BREYTA

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er ljóst að bandaríska herliðið á Keflavíkurflugvelli hefur verulega dregið úr starfsemi sinni og heldur sú þróun áfram. Samtök herstöðvaandstæðinga fagna þessari þróun og telja hana stefna í þá átt að fjöldi erlendra hermanna í landinu verði ásættanlegur – sem verður þá aðeins að hér sé enginn erlendur her. Í ljósi þess að þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafa boðið í skiptum fyrir þetta herlið: * í fyrsta lagi skilyrðislausan stuðning Íslands við ólöglegt árásarstríð í Írak * í öðru lagi aðstoð íslenskra hermanna við hernám Afganistans * í þriðja lagi stuðning Íslendinga við sitjandi Bandaríkjaforseta í kosningum þá er ljóst að markviss viðleitni þeirra til að gera Íslendinga að undirlægjum Bandaríkjastjórnar hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Því vilja Samtök herstöðvaandstæðinga af rausn sinni bjóða þeim Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni áfallahjálp af hálfu færustu sérfræðinga, þeim að kostnaðarlausu. Enda þótt þeir Davíð og Halldór hafi óviljandi náð ágætum árangri í að fækka erlendum hermönnum í landinu minnum við á að betur má ef duga skal. Ísland úr Nató – herinn burt! * * * Íslenski herinn hverfi frá Afganistan Samtök herstöðvaandstæðinga hvetja íslensk stjórnvöld til að kalla herlið það er gengur undir dulnefninu friðargæslulið þegar í stað frá Afganistan. Ljóst er að störf þessa liðs þar er í engu samræmi við þau borgaralegu verkefni sem ríkisstjórnin gaf í skyn að slíkt lið ætti að gegna. Sérlega ísjárvert er að dvöl íslensks herliðs í Afganistan skuli vera réttlætt sem framlag okkar til Atlantshafsbandalagsins. Það sýnir fram á í hvílík öngstræti aðild okkar að slíku hernaðarbandalagi hefur leitt. Aðild Íslendinga að manndrápum í öðrum löndum er ekki óhjákvæmileg heldur val íslenskra ráðamanna. Ísland úr Nató – herinn burt ... frá Afganistan! * * * Útrýming kjarnorkuvopna er eina færa leiðin til friðar Samtök herstöðvaandstæðinga minna á að í uppsiglingu er mikilvæg ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um Sáttmálann um takmörkun og útrýmingu kjarnorkuvopna (NPT) en hann var fyrst gerður árið 1968. SHA krefjast þess að ríkisstjórn Íslands skipi sér í hóp með meirihluta ríkja heims sem vill að kjarnorkuveldi stefni óhikað að því að eyða öllum kjarnorkuvopnum sínum, í samræmi við sjöttu grein sáttmálans. Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á því að stefna Atlantshafsbandalagsins um að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði gengur fullkomlega á svig við markmið sáttmálans. Hótun um beitingu kjarnorkuvopna er siðlaus og stefnir öryggi allra jarðarbúa í hættu. Því árétta Samtök herstöðvaandstæðinga andúð sína á slíku hernaðarbandalagi: Ísland úr Nató – kjarnorkuvopnin burt! SHA

Færslur

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður

Janúarmálsverður

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins 2023 í Friðarhúsi verður föstudaginn 27. Janúar n.k. kl. 19:00. …

SHA_forsida_top

Frásögn frá Kúrdistan

Frásögn frá Kúrdistan

Kúrdar eiga í vök að verjast í landamærahéruðum Tyrklands vegna árásarstríðs tyrkneska hersins. Hver …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Safnast er …

SHA_forsida_top

Fullveldismálsverður

Fullveldismálsverður

Fullveldismálsverður SHA verður að venju glæsilegur. Guðrún Bóasdóttir matreiðir svignandi hátíðahlaðborð alskyns góðgætis núna á …

SHA_forsida_top

Raddir frá Íran

Raddir frá Íran

Miklar fregnir berast frá Íran þessa daganna, þar sem söguleg mótmæli eiga sér stað …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi föstudagskvöldið 28. október. Matseldinn verður í höndum …

SHA_forsida_top

Frásögn um friðarferð til Úkraínu

Frásögn um friðarferð til Úkraínu

Um mánaðarmótin fór Maurizio Tani til Úkraínu með fjölþjóðlegu liði friðarsinna til þess að …

SHA_forsida_top

Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðir Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi hefja göngu sína að nýju eftir sumarfrí. Bjarki …

SHA_forsida_top

Kertafleytingarræða Silju Aðalsteinsdóttur 9. ágúst 2022

Kertafleytingarræða Silju Aðalsteinsdóttur 9. ágúst 2022

Þegar ég fæddist fyrir nærri því 79 árum geisaði stríð í heiminum, grimmileg landvinningastyrjöld sem …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar á fjórum stöðum þann 9. ágúst

Kertafleytingar á fjórum stöðum þann 9. ágúst

Efnt verður til kertafleytinga á fjórum stöðum þriðjudagskvöldið 9. ágúst, á Nagasakí-daginn, til að minnast …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar víða um land: 6., 7. og 9. ágúst.

Kertafleytingar víða um land: 6., 7. og 9. ágúst.

Sjaldan eða aldrei hafa kertafleytingar farið fram á fleiri stöðum en nú. Friðarsinnar í Reykjavík, …

SHA_forsida_top

Friðaryfirlýsing

Friðaryfirlýsing

Maurizio Tani býður öllum Íslendingum á borgarafund í þágu friðar í Hallargarðinum við Fríkirkjuna kl. …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður í Friðarhúsi

Aprílmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðið Samtaka hernaðarandstæðinga halda áfram og föstudaginn 29. apríl verður boðið upp á glæsilegan …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2022

1. maí kaffi SHA 2022

Samtök hernaðarandstæðinga eru komin aftur með kaffi og vöfflur til að hita upp fyrir kröfugöngu …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA kosin á landsfundi

Ný miðnefnd SHA kosin á landsfundi

Landsfundur SHA 2022 fór fram núna um helgina og var vel sóttur. Skýrsla miðnefndar var …