BREYTA

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um öryggismál Íslands Ýmsar goðsagnir hafa gufað upp á undanförnum misserum í kjölfar brotthvarfs bandaríska setuliðsins frá Miðnesheiði. Í fyrsta lagi hefur komið í ljós að öryggi Íslendinga er þrátt fyrir allt ekki bundið við veru hers eða tiltekins fjölda orrustuflugvéla á landinu – eins og SHA hafa raunar alla tíð bent á. Þau stjórnmálaöfl sem fullyrtu þetta fyrir örfáum misserum eru nú í óða önn við að búa til álíka óskeikular skilgreiningar á “varnarþörf” Íslands. Samtök hernaðarandstæðinga hvetja til þess að íslensk stjórnvöld leggist allsstaðar og ævinlega gegn beitingu vopnavalds við lausn á deilumálum. Við minnum á að NATO í nýju hlutverki ástundar hernám og stríðsrekstur í fjarlægum heimshlutum auk þess sem að bandalagið stendur gegn viðleitni til afvopnunar og útrýmingar kjarnorkuvopna. Tíð fjölmiðlaumfjöllun um ógnina sem stafar af kjarnorkuáætlun Írans, ætti öðru fremur að vekja fólk til vitundar um það að tugþúsundir kjarnorkuvopna NATO ógna heimsfriði og framtíð mannkyns. Önnur goðsögn hersetunnar snerist um að nærvera hersins væri nauðsynleg fosenda þess að atvinnulíf á Suðurnesjum fengi þrifist, en hún hefur afsannast undraskjótt og með afgerandi hætti á undanförnum mánuðum. Ljóst má vera að hersetan kom fyrst og fremst í veg fyrir atvinnuuppbyggingu á öðrum sviðum og hefti framtak manna og sveitarstjórna til að byggja upp eðlilega atvinnustarfsemi á svæðinu. Góðu heilli reyndust björgunarsveit bandaríska hersins ekki heldur forsenda þess að hægt væri að halda úti eðlilegum öryggisviðbúnaði fyrir Íslendinga í nauðum. Metnaðarleysi stjórnvalda á að sinna þessu hlutverki verður ekki útskýrt með öðru en viðleitni til að nota þessi öryggismál sem áróður fyrir áframhaldandi veru setuliðs í landinu.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Aðalsalur Friðarhúss er í útleigu vegna einkafundar.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi föstudaginn 24. mars. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Sigríður Kristinsdóttir, …

SHA_forsida_top

Velheppnaðir fundir gegn Íraksstríðinu í Reykjavík

Velheppnaðir fundir gegn Íraksstríðinu í Reykjavík

Tveir fundir voru haldnir í Reykjavík 18. mars til að mótmæla Íraksstríðinu. Húsfyllir var á …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn Íraksstríði

Mótmæli gegn Íraksstríði

Mótmæli gegn stríðinu í Írak á alþjóðlegum baráttudegi.

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Uppákomur í Friðarhúsi á hverju kvöldi.

SHA_forsida_top

Aðgerðir í Reykjavík 18. mars gegn Íraksstríðinu

Aðgerðir í Reykjavík 18. mars gegn Íraksstríðinu

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 15 Samtök herstöðvaandstæðinga Morgunkaffi verður í Friðarhúsi frá kl. …

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Heimildarmyndin Uncovered - The War on Iraq verður sýnd í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Uppákomur í Friðarhúsi á hverju kvöldi.

SHA_forsida_top

Æsum til friðar

Æsum til friðar

Tónleikar á Gauknum 17. mars Það eru ekki bara Samtök herstöðvaandstæðinga og Þjóðarhreyfingin - …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuárás á Íran í smíðum?

Kjarnorkuárás á Íran í smíðum?

Margir óttast að árás á Íran sé yfirvofandi og óneitanlega minnir síharðandi orðalag bandarískra ráðmanna …

SHA_forsida_top

Fjölmiðlar og Íraksstríð

Fjölmiðlar og Íraksstríð

Þáttur fjölmiðla í stríðsrekstrinum í Írak hefur reynst kveikja mikilla umræðna síðustu misseri. Fimmtudagskvöldið 16. …

SHA_forsida_top

Norðurlandsdeild SHA fundar

Norðurlandsdeild SHA fundar

Norðurlandsdeild Samtaka herstöðvaandstæðinga (SHA) ætlar að hittast á Kaffi Amor við Ráðhústorg á Akureyri laugardaginn …

SHA_forsida_top

Divided States of America - Grandrokk 16. mars

Divided States of America - Grandrokk 16. mars

Í tilefni af hljómleikum hinna ódauðlegu LAIBACH á Nasa 22. mars, verður sýnd glæný heimildamynd …

SHA_forsida_top

Fögnum brotthvarfi orrustuþotanna

Fögnum brotthvarfi orrustuþotanna

Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur nú ákveðið að orrustuþoturnar fjórar, sem íslenska ríkisstjórnirn …