BREYTA

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um öryggismál Íslands Ýmsar goðsagnir hafa gufað upp á undanförnum misserum í kjölfar brotthvarfs bandaríska setuliðsins frá Miðnesheiði. Í fyrsta lagi hefur komið í ljós að öryggi Íslendinga er þrátt fyrir allt ekki bundið við veru hers eða tiltekins fjölda orrustuflugvéla á landinu – eins og SHA hafa raunar alla tíð bent á. Þau stjórnmálaöfl sem fullyrtu þetta fyrir örfáum misserum eru nú í óða önn við að búa til álíka óskeikular skilgreiningar á “varnarþörf” Íslands. Samtök hernaðarandstæðinga hvetja til þess að íslensk stjórnvöld leggist allsstaðar og ævinlega gegn beitingu vopnavalds við lausn á deilumálum. Við minnum á að NATO í nýju hlutverki ástundar hernám og stríðsrekstur í fjarlægum heimshlutum auk þess sem að bandalagið stendur gegn viðleitni til afvopnunar og útrýmingar kjarnorkuvopna. Tíð fjölmiðlaumfjöllun um ógnina sem stafar af kjarnorkuáætlun Írans, ætti öðru fremur að vekja fólk til vitundar um það að tugþúsundir kjarnorkuvopna NATO ógna heimsfriði og framtíð mannkyns. Önnur goðsögn hersetunnar snerist um að nærvera hersins væri nauðsynleg fosenda þess að atvinnulíf á Suðurnesjum fengi þrifist, en hún hefur afsannast undraskjótt og með afgerandi hætti á undanförnum mánuðum. Ljóst má vera að hersetan kom fyrst og fremst í veg fyrir atvinnuuppbyggingu á öðrum sviðum og hefti framtak manna og sveitarstjórna til að byggja upp eðlilega atvinnustarfsemi á svæðinu. Góðu heilli reyndust björgunarsveit bandaríska hersins ekki heldur forsenda þess að hægt væri að halda úti eðlilegum öryggisviðbúnaði fyrir Íslendinga í nauðum. Metnaðarleysi stjórnvalda á að sinna þessu hlutverki verður ekki útskýrt með öðru en viðleitni til að nota þessi öryggismál sem áróður fyrir áframhaldandi veru setuliðs í landinu.

Færslur

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - III.hluti, varalögregla & leyniþjónusta

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - III.hluti, varalögregla & leyniþjónusta

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu

Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu

Síðastliðinn laugardag, 5. maí, var haldin í Prag alþjóðleg ráðstefna gegn hervæðingu Evrópu. Tékkneskir hernaðarandstæðingar …

SHA_forsida_top

Vestrænt siðferði í verki

Vestrænt siðferði í verki

Bandaríska ríkið veitti helmingi meira fé til að rannsaka ástarleiki Bill Clintons, fyrrv. forseta Bandaríkjanna, …

SHA_forsida_top

Undirskriftasöfnun til að enda martröðina

Undirskriftasöfnun til að enda martröðina

Eftir innrás Bandaríkjanna og fleiri ríkja í Írak 2003 var settur upp dómstóll í anda …

SHA_forsida_top

Pétur Pétursson. Kveðja frá SHA

Pétur Pétursson. Kveðja frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga minnast með virðingu Péturs Péturssonar sem borinn var til hinstu hvílu í dag …

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK

Fundurinn hefst með sameiginlegu borðhaldi. Listakokkurinn Ruby (Veróníka S.K. Palaniandy) mun sjá um matseldina ásamt …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útláni

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - II. hluti, Ísland og NATO

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - II. hluti, Ísland og NATO

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð?

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð?

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð? Þetta er fyrirsögn á fréttasíðum Textavarps Ríkisútvarpsins í …

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir – I.hluti, varnarsamningur Íslands og BNA

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir – I.hluti, varnarsamningur Íslands og BNA

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

1. maí - til baráttu fyrir réttlæti, velferð og friði

1. maí - til baráttu fyrir réttlæti, velferð og friði

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2007

1. maí kaffi SHA 2007

Munið 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 11. Setið verður að …

SHA_forsida_top

Kröfuspjaldasmiðja Friðarhúsi mánudagskvöld kl. 8

Kröfuspjaldasmiðja Friðarhúsi mánudagskvöld kl. 8

Samtök herstöðvaandstæðinga, nú hernaðarandstæðinga (SHA), hafa löngum verið áberandi með boðskap sinn fyrir …

SHA_forsida_top

Bókun Steingríms J. Sigfússonar á 1229. fundi utanríkismálanefndar, 24. apríl 2007, um öryggismál á Norður-Atlantshafi

Bókun Steingríms J. Sigfússonar á 1229. fundi utanríkismálanefndar, 24. apríl 2007, um öryggismál á Norður-Atlantshafi

Undirritaður, fulltrúi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í utanríkismálanefnd, er því að sjálfsögðu fylgjandi að …

SHA_forsida_top

Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins vegna undirritunar samkomulags við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála

Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins vegna undirritunar samkomulags við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála

Undirritun við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála 26.4.2007 FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu Nr. …