BREYTA

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Samtök herstöðvaandstæðinga lýsa vanþóknun sinni á svokallaðri vináttuheimsókn bandaríska herskipsins USS Wasp. Íslenskt land, íslenskar hafnir og allt það hafsvæði sem tilheyrir Íslandi á að vera í friði fyrir herskipum eða öðrum hernaðartólum. Einkum og sér í lagi frábiðjum við okkur heimsóknir frá því herveldi sem nú er árásagjarnast, stendur í blóðugum styrjöldum í kjölfar innrása sinna í Írak og Afganistan, brýtur mannréttindasáttmála og alþjóðalög með fangabúðum og pyndingum fanga og stendur í endurnýjun og þróun kjarnorkuvopna þvert á alþjóðasamninga og áratugalanga viðleitni til kjarnorkuafvopnunar. Samtök herstöðvaandstæðinga átelja harðlega það samkomulag sem gert hefur verið um áframhaldandi samstarf Íslands og Bandaríkjanna á sviði hernaðar og hvernig borgararlegum stofnunum eins og landhelgisgæslunni og lögreglunni skal þvælt í hernaðarlegt samstarf. Sú svívirða kemur nú berlega í ljós við heimsókn herskipsins USS Wasp, en meðan á dvöl skipsins stendur er ætlunin að áhöfnin vinni með landhelgisgæslunni og lögreglunni við að undirbúa þjálfun og æfingar í framtíðinni. Þá vilja Samtök herstöðvaandstæðinga minna borgar- og hafnaryfirvöld á samþykkt borgarstjórnar frá 21. mars 2002: „Borgarstjórn samþykkir að bönnuð verði í borgarlandinu umferð og geymsla kjarnorku- efna- og sýklavopna.“ Í samræmi við þess samþykkt ber hafnar- og borgaryfirvöldum að ganga úr skugga um hvort kjarnorkuvopn séu um borð í herskipinu USS Wasp. Ef ekki er hægt að fá staðfest að svo sé ekki ber yfirvöldum að koma í veg fyrir að skipið komi inn á höfn í Reykjavík.

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

SHA_forsida_top

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Keith McHenry, stofnandi samtakanna Food Not Bombs, heldur fund í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, …

SHA_forsida_top

Ræða Einars Más Guðmundssonar að lokinni friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu 2009

Ræða Einars Más Guðmundssonar að lokinni friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu 2009

Að vanda var fjölmenni í friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu þrátt fyrir kulda og norðannepju. …

SHA_forsida_top

Blysför til friðar á Akureyri á Þorláksmessu 2009

Blysför til friðar á Akureyri á Þorláksmessu 2009

Á Þorláksmessu var gengið til friðar niður Laugaveginn í Reykjavík í þrítugasta sinn. Þar flutti …

SHA_forsida_top

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza

Félagið Ísland-Palestína efnir til fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 sunnudaginn 27. desember kl. 16. …

SHA_forsida_top

Friðar- og samstöðufundur með Palestínumönnum

Friðar- og samstöðufundur með Palestínumönnum

Félagið Ísland-Palestína fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til blysfarar niður Laugaveginn á Þorláksmessu á hverju ári undanfarna þrjá …

SHA_forsida_top

Kongen og de to smedene

Kongen og de to smedene

Norski fræðimaðurinn Fredrik Heffermehl hefur skrifað talsvert um störf norsku Nóbelsnefndarinnar á liðnum áratugum og …

SHA_forsida_top

Obama og friðarverðlaunin

Obama og friðarverðlaunin

Obama Bandaríkjaforseti hefur nú bæst í hóp furðulegra ákvarðanna norsku Nóbelsnefndarinnar sem útnefnir friðarverðlaunahafa. Að …

SHA_forsida_top

Engar herstöðvar suður með sjó

Engar herstöðvar suður með sjó

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um hernaðarmannvirki: Landsráðstefna SHA …

SHA_forsida_top

Leggjum niður Varnarmálastofnun

Leggjum niður Varnarmálastofnun

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um málefni Varnarmálastofnunnar: Landsráðstefna …

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um aðildina að NATO: …

SHA_forsida_top

Fundur um Wiki-leaks

Fundur um Wiki-leaks

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.