BREYTA

Ályktanir Landsfundar SHA 2021

Ályktun um vígbúnað á norðurslóðum

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn 29. maí 2021, varar við síauknum hernaðarumsvifum á Norðurslóðum. Þeirra sér m.a. stað á Grænlandi, í Færeyjum, í Noregi og á Íslandi. Nálega stöðug viðvera hermanna á Keflavíkurflugvelli, reglubundnar heræfingar og sífelldar fréttir af draumum ýmissa aðila um stórfellda hernaðaruppbyggingu hér á landi eru áminning um mikilvægi baráttunnar gegn her í landi. Umhverfis Ísland sigla kjarnorkukafbátar með ógurlegum eyðileggingarmætti og mengunarhættu og eiga í stöðugum eltingaleikjum við eftirlitsvélar Bandaríkjamanna sem hér eru tíðir gestir og illir. Vígvæðing norðurslóða er grafalvarleg ógn við náttúru jafnt sem öryggi íbúa svæðisins. Ísland á að tala máli afvopnunar í þessum heimshluta og ganga á undan með góðu fordæmi með því að banna heræfingar, friðlýsa landið og lögsöguna fyrir skaðræðisvopnum og segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin tafarlaust.

Ályktun um kjarnorkuafvopnun

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn 29. maí 2021 krefst þess að íslensk stjórnvöld undirriti Sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum sem öðlaðist gildi 22. janúar síðastliðinn. Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga í öllum flokkum styður undirritun sáttmálans og fjölmörg félagasamtök úr öllum geirum hafa hvatt til þess. Við hvetjum stjórnmálaflokka og frambjóðendur til Alþingis til að taka undirritun sáttmálans upp fyrir næstu kosningar svo Ísland geti gengið í lið með þeim 54 löndum sem hafa bannað kjarnorkuvopn og hverskyns fluttning á þeim, eða stuðning við framleiðslu þeirra og dreifingu. Í því samhengi er minnt á að Nató er kjarnorkubandalag og helsta hindrunin í vegi þess að Ísland skrifi undir sáttmálann. Jafnframt lýsir landsfundur yfir áhyggjum af þróun og framleiðslu kjarnorkuveldanna á nýjum kjarnorkuvopnum. Landsfundur leggur einnig áherslu á nauðsyn þess að taka aftur upp samninga um kjarnorkuafvopnun, t.d. Samninginn við Íran og um bann við meðaldrægum kjarnorkuvopnum sem Bandaríkin sögðu upp árið 2018 og 2019, með alvarlegum afleiðingum fyrir öryggi heimsins. Við mælumst til þess að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir þessu á alþjóðavettvangi enda hafa allar þjóðir hagsmuni af því að draga úr líkum á beitingu kjarnorkuvopna.

Færslur

SHA_forsida_top

Opinn fundur með Dr. Amal Jadou

Opinn fundur með Dr. Amal Jadou

Við viljum vekja athygli félaga á fundi sem félagið Ísland Palestína ásamt fleirum stendur fyrir …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð Friðarhúss, 27. nóv.

Jólahlaðborð Friðarhúss, 27. nóv.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina. Glæsilegt hlaðborð: * Heimalöguð sænsk jólaskinka með kartöflusalati, og …

SHA_forsida_top

Jemen: týnda stríðið

Jemen: týnda stríðið

Félagsfundur SHA mánudaginn 23. nóv. kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Harðvítugt borgarastríð geisar nú …

SHA_forsida_top

Flóttafólkið og ábyrgð okkar: vitnisburður af vettvangi

Flóttafólkið og ábyrgð okkar: vitnisburður af vettvangi

  Félagsfundur í Friðarhúsi fimmtudagskvöldið 19.nóv. kl. 20 Stöðugt dynja á okkur fréttir af málefnum …

SHA_forsida_top

Friðarvika SGI í Bæjarbíói

Friðarvika SGI í Bæjarbíói

Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á þessari samkomu á vegum friðarsamtakanna SGI, sem hafa um árabil …

SHA_forsida_top

Haustverður Friðarhúss - 30.okt.

Haustverður Friðarhúss - 30.okt.

Sjálfbærni – nýtni – friður Haustið er tími uppskerunnar og tími breytinga. Föstudagskvöldið 30. október …

SHA_forsida_top

Flóttamannasprengingin – orsakir og afleiðingar

Flóttamannasprengingin – orsakir og afleiðingar

Þórarinn Hjartarson flutti meðfylgjandi erindi þann 17. október sl. Fyrst eru það nokkrar staðreyndir sem …

SHA_forsida_top

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Siðferðislegt gjaldþrot hernaðar Nató-ríkja í Afganistan var fullkomnað á dögunum með árás Bandaríkjahers á sjúkrahús …

SHA_forsida_top

Flóttamannasprengingin - Orsakir og afleiðingar

Flóttamannasprengingin - Orsakir og afleiðingar

Opinn fundur í Friðarhúsi laugardaginn 17. október kl. 14. Tengist flóttamannastraumurinn til Evrópu endurnýjaðri …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður

Friðarmálsverður

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 25. september. Harpa Stefánsdóttir og Ármann Gunnarsson …

SHA_forsida_top

Nýliðakvöld

Nýliðakvöld

Þriðjudaginn 15. september kl. 20 verður haldið nýliðakvöld Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsinu. Þar gefst nýjum …

SHA_forsida_top

Búum til þúsund pappírströnur!

Búum til þúsund pappírströnur!

Margir hafa vafalítið heyrt söguna af Sadako Sasaki, japönsku stúlkunni sem var fórnarlamb kjarnorkusprengjunnar í …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma: Trönugerð friðarsinnans

Aldrei aftur Hírósíma: Trönugerð friðarsinnans

Friðarhús verður opið á Menningarnótt Reykjavíkur þann 22. ágúst n.k. frá kl. 13 til 16. …

SHA_forsida_top

Ræða á kertafleytingu á Akureyri

Ræða á kertafleytingu á Akureyri

Valgerður H. Bjarnadóttir trúarbragðafræðingur flutti ávarp á kertafleytingu á Akureyri fimmtudaginn 6. ágúst 2015. Kæru …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Steinunn Þóra Árnadóttir alþingismaður og friðarsinni flutti eftirfarandi ávarp við Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Ágæta …