BREYTA

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er ljóst að bandaríska herliðið á Keflavíkurflugvelli hefur verulega dregið úr starfsemi sinni og heldur sú þróun áfram. Samtök herstöðvaandstæðinga fagna þessari þróun og telja hana stefna í þá átt að fjöldi erlendra hermanna í landinu verði ásættanlegur – sem verður þá aðeins að hér sé enginn erlendur her. Í ljósi þess að þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafa boðið í skiptum fyrir þetta herlið: * í fyrsta lagi skilyrðislausan stuðning Íslands við ólöglegt árásarstríð í Írak * í öðru lagi aðstoð íslenskra hermanna við hernám Afganistans * í þriðja lagi stuðning Íslendinga við sitjandi Bandaríkjaforseta í kosningum þá er ljóst að markviss viðleitni þeirra til að gera Íslendinga að undirlægjum Bandaríkjastjórnar hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Því vilja Samtök herstöðvaandstæðinga af rausn sinni bjóða þeim Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni áfallahjálp af hálfu færustu sérfræðinga, þeim að kostnaðarlausu. Enda þótt þeir Davíð og Halldór hafi óviljandi náð ágætum árangri í að fækka erlendum hermönnum í landinu minnum við á að betur má ef duga skal. Ísland úr Nató – herinn burt! * * * Íslenski herinn hverfi frá Afganistan Samtök herstöðvaandstæðinga hvetja íslensk stjórnvöld til að kalla herlið það er gengur undir dulnefninu friðargæslulið þegar í stað frá Afganistan. Ljóst er að störf þessa liðs þar er í engu samræmi við þau borgaralegu verkefni sem ríkisstjórnin gaf í skyn að slíkt lið ætti að gegna. Sérlega ísjárvert er að dvöl íslensks herliðs í Afganistan skuli vera réttlætt sem framlag okkar til Atlantshafsbandalagsins. Það sýnir fram á í hvílík öngstræti aðild okkar að slíku hernaðarbandalagi hefur leitt. Aðild Íslendinga að manndrápum í öðrum löndum er ekki óhjákvæmileg heldur val íslenskra ráðamanna. Ísland úr Nató – herinn burt ... frá Afganistan! * * * Útrýming kjarnorkuvopna er eina færa leiðin til friðar Samtök herstöðvaandstæðinga minna á að í uppsiglingu er mikilvæg ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um Sáttmálann um takmörkun og útrýmingu kjarnorkuvopna (NPT) en hann var fyrst gerður árið 1968. SHA krefjast þess að ríkisstjórn Íslands skipi sér í hóp með meirihluta ríkja heims sem vill að kjarnorkuveldi stefni óhikað að því að eyða öllum kjarnorkuvopnum sínum, í samræmi við sjöttu grein sáttmálans. Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á því að stefna Atlantshafsbandalagsins um að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði gengur fullkomlega á svig við markmið sáttmálans. Hótun um beitingu kjarnorkuvopna er siðlaus og stefnir öryggi allra jarðarbúa í hættu. Því árétta Samtök herstöðvaandstæðinga andúð sína á slíku hernaðarbandalagi: Ísland úr Nató – kjarnorkuvopnin burt! SHA

Færslur

SHA_forsida_top

Airwaves í Friðarhúsi

Airwaves í Friðarhúsi

Í ár verður Friðarhús í fyrsta sinn hluti af hliðardagskrá Airwaves-tónlistarhátíðarinnar (off-venue). Síðdegis, þrjá af …

SHA_forsida_top

Aleppo: Sviðsettar barnamyndir og krafa um „loftferðabann“

Aleppo: Sviðsettar barnamyndir og krafa um „loftferðabann“

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um Sýrlandsstríðið. Aðsendar greinar …

SHA_forsida_top

Nóvembermálsverður kvöldið fyrir kjördag

Nóvembermálsverður kvöldið fyrir kjördag

Íslendingar ganga að kjörborðinu á laugardag, en það kemur ekki í veg fyrir að hinn …

SHA_forsida_top

Sýrlandsstríðið

Sýrlandsstríðið

Berglind Gunnarsdóttir rithöfundur birti meðfylgjandi grein á Vísi þann 26. sept. síðastliðinn. Greinar á Friðarvefnum …

SHA_forsida_top

Jákvæðar tölur úr kosningaprófi

Jákvæðar tölur úr kosningaprófi

Kosningapróf RÚV hefur vakið mikla athygli. Meðal þess sem spurt var um í prófinu var …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn föstudagskvöldið 30. september n.k. Fiskisúpugengið Lára Jóna, …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ljósmynd: Snorri Þór Tryggvason Hildur Knútsdóttir flutti meðfylgjandi ávarp á kertafleytingunni í Reykjavík …

SHA_forsida_top

Kertafleyting í Reykjavík & Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting í Reykjavík & Akureyri 9. ágúst

Árið 1985 var kertum í fyrsta sinn fleytt hér á landi í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna …

SHA_forsida_top

Aumur feluleikur stjórnvalda

Aumur feluleikur stjórnvalda

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld undirritað samkomulag …

SHA_forsida_top

Stríð um heimsyfirráð: Hnattræn auðvaldselíta þolir ekki sjálfstæð ríki

Stríð um heimsyfirráð: Hnattræn auðvaldselíta þolir ekki sjálfstæð ríki

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um alþjóða- og efnahagsmál. …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður á maímánaðar

Friðarmálsverður á maímánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. maí n.k. Það er mæðgurnar Hildur Margrétardóttir …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður Friðarhúss

Aprílmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. apríl n.k. Að þessu sinni munu fulltrúar í miðnefnd …

SHA_forsida_top

Gleymda hernámið - fundur um Vestur Sahara

Gleymda hernámið - fundur um Vestur Sahara

Fundur um hernám Marokkóstjórnar á Vestur Sahara í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, þriðjudagskvöldið 5. apríl kl. …

SHA_forsida_top

„Arabíska vorið“ í Sýrlandi

„Arabíska vorið“ í Sýrlandi

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um stríðið í Sýrlandi. …