BREYTA

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um öryggismál Íslands Ýmsar goðsagnir hafa gufað upp á undanförnum misserum í kjölfar brotthvarfs bandaríska setuliðsins frá Miðnesheiði. Í fyrsta lagi hefur komið í ljós að öryggi Íslendinga er þrátt fyrir allt ekki bundið við veru hers eða tiltekins fjölda orrustuflugvéla á landinu – eins og SHA hafa raunar alla tíð bent á. Þau stjórnmálaöfl sem fullyrtu þetta fyrir örfáum misserum eru nú í óða önn við að búa til álíka óskeikular skilgreiningar á “varnarþörf” Íslands. Samtök hernaðarandstæðinga hvetja til þess að íslensk stjórnvöld leggist allsstaðar og ævinlega gegn beitingu vopnavalds við lausn á deilumálum. Við minnum á að NATO í nýju hlutverki ástundar hernám og stríðsrekstur í fjarlægum heimshlutum auk þess sem að bandalagið stendur gegn viðleitni til afvopnunar og útrýmingar kjarnorkuvopna. Tíð fjölmiðlaumfjöllun um ógnina sem stafar af kjarnorkuáætlun Írans, ætti öðru fremur að vekja fólk til vitundar um það að tugþúsundir kjarnorkuvopna NATO ógna heimsfriði og framtíð mannkyns. Önnur goðsögn hersetunnar snerist um að nærvera hersins væri nauðsynleg fosenda þess að atvinnulíf á Suðurnesjum fengi þrifist, en hún hefur afsannast undraskjótt og með afgerandi hætti á undanförnum mánuðum. Ljóst má vera að hersetan kom fyrst og fremst í veg fyrir atvinnuuppbyggingu á öðrum sviðum og hefti framtak manna og sveitarstjórna til að byggja upp eðlilega atvinnustarfsemi á svæðinu. Góðu heilli reyndust björgunarsveit bandaríska hersins ekki heldur forsenda þess að hægt væri að halda úti eðlilegum öryggisviðbúnaði fyrir Íslendinga í nauðum. Metnaðarleysi stjórnvalda á að sinna þessu hlutverki verður ekki útskýrt með öðru en viðleitni til að nota þessi öryggismál sem áróður fyrir áframhaldandi veru setuliðs í landinu.

Færslur

SHA_forsida_top

Rússar hætta við flotaæfingar við Ísland

Rússar hætta við flotaæfingar við Ísland

Ekki verður annað séð af neðangreindri frétt Fréttablaðsins í dag en ályktanir og aðgerðir …

SHA_forsida_top

Velheppnuð mótmælastaða við bandaríska sendiráðið

Velheppnuð mótmælastaða við bandaríska sendiráðið

Um fjögur hundruð manns komu saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna kl. 17:30 í dag. Ögmundur …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra vill vopnahlé í Libanon

Utanríkisráðherra vill vopnahlé í Libanon

Við vorum þungorð í garð Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra hér á Friðarvefnum fyrr í dag. Það …

SHA_forsida_top

Vinstri græn fara fram á fund í utanríkisnefnd

Vinstri græn fara fram á fund í utanríkisnefnd

Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun vegna árása Ísraels á Líbanon og farið fram …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið í dag, föstudag, kl. 17:30 - Fjölmennum!

Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið í dag, föstudag, kl. 17:30 - Fjölmennum!

Samtök herstöðvaandstæðinga hafa boðað til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið í dag, föstudaginn 28. júlí, kl. …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við sendiráð BNA

Mótmælastaða við sendiráð BNA

Stríðsrekstri Ísraela í Líbanon mótmælt við sendiráð Bandaríkjanna, sem styðja hernaðinn með ráðum og dáð.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara, tímarits SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 á föstudaginn

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 á föstudaginn

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 föstudaginn 28. júlí. Jafnframt …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. kertafleytingar

Undirbúningsfundur v. kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi til að undirbúa kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að beita sér gegn mannréttindabrotum Ísraela

Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að beita sér gegn mannréttindabrotum Ísraela

Í ályktun sem þingflokkur Samfylkingarinnar hefur sent frá sér er skorað á ríkisstjórn Íslands að …

SHA_forsida_top

Árásirnar á Líbanon, undirskriftasafnanir, mótmælaaðgerðir víða um heim, ein prédikun og myndir

Árásirnar á Líbanon, undirskriftasafnanir, mótmælaaðgerðir víða um heim, ein prédikun og myndir

Hörmulegt hefur verið að fylgjast með árásum Ísraelshers á grannríkið Líbanon undanfarna daga. Hernaður þessi …

SHA_forsida_top

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

Á hverjum degi berast nýjar fregnir af voðaverkum Ísraelshers í Líbanon og þeim hörmungum sem …

SHA_forsida_top

Draumur herforingjanna

Draumur herforingjanna

Stun ber á góma, að það hafi þrátt fyrir allt verið tiltölulega öruggur tími. Rökin …

SHA_forsida_top

Varnarsamningurinn og NATO

Varnarsamningurinn og NATO

eftir Vigfús Geirdal Birtist í Morgunblaðinu 13. júlí 2006 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherraefni Samfylkingarinnar …

SHA_forsida_top

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

Mótmælafundur, fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli kl. 17:30 Síðastliðinn sunnudag (9. júlí) voru 2 ár …