BREYTA

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um öryggismál Íslands Ýmsar goðsagnir hafa gufað upp á undanförnum misserum í kjölfar brotthvarfs bandaríska setuliðsins frá Miðnesheiði. Í fyrsta lagi hefur komið í ljós að öryggi Íslendinga er þrátt fyrir allt ekki bundið við veru hers eða tiltekins fjölda orrustuflugvéla á landinu – eins og SHA hafa raunar alla tíð bent á. Þau stjórnmálaöfl sem fullyrtu þetta fyrir örfáum misserum eru nú í óða önn við að búa til álíka óskeikular skilgreiningar á “varnarþörf” Íslands. Samtök hernaðarandstæðinga hvetja til þess að íslensk stjórnvöld leggist allsstaðar og ævinlega gegn beitingu vopnavalds við lausn á deilumálum. Við minnum á að NATO í nýju hlutverki ástundar hernám og stríðsrekstur í fjarlægum heimshlutum auk þess sem að bandalagið stendur gegn viðleitni til afvopnunar og útrýmingar kjarnorkuvopna. Tíð fjölmiðlaumfjöllun um ógnina sem stafar af kjarnorkuáætlun Írans, ætti öðru fremur að vekja fólk til vitundar um það að tugþúsundir kjarnorkuvopna NATO ógna heimsfriði og framtíð mannkyns. Önnur goðsögn hersetunnar snerist um að nærvera hersins væri nauðsynleg fosenda þess að atvinnulíf á Suðurnesjum fengi þrifist, en hún hefur afsannast undraskjótt og með afgerandi hætti á undanförnum mánuðum. Ljóst má vera að hersetan kom fyrst og fremst í veg fyrir atvinnuuppbyggingu á öðrum sviðum og hefti framtak manna og sveitarstjórna til að byggja upp eðlilega atvinnustarfsemi á svæðinu. Góðu heilli reyndust björgunarsveit bandaríska hersins ekki heldur forsenda þess að hægt væri að halda úti eðlilegum öryggisviðbúnaði fyrir Íslendinga í nauðum. Metnaðarleysi stjórnvalda á að sinna þessu hlutverki verður ekki útskýrt með öðru en viðleitni til að nota þessi öryggismál sem áróður fyrir áframhaldandi veru setuliðs í landinu.

Færslur

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Öryggisvottorð í þágu NATO

Öryggisvottorð í þágu NATO

Í dag, 7. nóv. 2006, birtist afar athyglisverð frétt á forsíðu Fréttablaðsins. Hún fjallar um …

SHA_forsida_top

Húsin á heiðinni

Húsin á heiðinni

Eftirfarandi grein Þorleifs Friðrikssonar sagnfræðings birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember. Fleiri greinar um atvinnustarfsemi …

SHA_forsida_top

Kannski getum við gert upp sakirnar

Kannski getum við gert upp sakirnar

Eftirfarandi grein Ragnars Óskarssonar birtist í Morgunpósti VG 31. október. Líklega munum við flest …

SHA_forsida_top

Viðtal við Vigfús Geirdal um símhleranir og fleira á Morgunhananum

Viðtal við Vigfús Geirdal um símhleranir og fleira á Morgunhananum

Í þættinum Morgunhaninn á Útvarp Sögu 30. nóvember ræddi Jóhann Haukson við Vigfús Geirdal sagnfræðing …

SHA_forsida_top

Baráttan heldur áfram!

Baráttan heldur áfram!

Húsfyllir var á hinum mánaðarlega föstudagskvöldverði í Friðarhúsi 28. október. Kjartan Ólafsson fv. alþingismaður kom …

SHA_forsida_top

Hlerunarskjölin

Hlerunarskjölin

Hlerunarskjölin er hægt að nálgast á vefslóðinni http://www.skjalasafn.is/index.php?node=534

SHA_forsida_top

Staðið á blístri - legið á hleri

Staðið á blístri - legið á hleri

N.k. föstudagskvöld verður hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Matseðillinn er að vanda glæsilegur: Kjúklingasalat með austurlensku …

SHA_forsida_top

Aðalfundur húsfélags

Aðalfundur húsfélags

Aðalfundur húsfélagsins að Njálsgötu 87 verður haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rokktónleikar í Friðarhúsi

Rokktónleikar í Friðarhúsi

Bókasafn Andspyrnu heldur rokktónleika í Friðarhúsi kl. 19-21.

SHA_forsida_top

NATO er ekki friðarbandalag

NATO er ekki friðarbandalag

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 21. október 2006. Þar hafði slæðst inn ein …

SHA_forsida_top

Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum

Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum

eftir Einar Ólafsson Prentvæn útgáfa Ný heimskipan: alger yfirráð Bandaríkjanna „Áður en Japanir …

SHA_forsida_top

Stríðið í Afganistan

Stríðið í Afganistan

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist einnig á vefritinu MIR.IS. Í Afganistan ríkir enginn …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Í kvöld er Friðarhús í útláni.

SHA_forsida_top

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

NATO sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu 16. október síðastliðinn, sem hér birtist í lauslegri …