BREYTA

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Stríðið í Úkraínu hefur reynst vatn á myllu hernaðarsinna og þeirra afla sem telja að frið og öryggi megi tryggja með vígvæðingu og vopnavaldi. Skoðanakannanir benda til þess að talsverður hópur fólks láti hörmungarfréttirnar hræða sig til stuðnings við hernaðarbandalagið Nató og ríki sem til áratuga kusu að standa utan hernaðarbandalaga láta nú hrella sig inn í bandalagið. Ömurlegt stríðið ætti þó þvert á móti að vera hernaðarandstæðingum brýning til að verða enn harðari í baráttu sinni gegn vopnakapphlaupi, hvers kyns vígbúnaðaráformum og aðild Íslands að Nató. Hernaðarbandalög ala á ófriði, skikka aðildarríki sín til að sóa svimandi fjárhæðum til vopnakaupa sem enn ala á vandann og koma í veg fyrir skynsamlegri nýtingu verðmæta. Hernaðarbandalagið Nató skilur eftir sig blóðuga slóð íhlutana víða um lönd og skemmst að minnast framferði þess í Líbíu sem hafði hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa landsins og hratt af stað flóttamannabylgju. Hornsteinn í stefnu Nató eru kjarnorkuvopnin sem fela í sér hótun um gjöreyðingu mannkyns. Nató er siðferðilega gjaldþrota stofnun og því fyrr sem Íslendingar segja skilið við það, því betra. Öryggi Íslendinga er best tryggt með því að standa með friðarstefnu, sniðganga öll hernaðarbandalög og stugga hernaðartólum burt úr landhelginni og af íslensku landi.

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr NATÓ strax!

Ísland úr NATÓ strax!

eftir Rúnar Sveinbjörnsson Samkvæmt mínum upplýsingum eru 13 Íslendingar nú að störfum hjá Nató í …

SHA_forsida_top

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Eftir Jan Öberg framkvæmdastjóra Transnational Foundation for Peace and Future Reasearch, Lundi 31. júlí …

SHA_forsida_top

Eftirlit NATO – nei takk!

Eftirlit NATO – nei takk!

Frá því Ísland gerðist aðili að NATO 30. mars 1949 hefur nokkur breyting orðið á …

SHA_forsida_top

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Samkvæmt fréttum Stöðvar tvö nú undir kvöldið hefur verið hætt við að fara fram á …

SHA_forsida_top

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Það er ekki oft sem Friðarvefurinn eða Samtök hernaðarandstæðinga sjá ástæðu til að taka undir …

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum NATO-ríkjanna Noregs, Danmerkur, Bandaríkjanna, Lettlands og Íslands sem ætlunin er …

SHA_forsida_top

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Frá Saving Iceland, 24. 7. 2007 TENGSL ALCAN VIÐ HERGAGNAFRAMLEIÐSLU Málmur frá Rio Tinto-ALCAN …

SHA_forsida_top

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Fréttatilkynning 22. júlí, 2007 SAVING ICELAND: REYKJAVÍKURBORG, HÆTTIÐ AÐ STYÐJA VOPNAIÐNAÐINN OG STÓRIÐJU. BORÐI Á …

SHA_forsida_top

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Í Morgunblaðinu í dag, 19. júlí, er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, sem …

SHA_forsida_top

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson er látinn. Við minnumst Baldvins sem eins merkasta leikara og leikstjóra hér á …

SHA_forsida_top

Ótrúleg bráðabirgðalög

Ótrúleg bráðabirgðalög

Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 14. júlí. Eina skynsamlega skýringin sem ég hef heyrt …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara fundar.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga hittist og undirbýr kertafleytingu á Tjörninni.

SHA_forsida_top

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag eru nú 13 hermenn í Afganistan á vegum Íslands. …