BREYTA

Ályktanir landsráðstefnu SHA - I

Ályktun landsráðstefnu SHA, 15. nóvember 2008, um málefni Atlantshafsbandalagsins: Næstkomandi vor verða liðin 60 ár frá stofnun Atlantshafsbandalagsins, NATO. Víða um Evrópu eru í undirbúningi mótmælaaðgerðir gegn bandalaginu í tilefni af því. Samtök hernaðarandstæðinga og forverar þess hafa alla tíð barist gegn aðild Íslands að NATO. Á undanförnum árum hefur bandalagið þanist út, orðið æ árásargjarnara og veldur síaukinni spennu í alþjóðasamskiptum. Má þar auk útþenslunnar nefna árásarstríð þess gegn Júgóslavíu fyrir tæpum tíu árum og þátttöku þess í hernámi og blóðugum átökum í Afganistan og Írak. Einnig áskilur NATO sér rétt til að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði og leiðtogafundur bandalagsins síðastliðið vor lýsti yfir stuðningi við umdeilda gagnflaugaáætlun Bandaríkjanna. Þá ýtir NATO undir aukinn vígbúnað og gífurlega sóun fjármuna. Ástæða er til að ætla að á leiðtogafundi bandalagsins á sextugsafmæli þess næsta vor verði árásar- og útþenslustefna stefna þess enn áréttuð. Með aðild sinni að NATO bera íslensk stjórnvöld fulla ábyrgð á stefnu og gerðum NATO. Samtök hernaðarandstæðinga krefjast þess enn og aftur að Ísland segi skilið við NATO og taki upp stefnu friðar og sátta á alþjóðavettvangi.

Færslur

SHA_forsida_top

Raunir lygarans

Raunir lygarans

Munið samkomuna í Austurbæ mánudagskvöldið 19. mars! * * * Grein þessi birtist í Dagfara, …

SHA_forsida_top

Gegn stríðinu í Írak: Munið fundinn í Austurbæ mánudaginn 19. mars kl. 20

Gegn stríðinu í Írak: Munið fundinn í Austurbæ mánudaginn 19. mars kl. 20

Sjá dagskrá Næstkomandi þriðjudag, 20. maí, verða liðin fjögur ár frá innrásinni í Írak, …

SHA_forsida_top

Eina leiðin til friðar er að Bandaríkin hverfi frá Írak

Eina leiðin til friðar er að Bandaríkin hverfi frá Írak

eftir Einar Ólafsson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 17. mars 2007 Eina hugsanlega leiðin …

SHA_forsida_top

Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Fundur á Akureyri laugardaginn 17. mars kl. 14

Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Fundur á Akureyri laugardaginn 17. mars kl. 14

Fyrirlestur sem þú ættir ekki að sleppa. Laugardaginn 17. mars kl. 14.00. Skrifstofu Vinstri grænna, …

SHA_forsida_top

Fjögur ár liðin frá innrásinni í Írak. Fundur á Akureyri laugardaginn 17. mars kl. 14 og í Austurbæ í Reykjavík mánudaginn 19. mars kl. 20

Fjögur ár liðin frá innrásinni í Írak. Fundur á Akureyri laugardaginn 17. mars kl. 14 og í Austurbæ í Reykjavík mánudaginn 19. mars kl. 20

Sjá nánar um báða fundina hér að neðan. Fundurinn á Akureyri laugardaginn 17. …

SHA_forsida_top

Þriðjudagsbíó róttæklingsins

Þriðjudagsbíó róttæklingsins

Anarkistabókasafnið Andspyrna og SHA standa fyrir kvikmyndasýningum á þriðjudögum í mars. Að þessu sinni verður …

SHA_forsida_top

Og þá voru eftir sjö...

Og þá voru eftir sjö...

Á dögunum bárust þær gleðilegu fregnir að sveitarstjórnin í Garði hafi samþykkt friðlýsingu sveitarfélagsins fyrir …

SHA_forsida_top

Bandalag hinna staðföstu stríðsandstæðinga

Bandalag hinna staðföstu stríðsandstæðinga

Senn eru liðin fjögur ár frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja þeirra í Írak …

SHA_forsida_top

Fróðleg mynd

Fróðleg mynd

Anarkistabókasafnið Andspyrna og SHA standa fyrir kvikmyndasýningum á þriðjudögum í marsmánuði. Sýndar verða vandaðar heimildarmyndir …

SHA_forsida_top

Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga stofnuð

Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga stofnuð

Á ráðstefnu í Quito í Ekvador 5.-9. mars var stofnað alþjóðlegt bandalag til baráttu gegn …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Munið fundinn í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan fimm

8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Munið fundinn í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan fimm

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var fyrst haldinn hátíðlegur meðal sósíalískra kvenna í Danmörku, Þýskalandi, Austurríki og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó á þriðjudegi

Róttæklingabíó á þriðjudegi

Alla þriðjudaga í febrúar standa SHA og bókasafnið Andspyrna fyrir sýningum á heimildarmyndum í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Þriðjudagsbíó róttæklingsins

Þriðjudagsbíó róttæklingsins

Næstu þriðjudaga munu SHA og róttæka bókasafnið Andspyrna standa fyrir kvikmyndasýningum í Friðarhúsi á þriðjudögum. …