BREYTA

Ályktanir landsfundar SHA

Ályktun um herlaust land Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn 18. mars 2017 minnir á hve jákvætt skref var stigið fyrir rúmum áratug þegar bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði var lokað. Herstöðin var hluti af vígbúnaðarneti Bandaríkjanna og þjónaði markmiðum heimsvaldastefnunnar. Föst vera erlends herliðs á landinu var jafnframt hrein ógn við öryggi landsmanna. SHA vara við allri viðleitni í þá átt að endurvekja herstöðina í nokkurri mynd. Ljóst er að jafnt í bandaríska sem íslenska stjórnkerfinu er vilji fyrir slíku og eru framkvæmdir við flugskýli á Keflavíkurflugvelli til marks um það. SHA árétta andstöðu sína við öll hernaðarumsvif á Íslandi, þar á meðal flugæfingar þær sem ganga undir nafninu loftrýmisgæsla. Þá minna samtökin á kröfu sína um að varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna verði sagt upp. * * * Ályktun um stríð í Miðausturlöndum Sex ár eru um þessar mundir frá upphafi stríðsins í Sýrlandi. Það hefur kallað ólýsanlegar hörmungar yfir íbúa landsins og lagt flesta innviði þess í rúst. Stríðsaðilar verða tafarlaust að leggja niður vopn, enda löngu ljóst að ekki verður bundinn endir á ofbeldið nema með samningum. Hörmungarnar í Sýrlandi eru jafnframt enn einn áfellisdómurinn yfir íhlutunarstefnu stórveldanna, sem ýta undir og blanda sér í deilur víðs vegar um lönd. Hernaðaríhlutun og vopnasala áhrifaríkja hefur verið olía á ófriðarbálið og dregið úr öllum líkum á friðsamlegum lausnum. Sífellt víðar má sjá hörmulegar afleiðingar stefnu Nató-ríkja í málefnum Miðausturlanda. Stríðið í Afganistan hefur nú staðið í á sautjánda ár, ekkert lát er á óöldinni í Írak og í Lýbíu hefur ríkt upplausnarástand allt frá innrás Nató árið 2011. Einhverjar verstu hörmungarnar standa þó yfir í Jemen, vegna stríðsrekstrar Sádi Araba með fullum stuðningi forysturíkja Nató. Þar í landi blasir hungursneyð við milljónum manna, en skeytingarleysi alþjóðlegra fjölmiðla er engu að síður nær algjört. Stríðunum verður að linna!

Færslur

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, IV.hluti: Loftrýmiseftirlit

Hverju svara flokkarnir, IV.hluti: Loftrýmiseftirlit

4. spurning: Telur hreyfing ykkar að „loftrýmiseftirlit“ Nató-þjóða við Ísland þjóni einhverjum tilgangi - sé …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, III.hluti: Stjórnarskrármál

Hverju svara flokkarnir, III.hluti: Stjórnarskrármál

3. spurning: Telur hreyfing ykkar rétt að binda í stjórnarskrá að Ísland megi aldrei fara …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, II.hluti: Herverndarsamningurinn

Hverju svara flokkarnir, II.hluti: Herverndarsamningurinn

Friðarvefurinn heldur áfram að birta svör stjórnmálaflokkanna við spurningalista Samtaka hernaðarandstæðinga um friðar- og afvopnunarmál. …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, I.hluti: Nató

Hverju svara flokkarnir, I.hluti: Nató

Samtök hernaðarandstæðinga sendu á dögunum spurningalista til þeirra flokka og stjórnmálahreyfinga sem boðað höfðu framboð …

SHA_forsida_top

Útifundur á Austurvelli, 30. mars

Útifundur á Austurvelli, 30. mars

Þann 30. mars árið 1949, fyrir sextíu árum síðan, samþykkti Alþingi inngöngu Íslands í Nató. …

SHA_forsida_top

Matseðill föstudagsins

Matseðill föstudagsins

Matseðill fjáröflunarmálsverðar Friðarhúss n.k. föstudag liggur nú fyrir. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina. * …

SHA_forsida_top

Ísland úr Nató - þétt dagskrá

Ísland úr Nató - þétt dagskrá

Um þessar mundir eru sextíu ár frá stofnun hernaðarbandalagsins Nató. Að því tilefni munu Samtök …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

SHA_forsida_top

Útifundur á Austurvelli

Útifundur á Austurvelli

Aðild Íslands að Nató mótmælt á 60 ára afmæli Natóinngöngunnar.

SHA_forsida_top

Frumvarp um kjarnorkuvopnalaust Ísland á Alþingi

Frumvarp um kjarnorkuvopnalaust Ísland á Alþingi

Við sögðum frá því 6. mars að þá stæði til að setja á dagskrá Alþingis …

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Myndasýning frá Austurvelli

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Operation Gladio - bresk heimildarmynd.

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató í nútíð og framtíð, Silja Bára Ómarsdóttir.

SHA_forsida_top

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur sunnudaginn 8.mars 2009 kl.14 Breytt samfélag – aukinn jöfnuð! Fundarstjóri: …

SHA_forsida_top

Gamalt baráttumál á dagskrá Alþingis

Gamalt baráttumál á dagskrá Alþingis

SHA hafa um langt skeið barist fyrir friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og umferð kjarnorkuknúinna farartækja. …