BREYTA

Ályktanir landsfundar SHA 2022

Ísland úr Nató!

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn laugardaginn 2. apríl 2022, minnir á kröfuna um úrsögn Íslands úr Atlantshafsbandalaginu. Atburðir síðustu vikna, með stríðinu í Úkraínu, sýna rækilega fram á fánýti hernaðarbandalaga. Rússar skáka í skjóli kjarnorkuvopnaeignar sinnar, á nákvæmlega sama hátt og Nató byggir hernaðarstefnu sína á kjarnorkuvopnum, sem bandalagið áskilur sér rétt til að beita að fyrra bragði. Hver sá sem fordæmir yfirgang Rússlands hlýtur jafnframt að mótmæla þessum hornsteini í hernaðarstefnu Nató. Stríðið í Úkraínu er nýjasta birtingarmyndin af íhlutunarstefnu stórveldanna, þeirri sömu íhlutunarstefnu og fram hefur komið í innrásum Nató-herja, svo sem í Líbýu. Og skemmst er að minnast þess hvernig ástand tveggja áratuga herseta Nató í Afganistan hefur skilið eftir sig. Öryggi Íslands verður best tryggt með því að standa utan hernaðarbandalaga, hafna hvers kyns vígvæðingu og stugga hernaðartólum á brott úr landhelginni í stað þess að bjóða þeim hingað til heræfinga eins og nú standa yfir. Það er varasamt að þvæla þannig saman borgaralegum vörnum landsins og hernaðarbrölti Bandaríkjanna. Samþykkt Íslands á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann  við kjarnorkuvopnum, sem er skýlaus krafa SHA, væri mun farsælla skref til friðsælli framtíðar.  

Tafarlausan frið í Úkraínu

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn laugardaginn 2. apríl 2022 fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og krefst tafarlausra friðarsamninga til að draga úr þjáningum almennra borgara. Stríðið í Úkraínu er það alvarlegasta í Evrópu frá tímum átakanna á Balkanskaga á tíunda áratug síðustu aldar. Kjarnorkuveldi hefur ráðist inn í nágrannaland sitt með það að markmiði að breyta landamærum þess með hervaldi. Stríðinu í Úkraínu mun ekki ljúka nema við samningaborðið. Allar vonir um að lausn stríðsins náist með stigmögnun hernaðarátaka og fleiri vopnum eru tálsýn ein. Allra leiða verður að leita til að ná tafarlausu vopnahléi og í kjölfarið friðarsamningum til að afstýra áframahaldandi þjáningum almennings í Úkraínu. Öryggi heimsins alls er að veði. Samtök hernaðarandstæðinga hvetja stjórnvöld til að axla sína ábyrgð í að taka á móti flóttafólki vegna stríðsins í Úkraínu. Ekki er síður mikilvægt að taka á móti þeim mönnum, frá báðum fylkingum, sem samvisku sinnar vegna neita að taka þátt í stríðsátökum.

Færslur

SHA_forsida_top

Sprengjurnar

Sprengjurnar

Uppgjöf Japana var yfirvofandi, það var í raun engin ástæða fyrir okkur að beita þessu …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

60 ár verða senn liðin frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. Afmæli þessara hræðilegu sprenginga, …

SHA_forsida_top

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því …

SHA_forsida_top

SHA andæfa herskipaheimsókn

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og árétta að …

SHA_forsida_top

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

Hryðjuverkin í Lundúnum í morgun, þann 7. júlí 2005, eru óafsakanleg. Slíkan verknað, sem bitnar …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Bulletin of the Atomic Scientist er virtasta tímarit á sviði umfjöllunar um kjarnorkuvopnamál. Tímaritið er …

SHA_forsida_top

Ályktun frá miðnefnd SHA

Ályktun frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir misbeitingu lögreglu og dómstóla á gæsluvarðhaldi yfir Bretanum Paul Gill vegna …

SHA_forsida_top

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrárnefnd fundar

Stjórnarskrárnefnd fundar

Um helgina efnir stjórnarskárnefnd til málþings, þar sem fulltrúar ýmissa félagasamtaka sem gert hafa athugasemdir …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um bann …

SHA_forsida_top

Listi þeirra sem sáu að sér

Listi þeirra sem sáu að sér

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll fimmtudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er …