BREYTA

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Stríðið í Úkraínu hefur reynst vatn á myllu hernaðarsinna og þeirra afla sem telja að frið og öryggi megi tryggja með vígvæðingu og vopnavaldi. Skoðanakannanir benda til þess að talsverður hópur fólks láti hörmungarfréttirnar hræða sig til stuðnings við hernaðarbandalagið Nató og ríki sem til áratuga kusu að standa utan hernaðarbandalaga láta nú hrella sig inn í bandalagið. Ömurlegt stríðið ætti þó þvert á móti að vera hernaðarandstæðingum brýning til að verða enn harðari í baráttu sinni gegn vopnakapphlaupi, hvers kyns vígbúnaðaráformum og aðild Íslands að Nató. Hernaðarbandalög ala á ófriði, skikka aðildarríki sín til að sóa svimandi fjárhæðum til vopnakaupa sem enn ala á vandann og koma í veg fyrir skynsamlegri nýtingu verðmæta. Hernaðarbandalagið Nató skilur eftir sig blóðuga slóð íhlutana víða um lönd og skemmst að minnast framferði þess í Líbíu sem hafði hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa landsins og hratt af stað flóttamannabylgju. Hornsteinn í stefnu Nató eru kjarnorkuvopnin sem fela í sér hótun um gjöreyðingu mannkyns. Nató er siðferðilega gjaldþrota stofnun og því fyrr sem Íslendingar segja skilið við það, því betra. Öryggi Íslendinga er best tryggt með því að standa með friðarstefnu, sniðganga öll hernaðarbandalög og stugga hernaðartólum burt úr landhelginni og af íslensku landi.

Færslur

SHA_forsida_top

Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi

Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi

Í dag, fimmtudaginn 14. ágúst, náðist samkomulag milli Bandaríkjanna og Póllands um að setja upp …

SHA_forsida_top

Minningar frá Hiroshima

Minningar frá Hiroshima

Helga Nína Heimisdóttir var fundarstjóri á kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Hún sendi Friðarvefnum …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Á Akureyri stóð Samstarfshópur um frið (SHA og ÆSKÞ) að kertafleytingu við Minjasafnstjörnina kl. 22.30 …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu

Ávarp á kertafleytingu

Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður flutti ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn miðvikudaginn 6. ágúst. Það fylgir hér …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Aldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Munið kertafleytingarnar á Reykjavíkurtjörn miðvikudagskvöldið 6. ágúst kl. 22:30 og á Akureyri fimmtudagskvöldið 7. ágúst …

SHA_forsida_top

Munu þeir ráðast á Íran?

Munu þeir ráðast á Íran?

Í dag, 2. ágúst, eru mótmælaaðgerðir víðsvegar um Bandaríkin gegn hugsanlegri innrás í Íran. …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 6. ágúst

Kertafleyting 6. ágúst

Veggspjöld til útprentunar (pdf): Kertafleyting 2008

SHA_forsida_top

Álrisarnir og hergagnaiðnaðurinn - fræðslufundur í Friðarhúsi

Álrisarnir og hergagnaiðnaðurinn - fræðslufundur í Friðarhúsi

Samarendra Das er inverskur rithöfundur, kvikmyndagerðamaður og aktívisti, sem berst gegn menningarlegum þjóðarmorðum í þriðja …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar.

SHA_forsida_top

Fræðslufundur í Friðarhúsi

Fræðslufundur í Friðarhúsi

Ál og hergagnaframleiðsla.

SHA_forsida_top

Friðflytjendur í Sundahöfn

Friðflytjendur í Sundahöfn

Greinin birtist í Morgunblaðinu, miðvikudaginn 16. júlí. Góðir gestir sóttu Reykvíkinga heim hinn þriðja júlí …

SHA_forsida_top

Óttinn er slæmur ráðgjafi - Hugleiðing um sjálfsforræði

Óttinn er slæmur ráðgjafi - Hugleiðing um sjálfsforræði

Greinin birtist áður í Morgunblaðinu, en er hér óstytt. Fyrir fjörutíu árum var svokölluð viðreisnarstjórn …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag

Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag

Undirskriftasöfnun gegn gagnflaugastöð í Tékklandi Lauslega þýðing yfirlýsingarinnar sem skrifað er undir: „Ég …

SHA_forsida_top

30. mars 1949

30. mars 1949

Eftirfarandi grein Jóns Böðvarssonar og Þorvarðar Helgasonar birtist í Morgunblaðinu 26. júní 2008. Við leyfum …