BREYTA

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er ljóst að bandaríska herliðið á Keflavíkurflugvelli hefur verulega dregið úr starfsemi sinni og heldur sú þróun áfram. Samtök herstöðvaandstæðinga fagna þessari þróun og telja hana stefna í þá átt að fjöldi erlendra hermanna í landinu verði ásættanlegur – sem verður þá aðeins að hér sé enginn erlendur her. Í ljósi þess að þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafa boðið í skiptum fyrir þetta herlið: * í fyrsta lagi skilyrðislausan stuðning Íslands við ólöglegt árásarstríð í Írak * í öðru lagi aðstoð íslenskra hermanna við hernám Afganistans * í þriðja lagi stuðning Íslendinga við sitjandi Bandaríkjaforseta í kosningum þá er ljóst að markviss viðleitni þeirra til að gera Íslendinga að undirlægjum Bandaríkjastjórnar hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Því vilja Samtök herstöðvaandstæðinga af rausn sinni bjóða þeim Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni áfallahjálp af hálfu færustu sérfræðinga, þeim að kostnaðarlausu. Enda þótt þeir Davíð og Halldór hafi óviljandi náð ágætum árangri í að fækka erlendum hermönnum í landinu minnum við á að betur má ef duga skal. Ísland úr Nató – herinn burt! * * * Íslenski herinn hverfi frá Afganistan Samtök herstöðvaandstæðinga hvetja íslensk stjórnvöld til að kalla herlið það er gengur undir dulnefninu friðargæslulið þegar í stað frá Afganistan. Ljóst er að störf þessa liðs þar er í engu samræmi við þau borgaralegu verkefni sem ríkisstjórnin gaf í skyn að slíkt lið ætti að gegna. Sérlega ísjárvert er að dvöl íslensks herliðs í Afganistan skuli vera réttlætt sem framlag okkar til Atlantshafsbandalagsins. Það sýnir fram á í hvílík öngstræti aðild okkar að slíku hernaðarbandalagi hefur leitt. Aðild Íslendinga að manndrápum í öðrum löndum er ekki óhjákvæmileg heldur val íslenskra ráðamanna. Ísland úr Nató – herinn burt ... frá Afganistan! * * * Útrýming kjarnorkuvopna er eina færa leiðin til friðar Samtök herstöðvaandstæðinga minna á að í uppsiglingu er mikilvæg ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um Sáttmálann um takmörkun og útrýmingu kjarnorkuvopna (NPT) en hann var fyrst gerður árið 1968. SHA krefjast þess að ríkisstjórn Íslands skipi sér í hóp með meirihluta ríkja heims sem vill að kjarnorkuveldi stefni óhikað að því að eyða öllum kjarnorkuvopnum sínum, í samræmi við sjöttu grein sáttmálans. Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á því að stefna Atlantshafsbandalagsins um að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði gengur fullkomlega á svig við markmið sáttmálans. Hótun um beitingu kjarnorkuvopna er siðlaus og stefnir öryggi allra jarðarbúa í hættu. Því árétta Samtök herstöðvaandstæðinga andúð sína á slíku hernaðarbandalagi: Ísland úr Nató – kjarnorkuvopnin burt! SHA

Færslur

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Barnagull

Barnagull

Það er talsvert um að börn friðarsinna mæti á fundi og samkomur í Friðarhús ásamt …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Samantekt á íslensku: Fyrirætlun NATO að staðsetja herstöðvar í Saragossa (á Spáni) og á …

SHA_forsida_top

Palindrome að kvöldi 30. mars

Palindrome að kvöldi 30. mars

Staðfest hefur verið að hljómsveitin Palindrome mun spila fyrir gesti að kvöldi 30. mars að …

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

30. mars er mikilvæg dagsetning í baráttusögu íslenskra friðarsinna, en á þeim degi samþykkti Alþingi …

SHA_forsida_top

Afnám hernáms

Afnám hernáms

eftir Ólaf Hannibalsson Eftirfarandi grein Ólafs Hannibalssonar birtist í Fréttablaðinu 21. mars, sjá einnig …

SHA_forsida_top

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Baráttufundur gegn Íraksstríðinu í Austurbæ að kvöldi 19. mars tókst með ágætum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Í Morgunblaðinu 21. mars er frétt þess efnis að Herdís Sigurgrímsdóttir, 26 ára fjölmiðlamaður, sé …

SHA_forsida_top

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Sífellt er unnið að endurbótum á Friðarvefnum, í því skyni að gera hann aðgengilegri fyrir …

SHA_forsida_top

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir fundi á Akureyri laugardaginn 17. mars í tilefni af 4 ára …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

eftir Magnús Má Guðmundsson formann Ungra jafnaðarmanna Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. mars …

SHA_forsida_top

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Á fjögurra ára afmæli Íraksstríðsins efna ýmsir hópar og samtök til baráttusamkomu í Austurbæ, þar …

SHA_forsida_top

Kjarni málsins

Kjarni málsins

Stundin: Mánudagskvöldið 19. mars, kl. 20 Staðurinn: Austurbær (gamla Austurbæjarbíó) Dagskráin: Ávörp: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Friðsöm utanríkisstefna

Friðsöm utanríkisstefna

Höfundur: Lárus Páll Birgisson Hér er hvatningarbréf sem Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði og friðarsinni, …