BREYTA

Alþjóðlegu samfélagsþingunum í Bamako og Caracas lokið

Foro Social Mundial 2006 Eins og komið hefur fram hér á síðunni er Alþjóðlega samfélagsþingið – World Social Forum – að þessu sinni haldið í þrennu lagi á þremur stöðum: í Bamako í Malí, Caracas í Venesúela og Karachi í Pakistan. Á síðastnefnda staðnum verður þingið haldið í mars en þingið í Bamako stóð dagana 19.-23. janúar og í Caracas 24.-29. janúar. Þetta er sjötta skiptið sem Alþjóðlega samfélagsþingið er haldið. Það var fyrst haldið í Porto Alegre í Brasilíu árið 2001 og þar hefur það alltaf verið haldið þar til nú utan árið 2004 þegar það var í Mumbai á Indlandi. Þrátt fyrir gífurlegan fjölda sem hefur sótt þessi þing, yfir 100 þúsund manns á síðustu árum, hefur sáralítið frést af þeim hingað til Íslands. Að þessu sinni sóttu a.m.k. þrír Íslendingar þingin, Viðar Þorsteinsson, námsmaður í Bretlandi, fór til Caracas og Alistair Ingi Grétarsson og Halla Gunnarsdóttir til Bamako en nokkrar greinar hafa birst að undanförnu eftir Höllu frá Bamako í Morgunblaðinu. Við munum væntanlega segja nánar frá þessum þingum á næstunni og megum vænta þess að þau Alistair Ingi og Halla segi okkur frá för sinni í Friðarhúsinu þegar þau koma heim. www.forumsocialmundial.org.br www.fsmmali.org www.forosocialmundial.org.ve www.ipsterraviva.net/tv/wsf2006/default.asp

Færslur

SHA_forsida_top

Nanna og Ingibjörg í Friðarhúsi

Nanna og Ingibjörg í Friðarhúsi

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudag, 25. janúar. Nanna Rögnvaldardóttir stýrir eldamennskunni og …

SHA_forsida_top

Nýliðafundur SHA

Nýliðafundur SHA

Nýir og ungir félagar í SHA hittast og bera saman bækur sínar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Kynningarfundur í MH

Kynningarfundur í MH

Fulltrúar SHA heimsækja Menntaskólann í Hamrahlíð.

SHA_forsida_top

Austur-evrópskt þema á málsverði

Austur-evrópskt þema á málsverði

Matseðillinn í Friðarhúsi n.k. föstudagskvöld verður með áustur-evrópsku sniði: * Ungversk gúllassúpa með paprikusnúðum og …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Nanna Rögnvaldardóttir sér um matseldina að þessu sinni.

SHA_forsida_top

Einhugur um fordæmingu á fangabúðunum í Guantanamo

Einhugur um fordæmingu á fangabúðunum í Guantanamo

Almenn samstaða virtist vera á Alþingi í gær, 17. janúar, um þingsályktunartillögu um fordæmingu á …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnalaus sveitarfélög

Kjarnorkuvopnalaus sveitarfélög

Árið 2001 fóru Samtök herstöðvaandstæðinga þess á leit við sveitarstjórnir um allt land að þær …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Athyglisverð viðbrögð frá Reykjanesbæ

Athyglisverð viðbrögð frá Reykjanesbæ

Á liðnum árum hafa Samtök hernaðarandstæðinga haft forgöngu um að fá sveitarstjórnir til að lýsa …

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Friðarhús er opið á löngum laugardegi. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Friðarhús er opið á löngum laugardegi. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Friðarhús er opið á löngum laugardegi. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.