaða gegn gagnflaugakerfi í Tékklandi

Samstaða gegn gagnflaugakerfi í Tékklandi

Næstkomandi sunnudag, 22. júní, verður alþjóðlegt átak til stuðnings baráttunni gegn fyrirhugaðri uppsetningu gagneldflauga í …

SHA_forsida_top

Varnarmálastofnun í þágu NATO

Varnarmálastofnun í þágu NATO

Eftirfarandi grein Steingríms J. Sigfússonar alþingismanns birtist í Morgunblaðinu 11. júní 2008. Í tilefni þess …

SHA_forsida_top

„Það er okkar að skrifa söguna“

„Það er okkar að skrifa söguna“

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 12. júní 2008. Undir þessari fyrirsögn skrifaði Ingibjörg …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherrann og hernaðarhyggjan

Utanríkisráðherrann og hernaðarhyggjan

eftir Einar Ólafsson Í Morgunblaðinu 3. júní birtist grein eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, undir …

SHA_forsida_top

Alþingi hvetur til að fangabúðunum í Guantánamo verði lokað

Alþingi hvetur til að fangabúðunum í Guantánamo verði lokað

Aðfararnótt föstudagsins 30. maí samþykkti Alþingi einum rómi eftirfarandi ályktun: Alþingi fordæmir ómannúðlega meðferð á …

SHA_forsida_top

Píningarbekkur á Austurvelli

Píningarbekkur á Austurvelli

Á morgun, föstudag, kemur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stutta heimsókn til Íslands til fundar með hérlendum …

SHA_forsida_top

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 30. maí n.k. Systa býður uppá sumarkjötrétt og sumarsalöt. Matseðillinn: …

SHA_forsida_top

Condoleezza Rice ber ábyrgð á pyntingum fanga

Condoleezza Rice ber ábyrgð á pyntingum fanga

Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanleg til Íslands næstkomandi föstudag til fundar við utanríkisráðherra Íslands, …

SHA_forsida_top

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 30. maí n.k. Systa býður uppá sumarkjötrétt og sumarsalöt. Guðrún …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, húsið opnar 18:30.

SHA_forsida_top

Kodd'í sleik, ekki í stríðsleik

Kodd'í sleik, ekki í stríðsleik

SHA_forsida_top

Matur ekki einkaþotur - matur ekki sprengjur

Matur ekki einkaþotur - matur ekki sprengjur

Samtökin "Matur ekki einkaþotur" gefa mat á Lækjartorgi klukkan 14 alla laugardaga. Þessi samtök, sem …