Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga mótmælir harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að auka þátttöku Íslands í hernaðarstarfsemi með því að taka upp reglubundna þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta í landhelgi Íslands. Sá fyrirvari sem settur er um að við komu herskipa og kafbáta „skuli virða ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum“, er haldslaus“. Hvaða alþjóðlegu skuldbindingar eru það sem gætu vikið frá þeirri friðlýsingu? Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að ganga úr skugga um að þeir kafbátar sem hér fara um séu ekki búnir kjarnorkuvopnum?
Samtök hernaðarandstæðinga krefjast undanbragðalausrar friðlýsingar fyrir kjarnorkuvopnum á öllu íslensku yfirráðasvæði. Þá skal einnig bent á það að ef kafbátur sekkur í norðurhöfum, þá eru í kjarnorkuofnum hans hættuleg geislavirk efni, sem geta valdið mun alvarlegra umhverfisslysi í nágrenni Íslands en ósprungin kjarnorkuvopn. Þess vegna árétta Samtök hernaðarandstæðinga kröfur sínar um að umferð kjarnorkuknúinna farartækja um íslenska lögsögu verði bönnuð undantekningarlaust.

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um aðildina að NATO: …

Landsráðstefna SHA var haldin 27.-28. nóvember í Friðarhúsi. Á fundinum var kjörin ný miðnefnd samtakanna. …

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. nóvember. Um er að ræða hið …

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi 27.-28. nóvember. Setning fundarins verður kl. 18 á föstudeginum, …

Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi efna til opins fundar um heimsvaldastefnu og hernaðarhyggju í samtímanum. Fundurinn …

Landsráðstefna SHA verður sett kl. 18 & fjáröflunarmálsverður Friðarhúss hefst kl. 19.


Samtök hernaðarandstæðinga efna til landsráðstefnu dagana 27.-28. nóvember n.k. í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Föstudagur 27. …

Opinn félagsfundur Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK mánudaginn 16.nóvember kl. 19 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Efni …

Í íslenskri þjóðfélagsumræðu er oft látið að því liggja að almenn sátt sé um aðild …

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. október. Matseldin verður að þessu sinni í …

Aðalfundur Norðurlandsdeildar Samtaka hernaðarandstæðinga var haldinn sl. fimmtudagskvöld. Góð stemning var á fundinum, þar sem …

Opinn félagsfundur MFÍK um Friðaruppeldi.

Aðalfundur Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi verður haldinn í sal Zontaklúbbsins á Akureyri Aðalstræti 54 A, …

Ályktun frá SHA: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa miklum vonbrigðum sínum vegna frétta af hugmyndum um stofnun …