BREYTA

Ályktanir landsfundar SHA

Ályktun um herlaust land Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn 18. mars 2017 minnir á hve jákvætt skref var stigið fyrir rúmum áratug þegar bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði var lokað. Herstöðin var hluti af vígbúnaðarneti Bandaríkjanna og þjónaði markmiðum heimsvaldastefnunnar. Föst vera erlends herliðs á landinu var jafnframt hrein ógn við öryggi landsmanna. SHA vara við allri viðleitni í þá átt að endurvekja herstöðina í nokkurri mynd. Ljóst er að jafnt í bandaríska sem íslenska stjórnkerfinu er vilji fyrir slíku og eru framkvæmdir við flugskýli á Keflavíkurflugvelli til marks um það. SHA árétta andstöðu sína við öll hernaðarumsvif á Íslandi, þar á meðal flugæfingar þær sem ganga undir nafninu loftrýmisgæsla. Þá minna samtökin á kröfu sína um að varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna verði sagt upp. * * * Ályktun um stríð í Miðausturlöndum Sex ár eru um þessar mundir frá upphafi stríðsins í Sýrlandi. Það hefur kallað ólýsanlegar hörmungar yfir íbúa landsins og lagt flesta innviði þess í rúst. Stríðsaðilar verða tafarlaust að leggja niður vopn, enda löngu ljóst að ekki verður bundinn endir á ofbeldið nema með samningum. Hörmungarnar í Sýrlandi eru jafnframt enn einn áfellisdómurinn yfir íhlutunarstefnu stórveldanna, sem ýta undir og blanda sér í deilur víðs vegar um lönd. Hernaðaríhlutun og vopnasala áhrifaríkja hefur verið olía á ófriðarbálið og dregið úr öllum líkum á friðsamlegum lausnum. Sífellt víðar má sjá hörmulegar afleiðingar stefnu Nató-ríkja í málefnum Miðausturlanda. Stríðið í Afganistan hefur nú staðið í á sautjánda ár, ekkert lát er á óöldinni í Írak og í Lýbíu hefur ríkt upplausnarástand allt frá innrás Nató árið 2011. Einhverjar verstu hörmungarnar standa þó yfir í Jemen, vegna stríðsrekstrar Sádi Araba með fullum stuðningi forysturíkja Nató. Þar í landi blasir hungursneyð við milljónum manna, en skeytingarleysi alþjóðlegra fjölmiðla er engu að síður nær algjört. Stríðunum verður að linna!

Færslur

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður októbermánaðar

Fjáröflunarmálsverður októbermánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss í október verður haldinn föstudagskvöldið 25. október. Matseldin verður að þessu sinni í …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Það er komið að fyrsta fjáröflunarmálsverði haustsins, föstudagskvöldið 27. september. Guðrún Bóasdóttir (Systa) eldar. Matseðill: …

SHA_forsida_top

UVG mótmæla Nató-forkólfi

UVG mótmæla Nató-forkólfi

Ungliðar í Vinstri grænum boða til mótmæla við Norræna húsið fimmtudaginn 19. september kl. 9:30, …

SHA_forsida_top

Listin að selja stríð

Listin að selja stríð

(Þessi grein var send Fréttablaðinu 24. ágúst, þremur dögum eftir efnavopnaárásina í Damaskus, en blaðið …

SHA_forsida_top

SHA og MFÍK funda um Sýrland

SHA og MFÍK funda um Sýrland

Samtök hernaðarandstæðinga og Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sameiginlegs fundar um málefni Sýrlands …

SHA_forsida_top

Streð að heimsyfirráðum skýrir árásarhneigðina

Streð að heimsyfirráðum skýrir árásarhneigðina

Eftirfarandi pistill er eftir Þórarinn Hjartarson, formann Norðurlandsdeildar SHA. Árásarhneigð Vesturveldanna – með Bandaríkin …

SHA_forsida_top

Friðarhreyfingar hafna árásum á Sýrland

Friðarhreyfingar hafna árásum á Sýrland

Samtök friðarhreyfinga vítt og breitt um Evrópu hafa á síðustu sólarhringum mótmælt harðlega grímulausum stríðsundirbúningi …

SHA_forsida_top

About Us - Extended

About Us - Extended

We've had the privilege to work with some awesome clients Phasellus enim libero, …

SHA_forsida_top

Ávarp flutt á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp flutt á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Kristinn Már Ársælsson, félagsfræðingur og stjórnarmaður í lýðræðisfélaginu Öldu flutti ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasaki. - Kertafleytingar 9. ágúst

Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasaki. - Kertafleytingar 9. ágúst

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorku-árásanna á Hírósíma og …

SHA_forsida_top

WHO birti upplýsingarnar!

WHO birti upplýsingarnar!

Samtök hernaðarandstæðinga eru ásamt MFÍK aðilar að alþjóðlegri hreyfingu sem vinnur að banni við notkun …

SHA_forsida_top

Hirosimabúi á kertafleytingu á Akureyri

Hirosimabúi á kertafleytingu á Akureyri

Kertafleytingar friðarhreyfinganna í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hirosima og Nagasaki verða haldnar föstudaginn 9. ágúst …

SHA_forsida_top

Róttæki sumaráhskólinn - friðarmál

Róttæki sumaráhskólinn - friðarmál

14.-20. ágúst næstkomandi verður Róttæki sumarháskólinn haldinn í húsnæði Reykjavíkurakademíunnar. Allar upplýsingar má nálgast hér …

SHA_forsida_top

Headers

Headers

Check Out Some Of The Possible Combinations Every site should have its …

SHA_forsida_top

Vilt þú standa að kertafleytingu?

Vilt þú standa að kertafleytingu?

Árið 1985 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga að fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna …