BREYTA

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Stríðið í Úkraínu hefur reynst vatn á myllu hernaðarsinna og þeirra afla sem telja að frið og öryggi megi tryggja með vígvæðingu og vopnavaldi. Skoðanakannanir benda til þess að talsverður hópur fólks láti hörmungarfréttirnar hræða sig til stuðnings við hernaðarbandalagið Nató og ríki sem til áratuga kusu að standa utan hernaðarbandalaga láta nú hrella sig inn í bandalagið. Ömurlegt stríðið ætti þó þvert á móti að vera hernaðarandstæðingum brýning til að verða enn harðari í baráttu sinni gegn vopnakapphlaupi, hvers kyns vígbúnaðaráformum og aðild Íslands að Nató. Hernaðarbandalög ala á ófriði, skikka aðildarríki sín til að sóa svimandi fjárhæðum til vopnakaupa sem enn ala á vandann og koma í veg fyrir skynsamlegri nýtingu verðmæta. Hernaðarbandalagið Nató skilur eftir sig blóðuga slóð íhlutana víða um lönd og skemmst að minnast framferði þess í Líbíu sem hafði hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa landsins og hratt af stað flóttamannabylgju. Hornsteinn í stefnu Nató eru kjarnorkuvopnin sem fela í sér hótun um gjöreyðingu mannkyns. Nató er siðferðilega gjaldþrota stofnun og því fyrr sem Íslendingar segja skilið við það, því betra. Öryggi Íslendinga er best tryggt með því að standa með friðarstefnu, sniðganga öll hernaðarbandalög og stugga hernaðartólum burt úr landhelginni og af íslensku landi.

Færslur

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Kertafleyting á Tjörninni í Reykjavík og á Akureyri miðvikudagskvöldið 6.ágúst 2014. Frá árinu 1985 hafa …

SHA_forsida_top

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Ástandið í heimsmálunum sumarið 2014 er sérlega viðsjárvert og hefur ekki verið ófriðvænlegra í langan …

SHA_forsida_top

Jafn réttur til að drepa?

Jafn réttur til að drepa?

Auður Lilja Erlingsdóttir á sæti í miðnefnd SHA. Greinin birtist áður á vefritinu Knúz. …

SHA_forsida_top

Hörður Torfa í Friðarhúsi

Hörður Torfa í Friðarhúsi

Söngvaskáldið og aðgerðasinninn Hörður Torfason er hernaðarandstæðingum að góðu kunnur. Hann brást við nýlegu ákalli …

SHA_forsida_top

Mótmælum drápunum á Gaza!

Mótmælum drápunum á Gaza!

Félagið Ísland-Palestína efnir til mótmælafundar á Lækjartorgi mánudaginn 14. júlí kl. 17. Þar gefst almenningi …

SHA_forsida_top

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, mun í kvöld fimmtudagskvöldið 10. júlí hafa umsjón …

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn uppi á ný

Friðarvefurinn uppi á ný

Eins og dyggir lesendur Friðarvefsins hafa vafalítið tekið eftir, hefur verið mikið ólag á vefnum …

SHA_forsida_top

Ályktun varðandi heræfingar

Ályktun varðandi heræfingar

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Landsfundur SHA lýsir furðu á …

SHA_forsida_top

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar með yfirskriftinni „Friðarborgin Reykjavík? - Hver er afstaða framboðanna …

SHA_forsida_top

Fáfróðir vilja stríð

Fáfróðir vilja stríð

Í gegnum tíðina hafa íslenskir friðarsinnar lengi haldið því fram að einhver besta leiðin til …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2014

1. maí kaffi SHA 2014

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi er kokkur aprílmánaðar í málsverðinum föstudagskvöldið 25. apríl. Matseðillinn er ekki af …

SHA_forsida_top

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Hinn 11. apríl sendum við bréfið hér að neðan til ritstjórnar Knuz.is og báðum um …

SHA_forsida_top

Ályktun um NATÓ

Ályktun um NATÓ

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Áætlað er að á þessu …

SHA_forsida_top

Sókn Pútíns sem nauðvörn

Sókn Pútíns sem nauðvörn

Þórarinn Hjartarson á Akureyri sendi Friðarvefnum þessa grein til birtingar. Nú er hafið efnahagslegt …