BREYTA

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Miðnefnd SHA hefur sent frá sér eftirfarandi ályktanir: Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu utanríkisráðherra þess efnis að íslenskir friðargæsluliðar muni eftirleiðis ekki bera vopn við störf sín. Ákvörðun þessi er mikið heillaspor og getur stuðlað að því að Íslendingar muni í framtíðinni koma að meira gagni á stríðshrjáðum svæðum jarðar en nú er. Samtök hernaðarandstæðinga hafa um langt árabil gagnrýnt þá hervæðingu sem átt hefur sér stað á vettvangi íslensku friðargæslunnar í utanríkisráðherratíð þeirra Halldórs Ásgrímssonar, Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde. Byrjað var að sveigja frá þessari stefnu í tíð Valgerðar Sverrisdóttur og nú hefur utanríkisráðherra stigið mikilvægt skref. Betur má þó ef duga skal. Brýnt er að stefna Íslands í málefnum friðargæslu verði tekin til gagngerrar endurskoðunar, með það að markmiði að framlag Íslendinga verði til að stuðla að friðsælli og öruggari veröld. Þannig eiga Íslendingar fremur að starfa á vettvangi friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna en að taka þátt í verkefnum hernaðarbandalagsins Nató. * * * Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum vegna fregna af vopnaflutningum íslenska flugfélagsins Icelandair til Georgíu. Samtökin hvetja Icelandair og önnur íslensk fyrirtæki til að setja sér siðareglur, þar sem allri aðild að hernaði, þar með talið flutningum og meðferð vopna og vígtóla, er hafnað. Málatilbúnaður talsmanns flugfélagsins þess efnis að einhverju máli skipti í þessu samhengi að byssurnar og skotfærin hafi ekki verið um borð í sömu flugvél dæmir sig sjálfur.

Færslur

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss SHA. Borðhald hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Ætlar utanríkisráðherra bara að halda sama kúrsi?

Ætlar utanríkisráðherra bara að halda sama kúrsi?

Því ber að fagna að utanríkisráðherra ítrekar í erindi sínu á ráðstefnu í Norræna húsinu …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra fjallar um nýtt skeið í öryggis- og varnarmálum

Utanríkisráðherra fjallar um nýtt skeið í öryggis- og varnarmálum

Við leyfum okkur að birta hér hluta úr erindi sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt …

SHA_forsida_top

„Kapphlaupið á Norðurpólinn“

„Kapphlaupið á Norðurpólinn“

Um breytingar á stöðu Íslands og norðurlandanna í varnar- og öryggismálum Fyrirlestrar í samvinnu við …

SHA_forsida_top

Þingmenn deila um varnarmál

Þingmenn deila um varnarmál

Eftirfarandi grein Árna Páls Árnasonar þingmanns Samfylkingarinnar og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis birtist í Morgunblaðinu 23. …

SHA_forsida_top

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Vinur okkar, Milan Rai, hefur nú verið fangelsaður í annað sinn á tveimur árum. Milan …

SHA_forsida_top

„Þetta er herinn sem byssustingjum beinir að…

„Þetta er herinn sem byssustingjum beinir að…

eftir Árna Þór Sigurðsson alþingismann Birtist í Morgunblaðinu 19. ágúst … börnum og …

SHA_forsida_top

Nató-fenið í Afganistan

Nató-fenið í Afganistan

eftir Steingrím J. Sigfússon Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Nató-leiðangurinn í Afganistan, …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning á vegum SHA og Slagsíðunnar.

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Fimmtudagsbíó - aðdragandi Júgóslavíustríðsins

Fimmtudagsbíó - aðdragandi Júgóslavíustríðsins

Fimmtudagskvöldið 23. ágúst standa Samtök hernaðarandstæðinga fyrir kvikmyndasýningu í Friðarhúsi í samvinnu við aðstandendur bókabúðarinnar …

SHA_forsida_top

Útrýmum kjarnavopnum

Útrýmum kjarnavopnum

eftir Katrínu Jakobsdóttur Birtist í Fréttablaðinu 9. ágúst 2007 Í kvöld verður þess …

SHA_forsida_top

Hvenær hætta þeir að drepa?

Hvenær hætta þeir að drepa?

Eftirfarandi grein Guðmundar R. Jóhannssonar birtist á vefritinu ogmundur.is 19. ágúst 2007 Rússarnir eru komnir …

SHA_forsida_top

Vantar óvin

Vantar óvin

eftir Sigurð Flosason, gjaldkera SHA Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Við hvað …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna hernaðarflugs Rússa

Ályktun SHA vegna hernaðarflugs Rússa

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla flugi rússneskra herþotna við strendur Íslands. Æfinga- og eftirlitsflug á borð við …