BREYTA

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Stríðið í Úkraínu hefur reynst vatn á myllu hernaðarsinna og þeirra afla sem telja að frið og öryggi megi tryggja með vígvæðingu og vopnavaldi. Skoðanakannanir benda til þess að talsverður hópur fólks láti hörmungarfréttirnar hræða sig til stuðnings við hernaðarbandalagið Nató og ríki sem til áratuga kusu að standa utan hernaðarbandalaga láta nú hrella sig inn í bandalagið. Ömurlegt stríðið ætti þó þvert á móti að vera hernaðarandstæðingum brýning til að verða enn harðari í baráttu sinni gegn vopnakapphlaupi, hvers kyns vígbúnaðaráformum og aðild Íslands að Nató. Hernaðarbandalög ala á ófriði, skikka aðildarríki sín til að sóa svimandi fjárhæðum til vopnakaupa sem enn ala á vandann og koma í veg fyrir skynsamlegri nýtingu verðmæta. Hernaðarbandalagið Nató skilur eftir sig blóðuga slóð íhlutana víða um lönd og skemmst að minnast framferði þess í Líbíu sem hafði hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa landsins og hratt af stað flóttamannabylgju. Hornsteinn í stefnu Nató eru kjarnorkuvopnin sem fela í sér hótun um gjöreyðingu mannkyns. Nató er siðferðilega gjaldþrota stofnun og því fyrr sem Íslendingar segja skilið við það, því betra. Öryggi Íslendinga er best tryggt með því að standa með friðarstefnu, sniðganga öll hernaðarbandalög og stugga hernaðartólum burt úr landhelginni og af íslensku landi.

Færslur

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Barnagull

Barnagull

Það er talsvert um að börn friðarsinna mæti á fundi og samkomur í Friðarhús ásamt …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Samantekt á íslensku: Fyrirætlun NATO að staðsetja herstöðvar í Saragossa (á Spáni) og á …

SHA_forsida_top

Palindrome að kvöldi 30. mars

Palindrome að kvöldi 30. mars

Staðfest hefur verið að hljómsveitin Palindrome mun spila fyrir gesti að kvöldi 30. mars að …

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

30. mars er mikilvæg dagsetning í baráttusögu íslenskra friðarsinna, en á þeim degi samþykkti Alþingi …

SHA_forsida_top

Afnám hernáms

Afnám hernáms

eftir Ólaf Hannibalsson Eftirfarandi grein Ólafs Hannibalssonar birtist í Fréttablaðinu 21. mars, sjá einnig …

SHA_forsida_top

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Baráttufundur gegn Íraksstríðinu í Austurbæ að kvöldi 19. mars tókst með ágætum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Í Morgunblaðinu 21. mars er frétt þess efnis að Herdís Sigurgrímsdóttir, 26 ára fjölmiðlamaður, sé …

SHA_forsida_top

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Sífellt er unnið að endurbótum á Friðarvefnum, í því skyni að gera hann aðgengilegri fyrir …

SHA_forsida_top

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir fundi á Akureyri laugardaginn 17. mars í tilefni af 4 ára …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

eftir Magnús Má Guðmundsson formann Ungra jafnaðarmanna Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. mars …

SHA_forsida_top

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Á fjögurra ára afmæli Íraksstríðsins efna ýmsir hópar og samtök til baráttusamkomu í Austurbæ, þar …

SHA_forsida_top

Kjarni málsins

Kjarni málsins

Stundin: Mánudagskvöldið 19. mars, kl. 20 Staðurinn: Austurbær (gamla Austurbæjarbíó) Dagskráin: Ávörp: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Friðsöm utanríkisstefna

Friðsöm utanríkisstefna

Höfundur: Lárus Páll Birgisson Hér er hvatningarbréf sem Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði og friðarsinni, …