Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga mótmælir harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að auka þátttöku Íslands í hernaðarstarfsemi með því að taka upp reglubundna þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta í landhelgi Íslands. Sá fyrirvari sem settur er um að við komu herskipa og kafbáta „skuli virða ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum“, er haldslaus“. Hvaða alþjóðlegu skuldbindingar eru það sem gætu vikið frá þeirri friðlýsingu? Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að ganga úr skugga um að þeir kafbátar sem hér fara um séu ekki búnir kjarnorkuvopnum?
Samtök hernaðarandstæðinga krefjast undanbragðalausrar friðlýsingar fyrir kjarnorkuvopnum á öllu íslensku yfirráðasvæði. Þá skal einnig bent á það að ef kafbátur sekkur í norðurhöfum, þá eru í kjarnorkuofnum hans hættuleg geislavirk efni, sem geta valdið mun alvarlegra umhverfisslysi í nágrenni Íslands en ósprungin kjarnorkuvopn. Þess vegna árétta Samtök hernaðarandstæðinga kröfur sínar um að umferð kjarnorkuknúinna farartækja um íslenska lögsögu verði bönnuð undantekningarlaust.

Í frétt hér á Friðarvefnum 4. desember um aðalfund Norðurlandsdeildar SHA, sem var haldinn 30. …

Árviss friðarganga frá Hlemmi að Lækjartorgi.

Að venju verða friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri. Í Reykjavík …

Áhugafólk um friðvænlegri heim stendur að hinni árlegu blysför í þágu friðar á Þorláksmessu, en …

Meðal þeirra tugmilljóna manna sem mótmæltu innrásinni í Írak í mars 2003 var bandaríski …

Á fréttavefnum Bæjarins besta má lesa þessa frétt um friðargöngu á Ísafirði á Þorláksmessu. Líkt …

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar.

Íslenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi og …

Síðla árs 1999 hvöttu SHA íslensk sveitarfélög til að friðlýsa sig fyrir kjarnorku-, sýkla- og …

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

Hin árvissa bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna, MFÍK er ómissandi þáttur í jólaundirbúningi fjölmargra. Hún verður …

Í gærmorgun, 11. desember, kom hópur fólks að tveimur hliðum flotastöðvarinnar í Faslane í Skotlandi …

Samstarfshópur friðarhreyfinga undirbýr friðargöngu á Þorláksmessu.

Á nýafstöðnum leiðtogafundi NATO í Ríga voru þrjú mál efst á baugi: stækkun bandalagsins, hin …

Fundur í stjórn Friðarhúss SHA ehf.