BREYTA

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Miðnefnd SHA hefur sent frá sér eftirfarandi ályktanir: Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu utanríkisráðherra þess efnis að íslenskir friðargæsluliðar muni eftirleiðis ekki bera vopn við störf sín. Ákvörðun þessi er mikið heillaspor og getur stuðlað að því að Íslendingar muni í framtíðinni koma að meira gagni á stríðshrjáðum svæðum jarðar en nú er. Samtök hernaðarandstæðinga hafa um langt árabil gagnrýnt þá hervæðingu sem átt hefur sér stað á vettvangi íslensku friðargæslunnar í utanríkisráðherratíð þeirra Halldórs Ásgrímssonar, Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde. Byrjað var að sveigja frá þessari stefnu í tíð Valgerðar Sverrisdóttur og nú hefur utanríkisráðherra stigið mikilvægt skref. Betur má þó ef duga skal. Brýnt er að stefna Íslands í málefnum friðargæslu verði tekin til gagngerrar endurskoðunar, með það að markmiði að framlag Íslendinga verði til að stuðla að friðsælli og öruggari veröld. Þannig eiga Íslendingar fremur að starfa á vettvangi friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna en að taka þátt í verkefnum hernaðarbandalagsins Nató. * * * Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum vegna fregna af vopnaflutningum íslenska flugfélagsins Icelandair til Georgíu. Samtökin hvetja Icelandair og önnur íslensk fyrirtæki til að setja sér siðareglur, þar sem allri aðild að hernaði, þar með talið flutningum og meðferð vopna og vígtóla, er hafnað. Málatilbúnaður talsmanns flugfélagsins þess efnis að einhverju máli skipti í þessu samhengi að byssurnar og skotfærin hafi ekki verið um borð í sömu flugvél dæmir sig sjálfur.

Færslur

SHA_forsida_top

Staðan í Sýrlandi - félagsfundur SHA

Staðan í Sýrlandi - félagsfundur SHA

Sýrland er fyrirferðarmikið í heimsfréttunum. Hörð átök geysa í landinu og friðarhorfur ekki góðar. Hver …

SHA_forsida_top

„Loftrýmiseftirlitið“ burt!

„Loftrýmiseftirlitið“ burt!

Ályktun frá hernaðarandstæðingum á Norðurlandi Orustuþotur NATO-ríkja koma hér með fárra vikna millibili og stunda …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður maímánaðar

Fjáröflunarmálsverður maímánaðar

Síðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss fyrir sumarfrí verður haldinn föstudagskvöldið 25. maí. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …

SHA_forsida_top

Afmælisdagskráin 16. maí

Afmælisdagskráin 16. maí

Dagskrá afmælishátíðar SHA í Iðnó miðvikudagskvöldið 16. maí er óðum að taka á sig mynd. …

SHA_forsida_top

40 ár fyrir friði

40 ár fyrir friði

Samtök hernaðarandstæðinga rekja sögu sína aftur til Glæsibæjarfundarins sem haldinn var 16. maí árið 1972. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK: fréttir af Brasilíuförum

Félagsfundur MFÍK: fréttir af Brasilíuförum

Opinn félagsfundur MFÍK verður miðvikudaginn 9. Maí kl. 19 í Friðarhúsi. Þær Harpa Stefánsdóttir, formaður, …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2012

1. maí kaffi SHA 2012

Hið rómaða 1. maí kaffi SHA verður haldið í Friðarhúsi á baráttudegi verkalýðsins og hefst …

SHA_forsida_top

Málsverður aprílmánaðar

Málsverður aprílmánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, sá fyrsti eftir stórtækar framkvæmdir á ytra byrði hússins, verður haldinn föstudagskvöldið 27. …

SHA_forsida_top

VÍK og MFÍK í Friðarhúsi 18. apríl

VÍK og MFÍK í Friðarhúsi 18. apríl

MFÍK og VÍK (VInáttufélag Íslands og Kúbu efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 18. …

SHA_forsida_top

30. mars í Friðarhúsi

30. mars í Friðarhúsi

30. mars er mikilvæg dagsetning í sögu íslenskrar friðarbaráttu, en þann dag var aðild Íslands …

SHA_forsida_top

Framkvæmdir við Friðarhús - viltu gerast hluthafi?

Framkvæmdir við Friðarhús - viltu gerast hluthafi?

Um þessar mundir er unnið að stórframkvæmdum við húseignina Njálsgötu 87, sem hýsir Friðarhús SHA. …

SHA_forsida_top

8. mars

8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti- Vorið kallar Iðnó, kl. 17-18:30 Fundarstjóri: …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefnd SHA fundar

Fastir miðnefndarfundir Samtaka hernaðarandstæðinga eru fyrsta þriðjudag í mánuði, kl. 19:30 í Friðarhúsi. Minnt er …

SHA_forsida_top

Skýringar á árásarhneigð Vesturveldanna

Skýringar á árásarhneigð Vesturveldanna

eftir Þórarinn Hjartarson Bandaríkin og bandamenn þeirra flytja nú herafla m.a. frá Írak og Líbíu …

SHA_forsida_top

Stærstu málaliðaherir heims

Stærstu málaliðaherir heims

Vægi einkafyrirtækja og málaliðaherja fer sífellt vaxandi í nútímahernaði. Hér er áhugaverð samantekt vefútgáfu Business …