BREYTA

Ályktun frá SHA vegna stofnunar rannsóknarnefndar

Samtök Hernaðarandstæðinga fagna hugmyndum um að sett verði á fót nefnd til þess að rannsaka aðdraganda og ástæður þess Ísland gerðist stuðningsaðili innrásarinnar í Írak árið 2003. Brýnt er að allir þættir í aðdraganda þessar ákvörðunar verði dregnir fram í dagsljósið. Slík rannsókn yrði mikilvægur virðingarvottur við þá Íraka sem fallið hafa í stríðinu eða eiga um sárt að binda vegna þess. Þetta fólk á það skilið sannleikurinn komi fram. SHA minna á varnaðarorð andstæðinga stríðsins áður en til innrásarinnar kom. Flestir spádómar þeirra hafa nú ræst, illu heilli. Því er það engin málsvörn fyrir þá sem studdu aðgerðirnar að þeir hafi ekki getað vitað betur. SHA skora á þá sem ábyrgðina bera að stíga fram, biðjast afsökunar á þætti sínum og aðstoða við að upplýsa málið eftir bestu getu. Rannsóknin af þessu tagi er ekki síður mikilvæg til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. Raunveruleg hætta er á slíku, enda Ísland aðili að árásarsinnuðu hernaðarbandalagi - NATO - sem stendur um þessar mundir í mannskæðri styrjöld í Afganistan. Þá er brýnt að kanna að hvað miklu leyti ákvörðun íslenskra ráðamanna stjórnaðist af voninni um að stuðningur við stríðið gæti framlengt hersetu Bandaríkjamanna á Miðnesheiði um einhver ár. Hafi það verið meginástæðan og stjórnvöld látið stuðning sinn í té til að kría út tveggja ára viðbótardvöl hersins þá er það ömurlegur lokapunktur á herfilegri áratuga sögu hersetunnar.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Eftirfarandi tilmæli til fréttastofu Ríkisútvarpsins voru samþykkt á landsfundi SHA um helgina. (Öðrum fjölmiðlum er …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi í dag, laugardag. Helstu niðurstöður og ályktanir fundarins verða …

SHA_forsida_top

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 24. nóvember, eins og áður hefur verið …

SHA_forsida_top

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kjördæmisráði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi: Aðalfundur Kjördæmisráðs …

SHA_forsida_top

Hver eru grunngildin?

Hver eru grunngildin?

ReykjavíkurAkademían blæs til umræðufundar þriðjudaginn 20. nóvember kl. 17-19. Umræðuefnið er „grundvallargildi samfélagsins“ í ljósi …

SHA_forsida_top

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - að þessu sinni glæsileg jólamáltíð.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Opinn félagsfundur MFÍK miðvikudaginn 14. nóvember kl. 19 Alfífa Ketilsdóttir og Halla Gunnarsdóttir tala …

SHA_forsida_top

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Fimmtudaginn 8. nóvember flutti utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, munnlega skýrslu á Alþingi og í kjölfarið …

SHA_forsida_top

Vígvæðing í fjárlögum?

Vígvæðing í fjárlögum?

eftir Katrínu Jakobsdóttur alþingismann Eftirfarandi grein birtist í 24 stundum 9. nóvember Í …

SHA_forsida_top

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Vegna frétta undanfarinna daga um fund æðstu yfirmanna vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems vill borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Ákveðið hefur verið að halda landsráðstefnu SHA laugardaginn 24. nóvember í Friðarhúsi. Dagskráin verður kynnt …

SHA_forsida_top

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ályktun aðalfundar Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði 3. nóvember: Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði harma fund stríðsmangaranna …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Samtök hernaðarandstæðinga gagnrýna harðlega fund stjórnenda vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems í Reykjavík. Vopnaiðnaðurinn er án nokkurs …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA í Friðarhúsi