BREYTA

Ályktun frá SHA vegna áforma um einkaflugher

Fréttablaðið bauð lesendum sínum upp á ónotalega forsíðufrétt í morgun, miðvikudaginn 17. mars, þar sem sagt var frá áformum um staðsetningu einkarekinnar herþotusveitar á Miðnesheiði. Fréttin bætti raunar litlu við fyrri fréttaflutning RÚV af málinu frá því í október á síðasta ári, en af því tilefni sendu SHA frá sér þessa ályktun. SHA árétta þá afstöðu sína að starfsemi af þessu tagi eigi ekkert erindi hér á landi. Málaliðaher eins og hér um ræðir er eitthvert auvirðilegasta fyrirbæri mannlegrar tilveru. Markmið rekstursins er að þjálfa hermenn í drepa fólk í fjarlægum og fátækum löndum. Er það vilji íslensku þjóðarinnar að hafa slíka iðju að féþúfu? Allt tal um vopnleysi starfsmanna fyrirtækisins er aumur fyrirsláttur. Þjálfun orrustuflugmanna og skipulagning heræfinga er og getur aldrei talist annað en hernaðarstarfsemi. Ljóst er að áform fyrirtækisins stangast á við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að Ísland skuli verða vettvangur friðarumræðu og vinna að afvopnun í heiminum. SHA hvetja fjölmiðla til að grafast betur fyrir um fyrirtækið E.C.A. Program. Heimilisfang þess er pósthólf í smábæ í Hollandi og þótt forstjóri þess tali drýgindalega um verkefni þess um víða veröld, finnast um þau litlar heimildir. Ljóst er að E.C.A. Program er í dag hálfgert skúffufyrirtæki og væntanlega leppur fyrir öflugari fyrirtæki. Hver eru þau? Fyrir liggur að fyrirtækið sóttist eftir aðstöðu fyrir starfsemi sína í Kanada, en fékk ekki leyfi frá stjórnvöldum. Hvaða sjónarmið lágu þar að baki? Um þetta var m.a. fjallað í Dagfara, tímariti Samtaka hernaðarandstæðinga sem kom út seint á síðasta ári.

Færslur

SHA_forsida_top

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

Eftir Erling Folkvord borgarfulltrúa Rauða kosningabandalagsins í Osló Aths. þýðanda: Eftirfarandi grein birtist …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Í kvöld verður límt á Dagfara og hann svo sendur/borinn út til félagsmanna í SHA. …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld. Að þessu sinni verður matreiðslan í höndum …

SHA_forsida_top

Eru menn gengnir af göflunum?

Eru menn gengnir af göflunum?

Fregnir berast nú af því að íslensk og norsk stjórnvöld muni síðar í vikunni undirrita …

SHA_forsida_top

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

Rétt er að vekja athygli hernaðarandstæðinga á myndasýningu á vegum Kvikmyndasafns þriðjudaginn 24. apríl kl. …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundi Friðarhúss lokið

Aðalfundi Friðarhúss lokið

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn í dag, laugardag. 210 einstaklingar eiga nú hlut í …

SHA_forsida_top

Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Fyrirlestur um alþjóðamál í ReykjavíkurAkademíunni og Friðarhúsinu Þýski hagfræðingurinn og rithöfundurinn F. William Engdahl, …

SHA_forsida_top

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Eftirfarandi grein Soffíu Sigurðardóttur birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 12. apríl. Jón Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhýsi

SHA_forsida_top

Á fjölunum

Á fjölunum

Friðarvefurinn hefur verið beðinn um að vekja athygli á áhugaverðri leiksýningu í Þjóðleikhúsinu sem átt …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss ehf

Stjórnarfundur Friðarhúss ehf

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Bókabúð Slagsíðunnar

Bókabúð Slagsíðunnar

Friðarvefurinn vill vekja athygli lesenda sinna á bókabúð Slagsíðunnar, sem var opnuð nýlega. Í Bókabúð …