BREYTA

Ályktun frá SHA vegna stofnunar rannsóknarnefndar

Samtök Hernaðarandstæðinga fagna hugmyndum um að sett verði á fót nefnd til þess að rannsaka aðdraganda og ástæður þess Ísland gerðist stuðningsaðili innrásarinnar í Írak árið 2003. Brýnt er að allir þættir í aðdraganda þessar ákvörðunar verði dregnir fram í dagsljósið. Slík rannsókn yrði mikilvægur virðingarvottur við þá Íraka sem fallið hafa í stríðinu eða eiga um sárt að binda vegna þess. Þetta fólk á það skilið sannleikurinn komi fram. SHA minna á varnaðarorð andstæðinga stríðsins áður en til innrásarinnar kom. Flestir spádómar þeirra hafa nú ræst, illu heilli. Því er það engin málsvörn fyrir þá sem studdu aðgerðirnar að þeir hafi ekki getað vitað betur. SHA skora á þá sem ábyrgðina bera að stíga fram, biðjast afsökunar á þætti sínum og aðstoða við að upplýsa málið eftir bestu getu. Rannsóknin af þessu tagi er ekki síður mikilvæg til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. Raunveruleg hætta er á slíku, enda Ísland aðili að árásarsinnuðu hernaðarbandalagi - NATO - sem stendur um þessar mundir í mannskæðri styrjöld í Afganistan. Þá er brýnt að kanna að hvað miklu leyti ákvörðun íslenskra ráðamanna stjórnaðist af voninni um að stuðningur við stríðið gæti framlengt hersetu Bandaríkjamanna á Miðnesheiði um einhver ár. Hafi það verið meginástæðan og stjórnvöld látið stuðning sinn í té til að kría út tveggja ára viðbótardvöl hersins þá er það ömurlegur lokapunktur á herfilegri áratuga sögu hersetunnar.

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr NATÓ strax!

Ísland úr NATÓ strax!

eftir Rúnar Sveinbjörnsson Samkvæmt mínum upplýsingum eru 13 Íslendingar nú að störfum hjá Nató í …

SHA_forsida_top

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Eftir Jan Öberg framkvæmdastjóra Transnational Foundation for Peace and Future Reasearch, Lundi 31. júlí …

SHA_forsida_top

Eftirlit NATO – nei takk!

Eftirlit NATO – nei takk!

Frá því Ísland gerðist aðili að NATO 30. mars 1949 hefur nokkur breyting orðið á …

SHA_forsida_top

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Samkvæmt fréttum Stöðvar tvö nú undir kvöldið hefur verið hætt við að fara fram á …

SHA_forsida_top

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Það er ekki oft sem Friðarvefurinn eða Samtök hernaðarandstæðinga sjá ástæðu til að taka undir …

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum NATO-ríkjanna Noregs, Danmerkur, Bandaríkjanna, Lettlands og Íslands sem ætlunin er …

SHA_forsida_top

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Frá Saving Iceland, 24. 7. 2007 TENGSL ALCAN VIÐ HERGAGNAFRAMLEIÐSLU Málmur frá Rio Tinto-ALCAN …

SHA_forsida_top

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Fréttatilkynning 22. júlí, 2007 SAVING ICELAND: REYKJAVÍKURBORG, HÆTTIÐ AÐ STYÐJA VOPNAIÐNAÐINN OG STÓRIÐJU. BORÐI Á …

SHA_forsida_top

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Í Morgunblaðinu í dag, 19. júlí, er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, sem …

SHA_forsida_top

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson er látinn. Við minnumst Baldvins sem eins merkasta leikara og leikstjóra hér á …

SHA_forsida_top

Ótrúleg bráðabirgðalög

Ótrúleg bráðabirgðalög

Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 14. júlí. Eina skynsamlega skýringin sem ég hef heyrt …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara fundar.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga hittist og undirbýr kertafleytingu á Tjörninni.

SHA_forsida_top

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag eru nú 13 hermenn í Afganistan á vegum Íslands. …