BREYTA

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Miðnefnd SHA hefur sent frá sér eftirfarandi ályktanir: Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu utanríkisráðherra þess efnis að íslenskir friðargæsluliðar muni eftirleiðis ekki bera vopn við störf sín. Ákvörðun þessi er mikið heillaspor og getur stuðlað að því að Íslendingar muni í framtíðinni koma að meira gagni á stríðshrjáðum svæðum jarðar en nú er. Samtök hernaðarandstæðinga hafa um langt árabil gagnrýnt þá hervæðingu sem átt hefur sér stað á vettvangi íslensku friðargæslunnar í utanríkisráðherratíð þeirra Halldórs Ásgrímssonar, Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde. Byrjað var að sveigja frá þessari stefnu í tíð Valgerðar Sverrisdóttur og nú hefur utanríkisráðherra stigið mikilvægt skref. Betur má þó ef duga skal. Brýnt er að stefna Íslands í málefnum friðargæslu verði tekin til gagngerrar endurskoðunar, með það að markmiði að framlag Íslendinga verði til að stuðla að friðsælli og öruggari veröld. Þannig eiga Íslendingar fremur að starfa á vettvangi friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna en að taka þátt í verkefnum hernaðarbandalagsins Nató. * * * Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum vegna fregna af vopnaflutningum íslenska flugfélagsins Icelandair til Georgíu. Samtökin hvetja Icelandair og önnur íslensk fyrirtæki til að setja sér siðareglur, þar sem allri aðild að hernaði, þar með talið flutningum og meðferð vopna og vígtóla, er hafnað. Málatilbúnaður talsmanns flugfélagsins þess efnis að einhverju máli skipti í þessu samhengi að byssurnar og skotfærin hafi ekki verið um borð í sömu flugvél dæmir sig sjálfur.

Færslur

SHA_forsida_top

Reykjanesbær hyggst ekki komast yfir kjarnorkuvopn

Reykjanesbær hyggst ekki komast yfir kjarnorkuvopn

Eftirfarandi frétt birtist í Víkurfréttum 11. jan. 2006, sjá: http://vf.is/frettir/numer/29830/default.aspx „Íbúar Reykjanesbæjar geta sofið …

SHA_forsida_top

Útúrsnúningar bæjarfulltrúans

Útúrsnúningar bæjarfulltrúans

Á vef Víkurfrétta, fimmtudaginn 11. janúar sl., mátti lesa frásögn af umræðum í bæjarstjórn Reykjanesbæjar …

SHA_forsida_top

Leynist í þér rótari?

Leynist í þér rótari?

Samtök hernaðarandstæðinga hafa á síðustu misserum komið sér upp góðu hljóðkerfi fyrir fundi af ýmsu …

SHA_forsida_top

Amnesty mótmælir á Lækjartorgi

Amnesty mótmælir á Lækjartorgi

Fimmtudaginn 11. janúar n.k. verða fimm ár liðin frá því að Bandaríkjaher flutti fyrstu fangana …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur f. 8. mars

Undirbúningsfundur f. 8. mars

MFÍK heldur undirbúningsfund í Friðarhúsi fyrir 8. mars.

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Ástralía

HM, Ísland:Ástralía

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi. Ísland og Ástralía …

SHA_forsida_top

Frá miðnefnd SHA

Frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga kom saman til fundar s.l. fimmtudag. Rétt er að minna á að …

SHA_forsida_top

Hljóðkerfisnámskeið SHA

Hljóðkerfisnámskeið SHA

Samtök hernaðarandstæðinga eiga öflugt hljóðkerfi fyrir fundi og samkomur. Nú gefst félagsmönnum tækifæri til að …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í kvöld í útleigu til einkaaðila.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðarmiðstöð á Suðurnesjum

Friðarmiðstöð á Suðurnesjum

Eftirfarandi grein eftir Þórarinn Eyfjörð birtist í Morgunblaðinu 27. desember 2006. Hún er birt …

SHA_forsida_top

Friðarávarp frá Ísafirði

Friðarávarp frá Ísafirði

Við lok friðargöngu á Ísafirði á Þorláksmessu flutti Eiríkur Örn Norðdahl skáld og blaðamaður ávarp: …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA í Ísafold

Landsfundur SHA í Ísafold

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga var haldinn í lok nóvember. Erla Hlynsdóttir, blaðakona á tímaritinu Ísafold, sat …

SHA_forsida_top

Ávarp við lok friðargöngu á Þorláksmessu

Ávarp við lok friðargöngu á Þorláksmessu

Falasteen Abu Libdeh flutti ávarp á Lækjartorgi við lok friðargöngunnar á Þorláksmessu. Það birtist hér …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur Indymedia.is

Undirbúningsfundur Indymedia.is

Fundur á vegum undirbúningshóps Indymedia.is