BREYTA

Ályktun að gefnu tilefni

Ályktun frá miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga vegna kjarnorkuslyssins í Japan Síðustu daga hafa fregnir af kjarnorkuslysinu í kjölfar náttúruhamfaranna í Japan vakið óhug um víða veröld. Það er áminning um hversu skaðleg kjarnorkutæknin getur reynst ef óvænt áföll koma upp á. Það er einmitt ekki hvað síst vegna hættunnar á slysum eða óhöppum, sem íslenskir friðarsinnar hafa um árabil barist fyrir því að sett verði bann við umferð og geymslu kjarnorkuvopna í íslenskri landhelgi. Hættan á slysum í kjarnorkukafbátum má vera öllum kunn og óþarft að fjölyrða um hversu alvarlega afleiðingar það hefði ef slíkt óhapp yrði í námunda við landið. Samtök hernaðarandstæðinga höfðu á sínum tíma frumkvæði að því að fá íslensk sveitarfélög til að friðlýsa sig fyrir kjarnorkuvopnum og brugðust langflest þeirra við því kalli. Raunar vildu aðeins fimm sveitarfélög ekki vera friðlýst fyrir geymslu og meðferð kjarnorkuvopna: Grímsnes- og Grafningshreppur, Reykjanesbær, Sandgerði, Skútustaðahreppur og Vogar. Enn er þó eftir stóra málið, að Alþingi bindi í lög fortakslaust bann við slíkri umferð. Frumvarp um þetta efni liggur tilbúið í utanríkismálanefnd Alþingis. Samtök hernaðarandstæðinga skora á þingmenn að ljúka málinu fyrir vorið.

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr Nató, herinn . . .

Ísland úr Nató, herinn . . .

Eftirfarandi grein Jóns Torfasonar birtist í Morgunpósti VG 10. október Fyrsti október var mikill gleðidagur. …

SHA_forsida_top

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Þeim tíðindum ber að fagna, sem berast frá utanríkisráðuneytinu, að nú eigi að mýkja ásýnd …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í kvöld í útleigu til félagasamtaka.

SHA_forsida_top

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Ályktun Þjóðarhreyfingin - með lýðræði minnir á, að þótt varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna 1951 væri …

SHA_forsida_top

Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15

Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15

Við minnum á friðarfundinn á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.

SHA_forsida_top

Ofbeldi leysir engan vanda

Ofbeldi leysir engan vanda

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist í styttri útgáfu í Fréttablaðinu Oft er hamrað á því …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuógn núna?

Kjarnorkuógn núna?

Alþjóðlegt átak til afvopnunar Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15 Við minnum á …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Samtök herstöðvaandstæðinga lýsa vanþóknun sinni á svokallaðri vináttuheimsókn bandaríska herskipsins USS Wasp. Íslenskt land, íslenskar …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Mánaðarlegur fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Borðhald hefst kl. 19 en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

SHA_forsida_top

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

Fimmtudaginn 12. október er áætlað að bandaríska herskipið USS Wasp komi til Reykjavíkur og leggist …

SHA_forsida_top

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

Frá MFÍK Opinn félagsfundur miðvikudaginn 11.október kl. 19 í Friðarhúsi (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar). …

SHA_forsida_top

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

CTBT-samningurinn Samningurinn um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBT-samningurinn) var gerður árið 1996. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

Ótíðindi frá Kóreuskaga

Ótíðindi frá Kóreuskaga

Það eru ill tíðindi sem berast nú frá Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu sprengdu í nótt …

SHA_forsida_top

Friðarfundur Húmanistahreyfingarinnar á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.00

Friðarfundur Húmanistahreyfingarinnar á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.00

Húmanistahreyfingin beitir sér fyrir friðarfundi á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október n.k. kl. 15.00. Þetta er …

SHA_forsida_top

Herinn farinn

Herinn farinn

Steinar Harðarson skrifar á Morgunpósti VG 3. október: Í sumar gerði ég þá ánægjulegu …