BREYTA

Alþjóðlegar aðgerðir undirbúnar

20_marsÞann tuttugasta mars nk. verða þrjú ár liðin frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja þeirra hófst í Írak. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar ráðamanna á Vesturlöndum um að hylli undir lok hernaðarins í landinu, er fátt sem bendir til að sú sé raunin. Þvert á móti berast daglega fregnir af mannskæðum árásum og áframhald þeirrar mannskæðu borgarastyrjaldar sem gagnrýnendur innrásarinnar spáðu fyrir um í upphafi. Á ársafmæli stríðsins efndu friðarhreyfingar víða um lönd til aðgerða þar sem þess var krafist að látið yrði af hernaðinum og að hernámsliðið færi brott. Ári síðar endurtóku þær leikinn, en í bæði skiptin var gríðarleg þátttaka í hinum alþjóðlegu mótmælum. Ákveðið hefur verið að dagana 18.-20. mars verði mótmæli af þessu tagi og rignir nú inn fréttum af borgum og bæjum víða um heim þar sem andstæðingar stríðsins láta ljós sitt skína. Hér á landi voru haldnar eftirminnilegar aðgerðir í tengslum við mótmæli þessi bæði í fyrra og hitteðfyrra. 2004 voru Óskapa-verðlaunin afhent á tröppum Stjórnarráðsins, þar sem veittar voru viðurkenningar í flokkum á borð við "aumasti lygarinn" og "ósvífnasti stríðsgróðapungurinn". Aðgerðirnar 2005 voru öllu alvörugefnari, en þar voru nöfn fjölda fórnarlamba stríðsins næld í stóran, svartan segldúk og hann borinn um miðbæinn. Báðar aðgerðirnar voru afar fjölmennar. Miðvikudagskvöldið 18. janúar verður fyrsti formlegi undirbúningsfundur aðgerðanna í mars haldinn í Friðarhúsi á horni Snorrabrautar og Njálsgötu. Þar munu verður velt upp hugmyndum varðandi það með hvaða hætti unnt sé að mótmæla stríðinu þannig að eftir verði tekið. Allir velkomnir.

Færslur

SHA_forsida_top

Reykjanesbær hyggst ekki komast yfir kjarnorkuvopn

Reykjanesbær hyggst ekki komast yfir kjarnorkuvopn

Eftirfarandi frétt birtist í Víkurfréttum 11. jan. 2006, sjá: http://vf.is/frettir/numer/29830/default.aspx „Íbúar Reykjanesbæjar geta sofið …

SHA_forsida_top

Útúrsnúningar bæjarfulltrúans

Útúrsnúningar bæjarfulltrúans

Á vef Víkurfrétta, fimmtudaginn 11. janúar sl., mátti lesa frásögn af umræðum í bæjarstjórn Reykjanesbæjar …

SHA_forsida_top

Leynist í þér rótari?

Leynist í þér rótari?

Samtök hernaðarandstæðinga hafa á síðustu misserum komið sér upp góðu hljóðkerfi fyrir fundi af ýmsu …

SHA_forsida_top

Amnesty mótmælir á Lækjartorgi

Amnesty mótmælir á Lækjartorgi

Fimmtudaginn 11. janúar n.k. verða fimm ár liðin frá því að Bandaríkjaher flutti fyrstu fangana …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur f. 8. mars

Undirbúningsfundur f. 8. mars

MFÍK heldur undirbúningsfund í Friðarhúsi fyrir 8. mars.

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Ástralía

HM, Ísland:Ástralía

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi. Ísland og Ástralía …

SHA_forsida_top

Frá miðnefnd SHA

Frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga kom saman til fundar s.l. fimmtudag. Rétt er að minna á að …

SHA_forsida_top

Hljóðkerfisnámskeið SHA

Hljóðkerfisnámskeið SHA

Samtök hernaðarandstæðinga eiga öflugt hljóðkerfi fyrir fundi og samkomur. Nú gefst félagsmönnum tækifæri til að …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í kvöld í útleigu til einkaaðila.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðarmiðstöð á Suðurnesjum

Friðarmiðstöð á Suðurnesjum

Eftirfarandi grein eftir Þórarinn Eyfjörð birtist í Morgunblaðinu 27. desember 2006. Hún er birt …

SHA_forsida_top

Friðarávarp frá Ísafirði

Friðarávarp frá Ísafirði

Við lok friðargöngu á Ísafirði á Þorláksmessu flutti Eiríkur Örn Norðdahl skáld og blaðamaður ávarp: …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA í Ísafold

Landsfundur SHA í Ísafold

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga var haldinn í lok nóvember. Erla Hlynsdóttir, blaðakona á tímaritinu Ísafold, sat …

SHA_forsida_top

Ávarp við lok friðargöngu á Þorláksmessu

Ávarp við lok friðargöngu á Þorláksmessu

Falasteen Abu Libdeh flutti ávarp á Lækjartorgi við lok friðargöngunnar á Þorláksmessu. Það birtist hér …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur Indymedia.is

Undirbúningsfundur Indymedia.is

Fundur á vegum undirbúningshóps Indymedia.is