BREYTA

Ályktanir Landsfundar SHA 2021

Ályktun um vígbúnað á norðurslóðum

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn 29. maí 2021, varar við síauknum hernaðarumsvifum á Norðurslóðum. Þeirra sér m.a. stað á Grænlandi, í Færeyjum, í Noregi og á Íslandi. Nálega stöðug viðvera hermanna á Keflavíkurflugvelli, reglubundnar heræfingar og sífelldar fréttir af draumum ýmissa aðila um stórfellda hernaðaruppbyggingu hér á landi eru áminning um mikilvægi baráttunnar gegn her í landi. Umhverfis Ísland sigla kjarnorkukafbátar með ógurlegum eyðileggingarmætti og mengunarhættu og eiga í stöðugum eltingaleikjum við eftirlitsvélar Bandaríkjamanna sem hér eru tíðir gestir og illir. Vígvæðing norðurslóða er grafalvarleg ógn við náttúru jafnt sem öryggi íbúa svæðisins. Ísland á að tala máli afvopnunar í þessum heimshluta og ganga á undan með góðu fordæmi með því að banna heræfingar, friðlýsa landið og lögsöguna fyrir skaðræðisvopnum og segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin tafarlaust.

Ályktun um kjarnorkuafvopnun

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn 29. maí 2021 krefst þess að íslensk stjórnvöld undirriti Sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum sem öðlaðist gildi 22. janúar síðastliðinn. Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga í öllum flokkum styður undirritun sáttmálans og fjölmörg félagasamtök úr öllum geirum hafa hvatt til þess. Við hvetjum stjórnmálaflokka og frambjóðendur til Alþingis til að taka undirritun sáttmálans upp fyrir næstu kosningar svo Ísland geti gengið í lið með þeim 54 löndum sem hafa bannað kjarnorkuvopn og hverskyns fluttning á þeim, eða stuðning við framleiðslu þeirra og dreifingu. Í því samhengi er minnt á að Nató er kjarnorkubandalag og helsta hindrunin í vegi þess að Ísland skrifi undir sáttmálann. Jafnframt lýsir landsfundur yfir áhyggjum af þróun og framleiðslu kjarnorkuveldanna á nýjum kjarnorkuvopnum. Landsfundur leggur einnig áherslu á nauðsyn þess að taka aftur upp samninga um kjarnorkuafvopnun, t.d. Samninginn við Íran og um bann við meðaldrægum kjarnorkuvopnum sem Bandaríkin sögðu upp árið 2018 og 2019, með alvarlegum afleiðingum fyrir öryggi heimsins. Við mælumst til þess að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir þessu á alþjóðavettvangi enda hafa allar þjóðir hagsmuni af því að draga úr líkum á beitingu kjarnorkuvopna.

Færslur

SHA_forsida_top

Að finna Mefistófeles

Að finna Mefistófeles

Ármann Jakobsson fjallar um kvikmyndina Lord of War Í raun segja fyrstu mínúturnar alla sögu. …

SHA_forsida_top

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

17. nóvember sl. gerðu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Rúmeníu með sér samkomulag um að settar yrðu …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 11-14

Skrifstofa SHA opin 11-14

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin milli kl. 11 og 15. Félagsmenn skiptast á að …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni - Saga frá Hírósíma

Blómin í ánni - Saga frá Hírósíma

Það er gleðiefni fyrir friðarsinna að nú skuli loksins vera fáanleg á ný skáldsagan Blómin …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sinnar árlegu bókmenntakynningar í nýju húsnæði MÍR, á …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

SHA_forsida_top

Þorláksmessuganga undirbúin

Þorláksmessuganga undirbúin

Samstarfshópur friðarhreyfinga mun að venju standa fyrir friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Aðgerð þessi er …

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Spurningakeppni SHA, Friðarpípan, verður haldin í annað sinn í Friðarhúsi laugardaginn 17. desember og hefst …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur vegna Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga heldur undirbúningsfund vegna friðargöngu á Þorláksmessu 2005 í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 20 …

SHA_forsida_top

Skiltamálun í Friðarhúsi

Skiltamálun í Friðarhúsi

Það er markmið margra í lífinu að skrá hitt og þetta á spjöld sögunnar. Á …

SHA_forsida_top

Skiltamálun í Friðarhúsi

Skiltamálun í Friðarhúsi

Herstöðvaandstæðingar taka til í skiltageymslunni, mála ný kröfuspjöld en endurnýja önnur. Hefst kl. 20 og …

SHA_forsida_top

Elsta íslenska friðarhreyfingin

Elsta íslenska friðarhreyfingin

Það er fátítt að íslensk félagasamtök geti talið starfstíma sinn í áratugum, einkum þegar um …

SHA_forsida_top

Spurningakeppni friðarsinnans

Spurningakeppni friðarsinnans

SHA kynnir til sögunnar nýjung í félagsstarfi sínu. Spurningakeppni á laugardagseftirmiðdegi, þar sem gestir og …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

Í hverjum mánuði er efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi til að standa undir rekstri og …