BREYTA

Ályktun þingflokks VG um viðskilnað Bandaríkjahers

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs: 30. mars 2006 Það er athyglisverð staðreynd að þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar –græns framboðs hefur á næstliðnum árum einn þingflokka lagt fram tillögur og hugmyndir um viðbrögð vegna brottfarar herliðs Bandaríkjanna frá Keflavíkurflugvelli. Má þar nefna ítrekaðan tillöguflutning, nú síðast á yfirstandandi þingi, um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar og uppbyggingu annarrar atvinnustarfsemi samhliða brottför hersins, svo og tillögu um rannsókn á umhverfisáhrifum af völdum erlendrar hersetu. Aðrir flokkar hafa ekki séð ástæðu til viðbragða né fyrirhyggju þrátt fyrir augljós merki þess að herinn væri á förum. Einhliða ákvörðun Bandaríkjamanna um brottför þrátt fyrir tvíhliða samning um veru herliðsins sýnir vitaskuld betur en nokkuð annað að þeir héldu hér her sjálfs sín vegna og telja það koma sér einum við hvenær og hvernig þeim hentar að halda á brott. Framkoma Bandaríkjamanna kemur þeim vafalaust á óvart sem hafa talið það einhverja tryggingu að í ríkisstjórn Íslands sitja tveir af þremur stjórnmálaflokkum sem stutt hafa hersetuna. Þessi framkoma er vitaskuld niðurlægjandi fyrir ríkisstjórnina sem hefur sýnt Bandaríkjamönnum fylgispekt í flestum málum og m.a.s. skipað sér að baki þeim í ólögmætu árásarstríði þeirra á hendur Írökum. Í þeim viðræðum sem nú eiga sér stað um framhald málsins er áríðandi að fulltrúar Íslendinga geri réttmætar kröfur til Bandaríkjamanna um viðunandi viðskilnað á Keflavíkurflugvelli og á öðrum svæðum sem hersetan hefur sett mark sitt á. Undir engum kringumstæðum á að þrýsta á um áframhaldandi sýndarviðbúnað hersins, eins og m.a. hefur heyrst í máli forsætisráðherra landsins. Fráleitt væri að ganga að viðræðunum með slíku hugarfari. Einhvers konar draugastöð á Keflavíkurflugvelli væri versta niðurstaðan sem komið gæti út úr viðræðunum og ber að hafna því algjörlega. Krafan hlýtur að vera að bandarískur her hverfi að fullu og öllu af vellinum og afhendi Íslendingum svæðið og öll mannvirki og aðstöðu þar. Gera ber skýlausa kröfu um ábyrgð Bandaríkjamanna á hreinsun og umbótum vegna mengunar og umhverfisspjalla. Tryggja þarf að skilið verði við starfsfólk með sómasamlegum hætti, starfsmönnum til margra ára verði greidd biðlaun og veitt aðstoð við endurmenntun og leit að nýjum störfum. Þess má geta að fyrir liggur beiðni frá þingflokki VG um umræðu utan dagskrár um viðskilnað Bandaríkjahers við landið og íslenska starfsmenn. Þingflokkur VG leggur áherslu á að brottför hers ásamt tilheyrandi vopnabúnaði af Keflavíkurflugvelli og öll sú aðstaða sem þar með losnar býður upp á sóknarfæri sem mikilvægt er að nýta til nýsköpunar og uppbyggingar á svæðinu. Ekki er síður mikilvægt að nú skapast til þess skilyrði að móta nýjar áherslur í utanríkis- og friðarmálum, móta sjálfstæða friðarstefnu þar sem leið hernaðarbrölts og hernaðarbandalaga er hafnað, en þess í stað byggt á virkri friðarviðleitni, afvopnun og friðlýsingum. Þau verkefni sem nú þarf að takast á við og tengjast brottför hersins eru öll þess eðlis að Íslendingar geta auðveldlega axlað þau sjálfir. Meginverkefnin eru rekstur Keflavíkurflugvallar, efld landhelgisgæsla og aukið landamæraeftirlit. Loks þarf að stórefla tækjakost og mannafla til björgunarstarfa. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur hvatt til þverpólitísks samstarfs um öll þessi mál. Nú ríður á að menn snúi bökum saman og breyti stöðunni þjóðinni í hag.

Færslur

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Barnagull

Barnagull

Það er talsvert um að börn friðarsinna mæti á fundi og samkomur í Friðarhús ásamt …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Samantekt á íslensku: Fyrirætlun NATO að staðsetja herstöðvar í Saragossa (á Spáni) og á …

SHA_forsida_top

Palindrome að kvöldi 30. mars

Palindrome að kvöldi 30. mars

Staðfest hefur verið að hljómsveitin Palindrome mun spila fyrir gesti að kvöldi 30. mars að …

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

30. mars er mikilvæg dagsetning í baráttusögu íslenskra friðarsinna, en á þeim degi samþykkti Alþingi …

SHA_forsida_top

Afnám hernáms

Afnám hernáms

eftir Ólaf Hannibalsson Eftirfarandi grein Ólafs Hannibalssonar birtist í Fréttablaðinu 21. mars, sjá einnig …

SHA_forsida_top

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Baráttufundur gegn Íraksstríðinu í Austurbæ að kvöldi 19. mars tókst með ágætum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Í Morgunblaðinu 21. mars er frétt þess efnis að Herdís Sigurgrímsdóttir, 26 ára fjölmiðlamaður, sé …

SHA_forsida_top

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Sífellt er unnið að endurbótum á Friðarvefnum, í því skyni að gera hann aðgengilegri fyrir …

SHA_forsida_top

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir fundi á Akureyri laugardaginn 17. mars í tilefni af 4 ára …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

eftir Magnús Má Guðmundsson formann Ungra jafnaðarmanna Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. mars …

SHA_forsida_top

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Á fjögurra ára afmæli Íraksstríðsins efna ýmsir hópar og samtök til baráttusamkomu í Austurbæ, þar …

SHA_forsida_top

Kjarni málsins

Kjarni málsins

Stundin: Mánudagskvöldið 19. mars, kl. 20 Staðurinn: Austurbær (gamla Austurbæjarbíó) Dagskráin: Ávörp: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Friðsöm utanríkisstefna

Friðsöm utanríkisstefna

Höfundur: Lárus Páll Birgisson Hér er hvatningarbréf sem Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði og friðarsinni, …