BREYTA

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um öryggismál Íslands Ýmsar goðsagnir hafa gufað upp á undanförnum misserum í kjölfar brotthvarfs bandaríska setuliðsins frá Miðnesheiði. Í fyrsta lagi hefur komið í ljós að öryggi Íslendinga er þrátt fyrir allt ekki bundið við veru hers eða tiltekins fjölda orrustuflugvéla á landinu – eins og SHA hafa raunar alla tíð bent á. Þau stjórnmálaöfl sem fullyrtu þetta fyrir örfáum misserum eru nú í óða önn við að búa til álíka óskeikular skilgreiningar á “varnarþörf” Íslands. Samtök hernaðarandstæðinga hvetja til þess að íslensk stjórnvöld leggist allsstaðar og ævinlega gegn beitingu vopnavalds við lausn á deilumálum. Við minnum á að NATO í nýju hlutverki ástundar hernám og stríðsrekstur í fjarlægum heimshlutum auk þess sem að bandalagið stendur gegn viðleitni til afvopnunar og útrýmingar kjarnorkuvopna. Tíð fjölmiðlaumfjöllun um ógnina sem stafar af kjarnorkuáætlun Írans, ætti öðru fremur að vekja fólk til vitundar um það að tugþúsundir kjarnorkuvopna NATO ógna heimsfriði og framtíð mannkyns. Önnur goðsögn hersetunnar snerist um að nærvera hersins væri nauðsynleg fosenda þess að atvinnulíf á Suðurnesjum fengi þrifist, en hún hefur afsannast undraskjótt og með afgerandi hætti á undanförnum mánuðum. Ljóst má vera að hersetan kom fyrst og fremst í veg fyrir atvinnuuppbyggingu á öðrum sviðum og hefti framtak manna og sveitarstjórna til að byggja upp eðlilega atvinnustarfsemi á svæðinu. Góðu heilli reyndust björgunarsveit bandaríska hersins ekki heldur forsenda þess að hægt væri að halda úti eðlilegum öryggisviðbúnaði fyrir Íslendinga í nauðum. Metnaðarleysi stjórnvalda á að sinna þessu hlutverki verður ekki útskýrt með öðru en viðleitni til að nota þessi öryggismál sem áróður fyrir áframhaldandi veru setuliðs í landinu.

Færslur

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …

SHA_forsida_top

Opið hús á Menningarnótt

Opið hús á Menningarnótt

SHA bjóða í heimsókn á Menningarnótt í Reykjavík. Friðarhús, Njálsgötu 87, verður opið gestum …

SHA_forsida_top

Kveðja frá Nagasaki

Kveðja frá Nagasaki

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kveðja frá Hiroshima

Kveðja frá Hiroshima

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar: Reykjavík 9. ágúst & Akureyri 11. ágúst

Kertafleytingar: Reykjavík 9. ágúst & Akureyri 11. ágúst

Hin árlega kertafleyting í Reykjavík verður haldin þriðjudaginn 9.ágúst. Verður safnast saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar á fjórum stöðum

Kertafleytingar á fjórum stöðum

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og …

SHA_forsida_top

Vinstri stjórnin og NATO

Vinstri stjórnin og NATO

Hnattvætt vestrænt auðvald rekur grimma og sívaxandi hernaðarstefnu gegn öðrum heimshlutum, gegn öllum sem þvælast …

SHA_forsida_top

Fundur um byltinguna í Egyptalandi

Fundur um byltinguna í Egyptalandi

Þriðjudagskvöldið 5. júlí kl. 20 verður haldinn fundur í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, á vegum …

SHA_forsida_top

Mótmæli sem hitta í mark

Mótmæli sem hitta í mark

Föstudaginn 1. júlí kl. 12 mun Claudio Bisogniero, varaframkvæmdastjóra Nató halda erindi í Öskju, náttúrufræðihúsi …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína í Friðarhúsi, miðvikudag

Ísland-Palestína í Friðarhúsi, miðvikudag

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir spjallkvöldi í Friðarhúsinu (Njálsgötu 87, 101 Reykjavík) næstkomandi miðvikudagskvöld, klukkan 20.00. …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína í Friðarhúsi

Ísland-Palestína í Friðarhúsi

Félagsundur Félagsins Ísland-Palestína.

SHA_forsida_top

Herinn, skólarnir og siðleysið

Herinn, skólarnir og siðleysið

Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu Mennta- og menningarmálaráðherra þess efnis að bannað sé að halda kynningarfundi …

SHA_forsida_top

Vill Árvakur fá þig í herinn?

Vill Árvakur fá þig í herinn?

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um tilraunir norskra hernaðaryfirvalda til að skrá íslensk ungmenni í herinn, er …

SHA_forsida_top

Norski herinn og karlablöðin

Norski herinn og karlablöðin

Í framhaldi af síðustu færslu þar sem rifjuð var upp grein úr gömlum Dagfara, er …

SHA_forsida_top

Stríðsfréttir

Stríðsfréttir

Fréttaflutningur af stríðinu í Líbýu hefur mjög verið á einn veg síðustu daga og vikur. …