BREYTA

Ályktanir landsfundar SHA

Ályktun um herlaust land Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn 18. mars 2017 minnir á hve jákvætt skref var stigið fyrir rúmum áratug þegar bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði var lokað. Herstöðin var hluti af vígbúnaðarneti Bandaríkjanna og þjónaði markmiðum heimsvaldastefnunnar. Föst vera erlends herliðs á landinu var jafnframt hrein ógn við öryggi landsmanna. SHA vara við allri viðleitni í þá átt að endurvekja herstöðina í nokkurri mynd. Ljóst er að jafnt í bandaríska sem íslenska stjórnkerfinu er vilji fyrir slíku og eru framkvæmdir við flugskýli á Keflavíkurflugvelli til marks um það. SHA árétta andstöðu sína við öll hernaðarumsvif á Íslandi, þar á meðal flugæfingar þær sem ganga undir nafninu loftrýmisgæsla. Þá minna samtökin á kröfu sína um að varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna verði sagt upp. * * * Ályktun um stríð í Miðausturlöndum Sex ár eru um þessar mundir frá upphafi stríðsins í Sýrlandi. Það hefur kallað ólýsanlegar hörmungar yfir íbúa landsins og lagt flesta innviði þess í rúst. Stríðsaðilar verða tafarlaust að leggja niður vopn, enda löngu ljóst að ekki verður bundinn endir á ofbeldið nema með samningum. Hörmungarnar í Sýrlandi eru jafnframt enn einn áfellisdómurinn yfir íhlutunarstefnu stórveldanna, sem ýta undir og blanda sér í deilur víðs vegar um lönd. Hernaðaríhlutun og vopnasala áhrifaríkja hefur verið olía á ófriðarbálið og dregið úr öllum líkum á friðsamlegum lausnum. Sífellt víðar má sjá hörmulegar afleiðingar stefnu Nató-ríkja í málefnum Miðausturlanda. Stríðið í Afganistan hefur nú staðið í á sautjánda ár, ekkert lát er á óöldinni í Írak og í Lýbíu hefur ríkt upplausnarástand allt frá innrás Nató árið 2011. Einhverjar verstu hörmungarnar standa þó yfir í Jemen, vegna stríðsrekstrar Sádi Araba með fullum stuðningi forysturíkja Nató. Þar í landi blasir hungursneyð við milljónum manna, en skeytingarleysi alþjóðlegra fjölmiðla er engu að síður nær algjört. Stríðunum verður að linna!

Færslur

SHA_forsida_top

Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi

Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi

Í dag, fimmtudaginn 14. ágúst, náðist samkomulag milli Bandaríkjanna og Póllands um að setja upp …

SHA_forsida_top

Minningar frá Hiroshima

Minningar frá Hiroshima

Helga Nína Heimisdóttir var fundarstjóri á kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Hún sendi Friðarvefnum …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Á Akureyri stóð Samstarfshópur um frið (SHA og ÆSKÞ) að kertafleytingu við Minjasafnstjörnina kl. 22.30 …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu

Ávarp á kertafleytingu

Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður flutti ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn miðvikudaginn 6. ágúst. Það fylgir hér …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Aldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Munið kertafleytingarnar á Reykjavíkurtjörn miðvikudagskvöldið 6. ágúst kl. 22:30 og á Akureyri fimmtudagskvöldið 7. ágúst …

SHA_forsida_top

Munu þeir ráðast á Íran?

Munu þeir ráðast á Íran?

Í dag, 2. ágúst, eru mótmælaaðgerðir víðsvegar um Bandaríkin gegn hugsanlegri innrás í Íran. …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 6. ágúst

Kertafleyting 6. ágúst

Veggspjöld til útprentunar (pdf): Kertafleyting 2008

SHA_forsida_top

Álrisarnir og hergagnaiðnaðurinn - fræðslufundur í Friðarhúsi

Álrisarnir og hergagnaiðnaðurinn - fræðslufundur í Friðarhúsi

Samarendra Das er inverskur rithöfundur, kvikmyndagerðamaður og aktívisti, sem berst gegn menningarlegum þjóðarmorðum í þriðja …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar.

SHA_forsida_top

Fræðslufundur í Friðarhúsi

Fræðslufundur í Friðarhúsi

Ál og hergagnaframleiðsla.

SHA_forsida_top

Friðflytjendur í Sundahöfn

Friðflytjendur í Sundahöfn

Greinin birtist í Morgunblaðinu, miðvikudaginn 16. júlí. Góðir gestir sóttu Reykvíkinga heim hinn þriðja júlí …

SHA_forsida_top

Óttinn er slæmur ráðgjafi - Hugleiðing um sjálfsforræði

Óttinn er slæmur ráðgjafi - Hugleiðing um sjálfsforræði

Greinin birtist áður í Morgunblaðinu, en er hér óstytt. Fyrir fjörutíu árum var svokölluð viðreisnarstjórn …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag

Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag

Undirskriftasöfnun gegn gagnflaugastöð í Tékklandi Lauslega þýðing yfirlýsingarinnar sem skrifað er undir: „Ég …

SHA_forsida_top

30. mars 1949

30. mars 1949

Eftirfarandi grein Jóns Böðvarssonar og Þorvarðar Helgasonar birtist í Morgunblaðinu 26. júní 2008. Við leyfum …