Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn í Friðarhúsi 23. nóvember 2013 skorar á Alþingi að fella niður greiðslur á fjárlögum til NATO, sem munu vera u.þ.b. hálfur milljarður á ársgrundvelli (500 milljónir). Rök til þess eru:
- Það er siðferðilega óverjandi að Alþingi ráðstafi skattfé íslensku þjóðarinnar til fjármögnunar á pyntingasveitum og morðum á saklausu fólki úti í heimi eins og nýlega hefur verið staðfest, sbr. fréttir undanfarnar vikur.
- Við Íslendingar þurfum fremur að nota þetta fé til nánast allra annarra hluta, t.d. mætti verja þessum fjármunum til þróunarhjálpar til landa sem liðið hafa fyrir hernað NATO-þjóða.


Velkomin á fridur.is Vefur Samtaka hernaðarandstæðinga Samtök hernaðarandstæðinga | Njálsgötu 87, 101 …












