BREYTA

Ályktun að gefnu tilefni

Ályktun frá miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga vegna kjarnorkuslyssins í Japan Síðustu daga hafa fregnir af kjarnorkuslysinu í kjölfar náttúruhamfaranna í Japan vakið óhug um víða veröld. Það er áminning um hversu skaðleg kjarnorkutæknin getur reynst ef óvænt áföll koma upp á. Það er einmitt ekki hvað síst vegna hættunnar á slysum eða óhöppum, sem íslenskir friðarsinnar hafa um árabil barist fyrir því að sett verði bann við umferð og geymslu kjarnorkuvopna í íslenskri landhelgi. Hættan á slysum í kjarnorkukafbátum má vera öllum kunn og óþarft að fjölyrða um hversu alvarlega afleiðingar það hefði ef slíkt óhapp yrði í námunda við landið. Samtök hernaðarandstæðinga höfðu á sínum tíma frumkvæði að því að fá íslensk sveitarfélög til að friðlýsa sig fyrir kjarnorkuvopnum og brugðust langflest þeirra við því kalli. Raunar vildu aðeins fimm sveitarfélög ekki vera friðlýst fyrir geymslu og meðferð kjarnorkuvopna: Grímsnes- og Grafningshreppur, Reykjanesbær, Sandgerði, Skútustaðahreppur og Vogar. Enn er þó eftir stóra málið, að Alþingi bindi í lög fortakslaust bann við slíkri umferð. Frumvarp um þetta efni liggur tilbúið í utanríkismálanefnd Alþingis. Samtök hernaðarandstæðinga skora á þingmenn að ljúka málinu fyrir vorið.

Færslur

SHA_forsida_top

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Á miðvikudagskvöldum verða uppákomur í Friðarhúsi í allan vetur. Miðvikudagskvöldið 11. janúar verður almennur félagsfundur …

SHA_forsida_top

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Friðarhús SHA ehf. kt 6004042530 var samþykkt af fyrirtækjaskrá 20. apríl 2004 Úr lagagreinum …

SHA_forsida_top

Tvær ferðasögur

Tvær ferðasögur

Þriðjudaginn 10. janúar kl. 17 efna Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna til opins félagsfundar í …

SHA_forsida_top

Opinn fundur MFÍK

Opinn fundur MFÍK

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna funda í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK í Friðarhúsi. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll miðvikudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

NPT-samningurinn og kjarnorkuafvopnun

NPT-samningurinn og kjarnorkuafvopnun

Samningurinn um að hefta útbreiðslu kjarnavopna eða á ensku Treaty on the Non-Proliferation of Nuclear …

SHA_forsida_top

Upplýsingar um kjarnorkuvopn og afvopnun á Friðarvefnum

Upplýsingar um kjarnorkuvopn og afvopnun á Friðarvefnum

Ritsjórn Friðarvefsins óskar lesendum gleðilegs og friðsæls nýs árs. Frá því að Friðarvefurinn var endurskoðaður …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

20.5.2005 Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu í Reykjavík

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu í Reykjavík

Séra Bjarni Karlsson flutti ávarp í lok friðargöngu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu. Ávarpið birtist hér …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi er opin milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast á að …

SHA_forsida_top

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

Sjötta Alþjóðlega samfélagsþingið (World Social Forum) verður að þessu sinni haldið í þrennu …

SHA_forsida_top

Mannréttindabrot - fangaflug

Mannréttindabrot - fangaflug

Frá MFÍK Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa löngum varað við þeirri hættu sem …

SHA_forsida_top

Friðargöngur aldrei verið fleiri

Friðargöngur aldrei verið fleiri

Friðarganga á Þorláksmessu fór fram í miðborg Reykjavíkur í 26. sinn síðdegis í gær. Veðrið …

SHA_forsida_top

Friðarganga í Reykjavík

Friðarganga í Reykjavík

Hin árvissa friðarganga Samstarfshóps friðarhreyfinga leggur af stað frá Hlemmi stundvíslega kl. 18. Hamrahlíðarkórinn og …