BREYTA

Ályktun að gefnu tilefni

Ályktun frá miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga vegna kjarnorkuslyssins í Japan Síðustu daga hafa fregnir af kjarnorkuslysinu í kjölfar náttúruhamfaranna í Japan vakið óhug um víða veröld. Það er áminning um hversu skaðleg kjarnorkutæknin getur reynst ef óvænt áföll koma upp á. Það er einmitt ekki hvað síst vegna hættunnar á slysum eða óhöppum, sem íslenskir friðarsinnar hafa um árabil barist fyrir því að sett verði bann við umferð og geymslu kjarnorkuvopna í íslenskri landhelgi. Hættan á slysum í kjarnorkukafbátum má vera öllum kunn og óþarft að fjölyrða um hversu alvarlega afleiðingar það hefði ef slíkt óhapp yrði í námunda við landið. Samtök hernaðarandstæðinga höfðu á sínum tíma frumkvæði að því að fá íslensk sveitarfélög til að friðlýsa sig fyrir kjarnorkuvopnum og brugðust langflest þeirra við því kalli. Raunar vildu aðeins fimm sveitarfélög ekki vera friðlýst fyrir geymslu og meðferð kjarnorkuvopna: Grímsnes- og Grafningshreppur, Reykjanesbær, Sandgerði, Skútustaðahreppur og Vogar. Enn er þó eftir stóra málið, að Alþingi bindi í lög fortakslaust bann við slíkri umferð. Frumvarp um þetta efni liggur tilbúið í utanríkismálanefnd Alþingis. Samtök hernaðarandstæðinga skora á þingmenn að ljúka málinu fyrir vorið.

Færslur

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um aðildina að NATO: …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Landsráðstefna SHA var haldin 27.-28. nóvember í Friðarhúsi. Á fundinum var kjörin ný miðnefnd samtakanna. …

SHA_forsida_top

Veisla ársins

Veisla ársins

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. nóvember. Um er að ræða hið …

SHA_forsida_top

Dagskrá landsfundar SHA

Dagskrá landsfundar SHA

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi 27.-28. nóvember. Setning fundarins verður kl. 18 á föstudeginum, …

SHA_forsida_top

Fundað á Akureyri

Fundað á Akureyri

Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi efna til opins fundar um heimsvaldastefnu og hernaðarhyggju í samtímanum. Fundurinn …

SHA_forsida_top

Málsverður & setning landsráðstefnu

Málsverður & setning landsráðstefnu

Landsráðstefna SHA verður sett kl. 18 & fjáröflunarmálsverður Friðarhúss hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA, 27.-28. nóv.

Landsráðstefna SHA, 27.-28. nóv.

Samtök hernaðarandstæðinga efna til landsráðstefnu dagana 27.-28. nóvember n.k. í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Föstudagur 27. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, 16. nóvember

Félagsfundur MFÍK, 16. nóvember

Opinn félagsfundur Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK mánudaginn 16.nóvember kl. 19 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Efni …

SHA_forsida_top

Engin sátt um Nató

Engin sátt um Nató

Í íslenskri þjóðfélagsumræðu er oft látið að því liggja að almenn sátt sé um aðild …

SHA_forsida_top

Á indverskum nótum: fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Á indverskum nótum: fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. október. Matseldin verður að þessu sinni í …

SHA_forsida_top

Ný stjórn Norðurlandsdeildar & ályktun

Ný stjórn Norðurlandsdeildar & ályktun

Aðalfundur Norðurlandsdeildar Samtaka hernaðarandstæðinga var haldinn sl. fimmtudagskvöld. Góð stemning var á fundinum, þar sem …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK um Friðaruppeldi.

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi verður haldinn í sal Zontaklúbbsins á Akureyri Aðalstræti 54 A, …

SHA_forsida_top

Þotugeymslu og hermangi hafnað

Þotugeymslu og hermangi hafnað

Ályktun frá SHA: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa miklum vonbrigðum sínum vegna frétta af hugmyndum um stofnun …