BREYTA

Alþjóðlegar aðgerðir undirbúnar

20_marsÞann tuttugasta mars nk. verða þrjú ár liðin frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja þeirra hófst í Írak. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar ráðamanna á Vesturlöndum um að hylli undir lok hernaðarins í landinu, er fátt sem bendir til að sú sé raunin. Þvert á móti berast daglega fregnir af mannskæðum árásum og áframhald þeirrar mannskæðu borgarastyrjaldar sem gagnrýnendur innrásarinnar spáðu fyrir um í upphafi. Á ársafmæli stríðsins efndu friðarhreyfingar víða um lönd til aðgerða þar sem þess var krafist að látið yrði af hernaðinum og að hernámsliðið færi brott. Ári síðar endurtóku þær leikinn, en í bæði skiptin var gríðarleg þátttaka í hinum alþjóðlegu mótmælum. Ákveðið hefur verið að dagana 18.-20. mars verði mótmæli af þessu tagi og rignir nú inn fréttum af borgum og bæjum víða um heim þar sem andstæðingar stríðsins láta ljós sitt skína. Hér á landi voru haldnar eftirminnilegar aðgerðir í tengslum við mótmæli þessi bæði í fyrra og hitteðfyrra. 2004 voru Óskapa-verðlaunin afhent á tröppum Stjórnarráðsins, þar sem veittar voru viðurkenningar í flokkum á borð við "aumasti lygarinn" og "ósvífnasti stríðsgróðapungurinn". Aðgerðirnar 2005 voru öllu alvörugefnari, en þar voru nöfn fjölda fórnarlamba stríðsins næld í stóran, svartan segldúk og hann borinn um miðbæinn. Báðar aðgerðirnar voru afar fjölmennar. Miðvikudagskvöldið 18. janúar verður fyrsti formlegi undirbúningsfundur aðgerðanna í mars haldinn í Friðarhúsi á horni Snorrabrautar og Njálsgötu. Þar munu verður velt upp hugmyndum varðandi það með hvaða hætti unnt sé að mótmæla stríðinu þannig að eftir verði tekið. Allir velkomnir.

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.

SHA_forsida_top

Vísindaferð í Friðarhúsi?

Vísindaferð í Friðarhúsi?

Friðarhús er frátekið þennan dag v. vís.ferðar háskólanema.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK verður haldinn þann 30. janúar kl. 19:00 í Friðarhúsinu (á horni Snorrabrautar og …

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Friðarhús er opið á löngum laugardegi. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni í dag.

SHA_forsida_top

Alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn 26. janúar

Alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn 26. janúar

Alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn (World Social Forum) er að þessu sinni ekki stór samkoma á …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Ísafirði

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Ísafirði

Í tólfta sinn var farin friðarganga á Þorláksmessu á Ísafirði. Þátttakendum hefur fjölgað ár frá …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Akureyri

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Akureyri

Blysför gegn stríði var farin í sjöunda sinn í röð á Akureyri á Þorláksmessu kl. …

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn og Samtök hernaðarandstæðinga óska landsmönnum árs og friðar

Friðarvefurinn og Samtök hernaðarandstæðinga óska landsmönnum árs og friðar

Því miður hafa vonir um heim án styrjalda og stríðsæsinga, án vígtóla og gegndarlausra hernaðarútgjalda, …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu

Hér gefur að líta ávarp Höllu Gunnarsdóttur blaðamanns, sem flutt var á Ingólfstorgi í lok …

SHA_forsida_top

Stóri sannleikur varnarmálanna

Stóri sannleikur varnarmálanna

eftir Einar Ólafsson Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 20. desember, en var send …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Samstarfshópur Friðarhreyfinga efnir til friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði

Friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði

Íslenskir friðarsinnar munu að venju standa að friðargöngum á Þorláksmessu. Tilkynnt hefur verið um friðargöngur …