BREYTA

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um stríðið í Írak Samtök hernaðarandstæðinga lýsa yfir ánægju sinni með þá ákvörðun utanríkisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, að kalla heim liðsmann Íslands í hernámsliðinu í Írak. Jafnframt minna SHA á að stuðningur Íslands við Íraksstríðið – sem samkvæmt rannsóknum hefur kostað hundruð þúsunda og jafnvel yfir milljón mannslífa – hefur enn ekki verið afturkallaður. Var það þó á meðal kosningaloforða núverandi utanríkisráðherra fyrir síðustu þingkosningar að afturkalla þennan stuðning. SHA skora á utanríkisráðherra og ríkisstjórnina að bæta úr þessu þegar í stað og lýsa því yfir á alþjóðavettvangi að stuðningur Íslands við innrásina í Írak 2003 sé dreginn til baka og að beðist sé afsökunar á honum. Ákvörðunin um þennan stuðning – sem var réttnefnd stríðsyfirlýsing – er ein sú alversta í gervallri sögu íslenskrar utanríkisstefnu og henni má ekki sópa undir teppið.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …