BREYTA

Ályktun kjördæmisráðs VG í SV-kjördæmi vegna brottfarar hersins

Fundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, haldinn 28. september 2006, fagnar því að bandaríska herliðið er loksins farið frá Íslandi eftir 55 ára samfellda hersetu. Fögnuðurinn er þó blandinn þar sem ýmislegt er við samkomulag íslenskra og bandarískra stjórnvalda að athuga.
  • Enn eru atvinnumál margra fyrrverandi starfsmanna bandaríska hersins óleyst.
  • Samkomulag um frágang mengunar af völdum hersins er ófullnægjandi og bandarísk stjórnvöld sleppa ódýrt frá þeim vandamálum.
  • Gert er ráð fyrir nánu samstarfi milli Íslands og Bandaríkjanna um öryggismál sem felur m.a. í sér gagnkvæma upplýsingamiðlun, samstarf Landhelgisgæslunnar við bandarísku strandgæsluna og samstarf íslensku lögreglunnar við bandarísku lögregluna og sérsveitir Bandaríkjahers. Mjög óljóst er hvernig þessari samvinnu verður háttað eða hversu náin hún verður, hætta er á frekari þróun til óljósari skila milli borgaralegrar og hernaðarlegrar starfsemi og einnig er rétt að hafa í huga að bandarísk löggjöf sem þetta snertir verður æ ólýðræðislegri.
  • Gert er ráð fyrir árlegum heræfingum bandarískra hersveita og sérstakt svæði á flugvellinum skilgreint vegna þessara æfinga eða annarra hernaðarþarfa.
  • Bandaríkin halda fjarskiptastöðinni við Grindavík áfram sem „varnarsvæði“.
  • Í þessu samkomulagi og aðdraganda þess hefur íslenska ríkisstjórnin sýnt undirlægjuhátt gagnvart bandarískum stjórnvöldum, sem nú gerast æ herskárri og ófyrirleitnari.
Kjördæmisráðið telur að nú hefði átt að segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin og hefja strax undirbúning að næsta skrefi, sem er úrsögn Íslands úr NATO. Ísland á að vera herlaust og herstöðvalaust land utan hernaðarbandalaga og hlutlaust eins og gert var ráð fyrir þegar Ísland varð fullvalda ríki árið 1918. Friðarstefna á að vera grunnstefið í utanríkisstefnu Íslands.

Færslur

SHA_forsida_top

Opið bréf til Ólafs Stephensens

Opið bréf til Ólafs Stephensens

Grein þessi birtist einnig á vefritinu Smugunni. Komdu sæll Ólafur, Ég skrifa þér til …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna áforma um einkaflugher

Ályktun frá SHA vegna áforma um einkaflugher

Fréttablaðið bauð lesendum sínum upp á ónotalega forsíðufrétt í morgun, miðvikudaginn 17. mars, þar sem …

SHA_forsida_top

Dagskrá í Tjarnarsal, 8. mars

Dagskrá í Tjarnarsal, 8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur mánudaginn 8.mars 2010 …

SHA_forsida_top

Vissir þú...?

Vissir þú...?

Hernaðarbandalagið Nató hefur þá yfirlýstu stefnu að aðildarríki þess skuli verja sem nemur 2% af …

SHA_forsida_top

Skiltasmiðja SHA

Skiltasmiðja SHA

Skiltasmiðja SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Skiltasmiðja SHA

Skiltasmiðja SHA

Skiltasmiðja SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss ehf. fundar.

SHA_forsida_top

Ögmundur og Steinunn Valdís í Friðarhúsi

Ögmundur og Steinunn Valdís í Friðarhúsi

Samtök hernaðarandstæðinga efna til félagsfundar í Friðarhúsi mánudagskvöldið 1. mars n.k. kl. 20. Gestir fundarins …

SHA_forsida_top

Föstudagsmálsverður Friðarhúss

Föstudagsmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. febrúar n.k. Um matseldina sér að þessu sinni Björk …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

SHA fundar í Friðarhúsi um rannsókn á Íraksstríðinu.

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur fundar

Rauður vettvangur fundar

RV í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundur Rauðs vettvangs

Aðalfundur Rauðs vettvangs

Rauður vettvangur heldur aðalfund sinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur fundar

Rauður vettvangur fundar

Rauður vettvangur fundar í Friðarhúsi