BREYTA

Alþjóðlegu samfélagsþingunum í Bamako og Caracas lokið

Foro Social Mundial 2006 Eins og komið hefur fram hér á síðunni er Alþjóðlega samfélagsþingið – World Social Forum – að þessu sinni haldið í þrennu lagi á þremur stöðum: í Bamako í Malí, Caracas í Venesúela og Karachi í Pakistan. Á síðastnefnda staðnum verður þingið haldið í mars en þingið í Bamako stóð dagana 19.-23. janúar og í Caracas 24.-29. janúar. Þetta er sjötta skiptið sem Alþjóðlega samfélagsþingið er haldið. Það var fyrst haldið í Porto Alegre í Brasilíu árið 2001 og þar hefur það alltaf verið haldið þar til nú utan árið 2004 þegar það var í Mumbai á Indlandi. Þrátt fyrir gífurlegan fjölda sem hefur sótt þessi þing, yfir 100 þúsund manns á síðustu árum, hefur sáralítið frést af þeim hingað til Íslands. Að þessu sinni sóttu a.m.k. þrír Íslendingar þingin, Viðar Þorsteinsson, námsmaður í Bretlandi, fór til Caracas og Alistair Ingi Grétarsson og Halla Gunnarsdóttir til Bamako en nokkrar greinar hafa birst að undanförnu eftir Höllu frá Bamako í Morgunblaðinu. Við munum væntanlega segja nánar frá þessum þingum á næstunni og megum vænta þess að þau Alistair Ingi og Halla segi okkur frá för sinni í Friðarhúsinu þegar þau koma heim. www.forumsocialmundial.org.br www.fsmmali.org www.forosocialmundial.org.ve www.ipsterraviva.net/tv/wsf2006/default.asp

Færslur

SHA_forsida_top

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí Fjölmenni var í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí, …

SHA_forsida_top

Úlfshamir og sauðagærur

Úlfshamir og sauðagærur

Um samfelluna í utanríkisstefnu Bandaríkjanna Stefán Pálsson, formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga, skrifaði grein á vefritið Múrinn …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11.

SHA_forsida_top

Munið morgunkaffið í Friðarhúsi 1. maí

Munið morgunkaffið í Friðarhúsi 1. maí

Að morgni 1. maí verður að venju morgunkaffi SHA. Það hefst kl. 11 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

1. maí: baráttudagur verkalýðsins, baráttudagur fyrir friði

1. maí: baráttudagur verkalýðsins, baráttudagur fyrir friði

Ritstjórnargrein Herstöðvaandstæðingar hafa löngum látið mikið á sér bera í kröfugöngu verkalýðsfélaganna 1. maí. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi stendur yfir pottunum á fjáröflunarmálsverði Friðarhúss. Borðhald hefst. kl. 19.

SHA_forsida_top

Morgunfundur 1. maí á Akureyri

Morgunfundur 1. maí á Akureyri

Morgunfundur 1. maí 2006 Mongo sportbar, Kaupangi kl. 10.30 Stefna – félag vinstri manna heldur …

SHA_forsida_top

Upplausn bandamannaraka

Upplausn bandamannaraka

eftir Hugin Frey Þorsteinsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 21. apríl 2006 Síðastliðin 60 …

SHA_forsida_top

Friður, réttlæti og lýðræði - New York 29. apríl

Friður, réttlæti og lýðræði - New York 29. apríl

Laugardaginn 29. apríl verður fjöldaganga og útifundur í New York fyrir friði, réttlæti og lýðræði. …

SHA_forsida_top

Munið morgunkaffið 1. maí

Munið morgunkaffið 1. maí

Að morgni 1. maí verður að venju morgunkaffi SHA. Það hefst kl. 11 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Málsverður og morgunkaffi

Málsverður og morgunkaffi

Föstudagskvöldið 28. apríl verður fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi þar sem Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi sér um eldamennsku. …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórn Friðarhúss fundar til að undirbúa aðalfund.

SHA_forsida_top

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Í dag, 26. apríl, setjast fulltrúar íslensku ríkisstjórnarinnar aftur niður með fulltrúum frá Bandaríkjunum til …

SHA_forsida_top

Spjallfundur um komandi haust

Spjallfundur um komandi haust

Almennur félagsfundur SHA til að ræða verkefni haustsins. Er herinn á förum? Hvernig er best …

SHA_forsida_top

Á döfinni

Á döfinni

Það er margt á seyði hjá SHA næstu vikuna, þótt sumarið sé komið smkv. dagatalinu. …