BREYTA

Alþjóðlegu samfélagsþingunum í Bamako og Caracas lokið

Foro Social Mundial 2006 Eins og komið hefur fram hér á síðunni er Alþjóðlega samfélagsþingið – World Social Forum – að þessu sinni haldið í þrennu lagi á þremur stöðum: í Bamako í Malí, Caracas í Venesúela og Karachi í Pakistan. Á síðastnefnda staðnum verður þingið haldið í mars en þingið í Bamako stóð dagana 19.-23. janúar og í Caracas 24.-29. janúar. Þetta er sjötta skiptið sem Alþjóðlega samfélagsþingið er haldið. Það var fyrst haldið í Porto Alegre í Brasilíu árið 2001 og þar hefur það alltaf verið haldið þar til nú utan árið 2004 þegar það var í Mumbai á Indlandi. Þrátt fyrir gífurlegan fjölda sem hefur sótt þessi þing, yfir 100 þúsund manns á síðustu árum, hefur sáralítið frést af þeim hingað til Íslands. Að þessu sinni sóttu a.m.k. þrír Íslendingar þingin, Viðar Þorsteinsson, námsmaður í Bretlandi, fór til Caracas og Alistair Ingi Grétarsson og Halla Gunnarsdóttir til Bamako en nokkrar greinar hafa birst að undanförnu eftir Höllu frá Bamako í Morgunblaðinu. Við munum væntanlega segja nánar frá þessum þingum á næstunni og megum vænta þess að þau Alistair Ingi og Halla segi okkur frá för sinni í Friðarhúsinu þegar þau koma heim. www.forumsocialmundial.org.br www.fsmmali.org www.forosocialmundial.org.ve www.ipsterraviva.net/tv/wsf2006/default.asp

Færslur

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss SHA. Borðhald hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Ætlar utanríkisráðherra bara að halda sama kúrsi?

Ætlar utanríkisráðherra bara að halda sama kúrsi?

Því ber að fagna að utanríkisráðherra ítrekar í erindi sínu á ráðstefnu í Norræna húsinu …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra fjallar um nýtt skeið í öryggis- og varnarmálum

Utanríkisráðherra fjallar um nýtt skeið í öryggis- og varnarmálum

Við leyfum okkur að birta hér hluta úr erindi sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt …

SHA_forsida_top

„Kapphlaupið á Norðurpólinn“

„Kapphlaupið á Norðurpólinn“

Um breytingar á stöðu Íslands og norðurlandanna í varnar- og öryggismálum Fyrirlestrar í samvinnu við …

SHA_forsida_top

Þingmenn deila um varnarmál

Þingmenn deila um varnarmál

Eftirfarandi grein Árna Páls Árnasonar þingmanns Samfylkingarinnar og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis birtist í Morgunblaðinu 23. …

SHA_forsida_top

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Vinur okkar, Milan Rai, hefur nú verið fangelsaður í annað sinn á tveimur árum. Milan …

SHA_forsida_top

„Þetta er herinn sem byssustingjum beinir að…

„Þetta er herinn sem byssustingjum beinir að…

eftir Árna Þór Sigurðsson alþingismann Birtist í Morgunblaðinu 19. ágúst … börnum og …

SHA_forsida_top

Nató-fenið í Afganistan

Nató-fenið í Afganistan

eftir Steingrím J. Sigfússon Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Nató-leiðangurinn í Afganistan, …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning á vegum SHA og Slagsíðunnar.

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Fimmtudagsbíó - aðdragandi Júgóslavíustríðsins

Fimmtudagsbíó - aðdragandi Júgóslavíustríðsins

Fimmtudagskvöldið 23. ágúst standa Samtök hernaðarandstæðinga fyrir kvikmyndasýningu í Friðarhúsi í samvinnu við aðstandendur bókabúðarinnar …

SHA_forsida_top

Útrýmum kjarnavopnum

Útrýmum kjarnavopnum

eftir Katrínu Jakobsdóttur Birtist í Fréttablaðinu 9. ágúst 2007 Í kvöld verður þess …

SHA_forsida_top

Hvenær hætta þeir að drepa?

Hvenær hætta þeir að drepa?

Eftirfarandi grein Guðmundar R. Jóhannssonar birtist á vefritinu ogmundur.is 19. ágúst 2007 Rússarnir eru komnir …

SHA_forsida_top

Vantar óvin

Vantar óvin

eftir Sigurð Flosason, gjaldkera SHA Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Við hvað …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna hernaðarflugs Rússa

Ályktun SHA vegna hernaðarflugs Rússa

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla flugi rússneskra herþotna við strendur Íslands. Æfinga- og eftirlitsflug á borð við …