BREYTA

Ályktun frá SHA vegna áforma um einkaflugher

Fréttablaðið bauð lesendum sínum upp á ónotalega forsíðufrétt í morgun, miðvikudaginn 17. mars, þar sem sagt var frá áformum um staðsetningu einkarekinnar herþotusveitar á Miðnesheiði. Fréttin bætti raunar litlu við fyrri fréttaflutning RÚV af málinu frá því í október á síðasta ári, en af því tilefni sendu SHA frá sér þessa ályktun. SHA árétta þá afstöðu sína að starfsemi af þessu tagi eigi ekkert erindi hér á landi. Málaliðaher eins og hér um ræðir er eitthvert auvirðilegasta fyrirbæri mannlegrar tilveru. Markmið rekstursins er að þjálfa hermenn í drepa fólk í fjarlægum og fátækum löndum. Er það vilji íslensku þjóðarinnar að hafa slíka iðju að féþúfu? Allt tal um vopnleysi starfsmanna fyrirtækisins er aumur fyrirsláttur. Þjálfun orrustuflugmanna og skipulagning heræfinga er og getur aldrei talist annað en hernaðarstarfsemi. Ljóst er að áform fyrirtækisins stangast á við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að Ísland skuli verða vettvangur friðarumræðu og vinna að afvopnun í heiminum. SHA hvetja fjölmiðla til að grafast betur fyrir um fyrirtækið E.C.A. Program. Heimilisfang þess er pósthólf í smábæ í Hollandi og þótt forstjóri þess tali drýgindalega um verkefni þess um víða veröld, finnast um þau litlar heimildir. Ljóst er að E.C.A. Program er í dag hálfgert skúffufyrirtæki og væntanlega leppur fyrir öflugari fyrirtæki. Hver eru þau? Fyrir liggur að fyrirtækið sóttist eftir aðstöðu fyrir starfsemi sína í Kanada, en fékk ekki leyfi frá stjórnvöldum. Hvaða sjónarmið lágu þar að baki? Um þetta var m.a. fjallað í Dagfara, tímariti Samtaka hernaðarandstæðinga sem kom út seint á síðasta ári.

Færslur

SHA_forsida_top

Staðan í Sýrlandi - félagsfundur SHA

Staðan í Sýrlandi - félagsfundur SHA

Sýrland er fyrirferðarmikið í heimsfréttunum. Hörð átök geysa í landinu og friðarhorfur ekki góðar. Hver …

SHA_forsida_top

„Loftrýmiseftirlitið“ burt!

„Loftrýmiseftirlitið“ burt!

Ályktun frá hernaðarandstæðingum á Norðurlandi Orustuþotur NATO-ríkja koma hér með fárra vikna millibili og stunda …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður maímánaðar

Fjáröflunarmálsverður maímánaðar

Síðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss fyrir sumarfrí verður haldinn föstudagskvöldið 25. maí. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …

SHA_forsida_top

Afmælisdagskráin 16. maí

Afmælisdagskráin 16. maí

Dagskrá afmælishátíðar SHA í Iðnó miðvikudagskvöldið 16. maí er óðum að taka á sig mynd. …

SHA_forsida_top

40 ár fyrir friði

40 ár fyrir friði

Samtök hernaðarandstæðinga rekja sögu sína aftur til Glæsibæjarfundarins sem haldinn var 16. maí árið 1972. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK: fréttir af Brasilíuförum

Félagsfundur MFÍK: fréttir af Brasilíuförum

Opinn félagsfundur MFÍK verður miðvikudaginn 9. Maí kl. 19 í Friðarhúsi. Þær Harpa Stefánsdóttir, formaður, …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2012

1. maí kaffi SHA 2012

Hið rómaða 1. maí kaffi SHA verður haldið í Friðarhúsi á baráttudegi verkalýðsins og hefst …

SHA_forsida_top

Málsverður aprílmánaðar

Málsverður aprílmánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, sá fyrsti eftir stórtækar framkvæmdir á ytra byrði hússins, verður haldinn föstudagskvöldið 27. …

SHA_forsida_top

VÍK og MFÍK í Friðarhúsi 18. apríl

VÍK og MFÍK í Friðarhúsi 18. apríl

MFÍK og VÍK (VInáttufélag Íslands og Kúbu efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 18. …

SHA_forsida_top

30. mars í Friðarhúsi

30. mars í Friðarhúsi

30. mars er mikilvæg dagsetning í sögu íslenskrar friðarbaráttu, en þann dag var aðild Íslands …

SHA_forsida_top

Framkvæmdir við Friðarhús - viltu gerast hluthafi?

Framkvæmdir við Friðarhús - viltu gerast hluthafi?

Um þessar mundir er unnið að stórframkvæmdum við húseignina Njálsgötu 87, sem hýsir Friðarhús SHA. …

SHA_forsida_top

8. mars

8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti- Vorið kallar Iðnó, kl. 17-18:30 Fundarstjóri: …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefnd SHA fundar

Fastir miðnefndarfundir Samtaka hernaðarandstæðinga eru fyrsta þriðjudag í mánuði, kl. 19:30 í Friðarhúsi. Minnt er …

SHA_forsida_top

Skýringar á árásarhneigð Vesturveldanna

Skýringar á árásarhneigð Vesturveldanna

eftir Þórarinn Hjartarson Bandaríkin og bandamenn þeirra flytja nú herafla m.a. frá Írak og Líbíu …

SHA_forsida_top

Stærstu málaliðaherir heims

Stærstu málaliðaherir heims

Vægi einkafyrirtækja og málaliðaherja fer sífellt vaxandi í nútímahernaði. Hér er áhugaverð samantekt vefútgáfu Business …