BREYTA

Ályktun frá SHA í tilefni af vígslu friðarsúlu í Viðey

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni með þá ákvörðun að vekja athygli á mikilvægi friðarbaráttu í heiminum sem felst í því að sérstök friðarsúla listakonunnar Yoko Ono sé afhjúpuð í Viðey. Sömuleiðis fagna SHA vilja borgaryfirvalda til að kynna Reykjavík sem miðstöð friðar. Til að slík stefnumörkun sé trúverðug verður þó fleira að koma til. Eigi Reykjavík að geta staðið undir nafni sem friðarborg er fráleitt að bjóða þangað hernaðarbandalögum til fundarhalda, þar sem lagt er á ráðin um vígvæðingu og stríðsrekstur. Fundir á borð við þingmannaráðstefnu NATO geta ekki samrýmst stöðu Reykjavíkur sem friðarmiðstöðvar. Á sama hátt er fráleitt að finna friðarsúlu af þessu tagi stað nokkur hundruð metra frá þeim stað í Sundahöfn þar sem stærstu og voldugustu herskip NATO liggja við bryggju á hverju sumri. Er ef til vill ætlunin að friðarsúlan í Viðey gegni hlutverki innsiglingarljóss fyrir herskip sem hingað koma? SHA hvetja borgaryfirvöld til þess að nota tækifærið við vígslu friðarsúlunnar og lýsa því yfir að herskipakomur í Sundahöfn verði ekki heimilaðar í framtíðinni. Þannig gæti Reykjavíkurborg stigið raunverulegt skref í átt til friðar og afvopnunar. Um friðarsúluna, sjá: Hugsa sér frið – Imagine Peace - vefur Reykjavíkurborgar Imagine Peace - imaginepeace.com

Færslur

SHA_forsida_top

Nanna og Ingibjörg í Friðarhúsi

Nanna og Ingibjörg í Friðarhúsi

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudag, 25. janúar. Nanna Rögnvaldardóttir stýrir eldamennskunni og …

SHA_forsida_top

Nýliðafundur SHA

Nýliðafundur SHA

Nýir og ungir félagar í SHA hittast og bera saman bækur sínar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Kynningarfundur í MH

Kynningarfundur í MH

Fulltrúar SHA heimsækja Menntaskólann í Hamrahlíð.

SHA_forsida_top

Austur-evrópskt þema á málsverði

Austur-evrópskt þema á málsverði

Matseðillinn í Friðarhúsi n.k. föstudagskvöld verður með áustur-evrópsku sniði: * Ungversk gúllassúpa með paprikusnúðum og …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Nanna Rögnvaldardóttir sér um matseldina að þessu sinni.

SHA_forsida_top

Einhugur um fordæmingu á fangabúðunum í Guantanamo

Einhugur um fordæmingu á fangabúðunum í Guantanamo

Almenn samstaða virtist vera á Alþingi í gær, 17. janúar, um þingsályktunartillögu um fordæmingu á …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnalaus sveitarfélög

Kjarnorkuvopnalaus sveitarfélög

Árið 2001 fóru Samtök herstöðvaandstæðinga þess á leit við sveitarstjórnir um allt land að þær …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Athyglisverð viðbrögð frá Reykjanesbæ

Athyglisverð viðbrögð frá Reykjanesbæ

Á liðnum árum hafa Samtök hernaðarandstæðinga haft forgöngu um að fá sveitarstjórnir til að lýsa …

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Friðarhús er opið á löngum laugardegi. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Friðarhús er opið á löngum laugardegi. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Friðarhús er opið á löngum laugardegi. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.