BREYTA

Ályktun kjördæmisráðs VG í SV-kjördæmi vegna brottfarar hersins

Fundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, haldinn 28. september 2006, fagnar því að bandaríska herliðið er loksins farið frá Íslandi eftir 55 ára samfellda hersetu. Fögnuðurinn er þó blandinn þar sem ýmislegt er við samkomulag íslenskra og bandarískra stjórnvalda að athuga.
  • Enn eru atvinnumál margra fyrrverandi starfsmanna bandaríska hersins óleyst.
  • Samkomulag um frágang mengunar af völdum hersins er ófullnægjandi og bandarísk stjórnvöld sleppa ódýrt frá þeim vandamálum.
  • Gert er ráð fyrir nánu samstarfi milli Íslands og Bandaríkjanna um öryggismál sem felur m.a. í sér gagnkvæma upplýsingamiðlun, samstarf Landhelgisgæslunnar við bandarísku strandgæsluna og samstarf íslensku lögreglunnar við bandarísku lögregluna og sérsveitir Bandaríkjahers. Mjög óljóst er hvernig þessari samvinnu verður háttað eða hversu náin hún verður, hætta er á frekari þróun til óljósari skila milli borgaralegrar og hernaðarlegrar starfsemi og einnig er rétt að hafa í huga að bandarísk löggjöf sem þetta snertir verður æ ólýðræðislegri.
  • Gert er ráð fyrir árlegum heræfingum bandarískra hersveita og sérstakt svæði á flugvellinum skilgreint vegna þessara æfinga eða annarra hernaðarþarfa.
  • Bandaríkin halda fjarskiptastöðinni við Grindavík áfram sem „varnarsvæði“.
  • Í þessu samkomulagi og aðdraganda þess hefur íslenska ríkisstjórnin sýnt undirlægjuhátt gagnvart bandarískum stjórnvöldum, sem nú gerast æ herskárri og ófyrirleitnari.
Kjördæmisráðið telur að nú hefði átt að segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin og hefja strax undirbúning að næsta skrefi, sem er úrsögn Íslands úr NATO. Ísland á að vera herlaust og herstöðvalaust land utan hernaðarbandalaga og hlutlaust eins og gert var ráð fyrir þegar Ísland varð fullvalda ríki árið 1918. Friðarstefna á að vera grunnstefið í utanríkisstefnu Íslands.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús - Njálsgötu 87

Friðarhús - Njálsgötu 87

23. apríl 2009 Þann 19. ágúst 2005 varð langþráður draumur að veruleika þegar Friðarhús …

SHA_forsida_top

Fundað um fjármál

Fundað um fjármál

Hið nýja húsnæði SHA, Friðarhúsið á horni Snorrabrautar og Njálsgötu, er óðum að taka á …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Stefnuskrá Samtaka herstöðvaandstæðinga var samþykkt á landsráðstefnu síðla árs 1995. Stefnt er að því að …

SHA_forsida_top

Stefnuskrá SHA

Stefnuskrá SHA

Samþykkt á Landsráðstefnu 5. nóv. 2005 Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði …

SHA_forsida_top

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Þessi grein Maríu S. Gunnarsdóttur, formanns MFÍK, birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 24. okt. 2005. BARÁTTA …

SHA_forsida_top

Ályktun frá félagsfundi SHA

Ályktun frá félagsfundi SHA

Almennur félagsfundur Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldinn fimmtudaginn 20. október, hvetur til þess að slitið verði á …

SHA_forsida_top

Friðarhorfur í Búrúndí

Friðarhorfur í Búrúndí

Það virðist vera hægt að lesa um endalaust af hörmungum í fjölmiðlum heimsins. Þjóðarmorð hér …

SHA_forsida_top

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Um helgina efndu andstæðingar Íraksstríðsins í Bandaríkjunum til mótmælaaðgerða í Washington. Aðgerðirnar voru geysifjölmennar. Að …

SHA_forsida_top

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

Kjarnorkuvopn á Kóreuskaganum hafa verið talsvert til umræðu upp á síðkastið í tengslum við torræðar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi undirbúningur að miklum mótmælaaðgerðum gegn Íraksstríðinu helgina 24.-25. …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni

Blómin í ánni

Ávarp flutt í tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 9.ágúst 2005 á fundi friðarhreyfinga til minningar um …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ágætu friðarsinnar. Við erum samankomin hér við Tjörnina á þessu ágústkvöldi til að minnast fórnarlamba …

SHA_forsida_top

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

Þriðjudaginn 9. ágúst minnast íslenskar friðarhreyfingar þess að 60 ár eru liðin frá því að …